Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 57
bréf frá stephani g. og sigfúsi blöndal
39
prentun og samdi athugasemdir við
kvæðin, sem eru hluti fjórða bindis
°g töluvert á þriðja hundrað blað-
síður að lengd.
Þessu sinni þykir hlýða að birta
sjö áður óprentuð bréf frá Stephani.
Fimm þeirra eru til fornvinar hans,
Jóns Jónssonar frá Mýri í Bárðar-
dal, en tvö til Thorstínu Jackson.
Jón frá Mýri fluttist til Vestur-
heims árið 1903, og um það leyti
Buttust og níu barna hans vestur.
Þremur árum áður hafði kona Jóns,
Kristjana Helga Jónsdóttir, látizt.
Tvær dætur urðu eftir á íslandi,
Aðalbjörg, kona Jóns Karlssonar á
■^ýri og Sigrún, síðar kona séra
Adams Þorgrímssonar, sem var
prestur á Lundar í Manitoba.
I bréfum sínum til Jóns víkur
Stephan nokkuð, að raunum þeim,
sem steðjað höfðu að hinum fyrr-
nefnda, en Jón var „gerður til þols
en ekki til þverbrests“, eins og
Stephan orðar það. Og víst þurfti
Jón oft á þolinu að halda. Hann
^iissti konu sína frá stórum barna-
hóp aldamótaárið, tveir synir hans
Jóu í æsku. Sonur hans Baldur dó
ungur hér vestra. Baldur hafði lok-
ið háskólanámi við mikinn orðstír,
Var hinn mesti efnismaður og skáld
gott. Ein mesta raun Jóns var þó að
þurfa í ellinni að sjá á bak Guðnýju
dóttur sinni, sem dó frá stórum
barnahóp.
Jón frá Mýri átti til frændsemi að
telja við Helgu, konu Stephans, eins
°g fram kemur í bréfunum.
I bréfunum ræðir Stephan all-
mjög um bókmenntir við fornvin
smn, enda ekki undarlegt, því að
Jón hafði mikla ánægju af slíku
°g orti sjálfur og skrifaði. Það má
sjá, að Stephani hefir þótt vænt
um stuðning Jóns í „Vígslóðaærsl-
unum“, en vísur hans, sem Stephan
nefnir í því sambandi, birtust í
Lögbergi 10. marz 1921, og er
Stephan þar sagður eiga samstöðu
með Kristi.
Af bréfi því, sem Stephan ritar
Jóni skömmu eftir útkomu þriðja
bindis af Andvökum, má sjá, að
honum hefir sárnað sumir ritdómar.
„Hafsteinskan" í Lögréttu virðist
eiga við ritdóm, sem birtist um And-
vökur í því blaði 31. ágúst 1910, en
þar segir, að margt gott sé í því
kvæðasafni, „þótt miklu meira hafi
reyndar verið úr því gert í ritdóm-
um blaða og tímarita en rétt er.
Þar er ekki fátt innan um, sem lítið
eða ekkert er í varið.“
Heimir Thorgrimson, dóttursonur
Jóns frá Mýri, hefir góðfúslega léð
bréf afa síns til birtingar. Bréfin til
Thorstínu Jackson eru í vörzlum
Háskólabókasafnsins í Manitoba, en
þau ritaði Stephan aðeins fáum
mánuðum fyrir andlát sitt.
Bréfin frá dr. Sigfúsi Blöndal eru
svör við fyrirspurnum, sem dr.
Stefán Einarsson sendi honum,
meðan hinn síðarnefndi vann að
bókmenntasögu sinni um íslenzka
höfunda eftir 1800. Bréf þessi eru
mjög merk, því að þau hafa að
geyma mat Blöndals á sjálfum sér.
Sigfús Blöndal var Húnvetningur,
fæddur að Hjallalandi í Vatnsdal 2.
okt. 1874. Ungur að árum hóf hann
nám við Hafnarháskóla og lauk það-
an kandídatsprófi í latínu, með
grísku og ensku að aukagreinum
árið 1898.
Ævistarf Blöndals var bókavarzla
við Konunglega bókasafnið í Kaup-