Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Qupperneq 79
bækur
61
aldamót og er því einn hinna fáu
núlifandi Möðruvellinga. Möðru-
vallaskóli skipar í mínum huga
svipaðan sess og Bessastaðaskóli.
Möðruvellingar voru synir hins upp-
vakta Islands, eldheitir „upplýsing-
armenn“, sem biðu ekki boðanna um
að uppfræða landslýðinn, en fóru
sumir um landið þvert og endilangt
boðandi fagnaðarerindi sitt. Þeir
urðu bókmennta- og félagsmála-
frömuðir og langlífir og mikilsvirt-
ir í landinu.
Gísli Jónsson er ósvikinn Möðru-
vellingur, og Möðruvallaandann
flutti hann með sér til Ameríku, og
hefir hann æ síðan miðlað öðrum af
þeirri auðlegð. Það er bjargföst
sannfæring hans, að bókmenntir og
Mgrar listir séu mannbætandi, og
þeirrar ættar eru verk hans öll,
kvæði, ritgerðir, útgáfur bóka og
margt annað. Allt þetta verður ör-
u§gur minnisvarði höfundar og
Mtirkomendum leiðarljós.
Tónskáldaþættirnir í fyrsta hluta
»Haugaelda“ eru með miklum á-
§®tum. Þar er meðal annars að
finna þá langbeztu ritgerð, sem
samin hefir verið um Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, og ekki þykir mér
Sennilegt, að nokkur verði til þess
a^ bæta þar um, því að þeir Gísli
u§ Sveinbjörn voru nánir vinir um
angt skeið. Fróðlegur þykir mér
aHinn um vestur-íslenzku tón-
^káldin, og í tónlistinni hafa Vestur-
slendingar líklega skákað löndum
smum eystra, enda tækifærin til
mennta í tónlist ólíkt fleiri og betri
euni Ameríku heldur en heima á
Fróni.
Hókmenntaritgerðir annars þátt-
er eru merkilegar, ekki sízt fjörtíu
ara gömul grein um Jónas Hall-
grímsson, sem á heima í úrvali
greina um skáldið. Það er ekki ein-
ungis, að Gísli gjörþekki verk Jón-
asar, heldur umgengst hann við-
fangsefni sitt af kunnáttusemi hins
lærða bókmenntafræðings með slík-
um ágætum, að ekki verður á betra
kosið.
„Fokdreifar úr íslandsferð“ er um
heimsókn höfundar til æskustöðva
eftir hálfrar aldar útivist. Þar kenn-
ir margra grasa og öll er frásögn
höfundar yljuð ættjarðarást, sem
fimmtíu ár hafa ekki megnað að
slæva.
Lengsta ritgerð bókarinnar, „Heið-
arbúinn" og ættmenn hans er sann-
orð og vönduð lýsing á æskuheimili
höfundar og örlögum ættar hans.
Grein þessi er einstök í sinni röð.
Höfundur samdi hana, þegar hann
var hálfníræður, og því má líta á
hana, eins og raunar bókina í heild
sinni, sem eitt merkilegt „docu-
ment“ um andlegt langlífi. H.B.