Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 55
Sir William Alexander Craigie
(1867—1957)
Ein af vorum æðstu skyldum
er að muna liðna tíð:
gleyma’ ei árum gjafamildum,
gleyma’ ei þeim er voru stríð;
muna þá sem mikið unnu
móður vorri’ og gagnlegt starf,
skilningsdjúpir skeiðið runnu,
sköpuðu framtíð dýran arf.
íslands ráð er allt á reiki,
illa hirt um minnissjóð. —
Ætli’ hún gleymi einnig Craigie
okkar ræktarsmáa þjóð?
Lengstan hluta langrar æfi
lands vors afrek frægði hann;
var við einskis annars hæfi
ailt það er hann Fróni vann.
Snælands mikli andans auður
Engilsöxum hulinn var,
U]az hann gekk fram alls-ótrauður
°g þann töfrakyndil bar
sem að lýðum lýsti veginn
lands vors inn í hugarsal.
Sigurbrautin er hans eigin,
sldrei þessu neitað skal.
Þá var loksins leyst úr fjötrum
Ijóða vorra stærsta grein.
Ef hún sýndist sveipuð tötrum,
samt á logagullið skein.
Loks var málsins mikla smiðja
^örgum þjóðum opin sýnd,
tvisvar þriggja alda iðja
Islands skálda heiðri krýnd.
Ekki’ er þó einum reiti
afmarkaður ferill hans,
tengdur víðar hans er heiti
heiður mennta þessa lands.
Tunga lands vors, ljóð og saga,
líka heill og blómgun þess,
eru það sem alla daga
æðstan skipa lét hann sess.
Hví hefir ennþá enginn ritað
afrekssögu þessa manns?
Hefir fsland ekkert vitað
um hann þá og verkin hans?
Eflaust mun það aldrei gleymast
ættjörð Craigie’s hver hann var.
Hér á minning hans að geymast
hjartfólgnari’ en jafnvel þar.
Finnst sá enginn ungra manna
er eigi rækt og manndóm til
og hafi mennt svo mikla’ og sanna
að megni Craigie’ að gera skil?
Hver mun sá er verkið vinni,
— vinna fleiri sá mun góð —
varða hlaði mannsins minni,
er megi sæma íslands þjóð?
* * *
Aftur sagt skal, að ef Craigie
á að gleymast vorri þjóð,
er það sæmst hún ei sér hreyki
eða þykist minnisgóð
á þau verk er unnu henni
andans garpar — fallnir nú;
þá skal bert, hún beri’ á enni
brennimark: Ég var ei Irú.
Sn. J.