Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Qupperneq 128
110
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
18. Drukknuðu í Tunguá í grennd við
Cavalier, N.Dak., tveir drengir þaðan
úr byggð: Dirk Allan Johnson, sonur
Mr. og Mrs. Arni D. Johnson, 6 ára, og
Devin Linn Björnson, sonur Mr. og Mrs.
Magnús Björnson, 10 ára, en Magnús
er nýlega látinn.
18. Steinunn Hillman, ekkja Jóns
Péturssonar Hillman, að heimili sínu í
Bantry, N.Dak. Fædd 1882 að Hóli í
Tungusveit í Skagafirði. Foreldrar:
Frímann Hannesson úr Seyluhrepp í
Skagafirði og Helga Jóhannesdóttir
frá Hóli í Tungusveit. Fluttist með for-
eldrum sínum vestur um haf til Winni-
peg 1888, en síðan til N.Dakota og hafði
síðan um aldamótin átt heima í Mouse
Riverbyggðinni íslenzku þar í ríkinu.
19. Joseph Helgason, fyrrum til heim-
ilis að Matheson Island, Man., á elli-
heimilinu Betel að Gimli Man., 79 ára
gamall.
19. Pauline Loretta Laufey Thorlákson,
á Almenna spítalanum í Vancouver,
B.C. Foreldrar: Björn Þorláksson frá
Stóru-Tjörnum (látinn fyrir fjölmörg-
um árum) og kona hans Inga Jóhanns-
dóttir Stefánsson (systir dr. Vilhjálms
Stefánssonar), er bjuggu í Wynyard,
Sask.
21. Robert F. Björnson, frá Cavalier,
N.Dakota, á sjúkrahúsi í Winnipeg, af
afleiðingum bílslyss. Fæddur í Cavalier
23. febr. 1930. Foreldrar: Matthías (Matt)
og Guðný (Dínusson) Björnson, sem
lengi hafa átt heima í Cavalier.
24. Hólmgeir fsfeld, frá Selkirk, Man.,
á Almenna sjúkrahúinu í Winnipeg, 79
ára. Fluttist vestur um haf til Manitoba
barn að aldri.
31. Kristjana Ragnheiður Johnson,
ekkja Sveins Jónssonar (frá Borg í
Skagafirði), á sjúkrahúsi í Grafton, N.-
Dak. Fædd 20. júní 1877. Foreldrar:
Kristján Guðmundsson og Kristín
Bjarnadóttir frá Dröngum á Skagaströnd
í Snæfellsnessýslu. Fluttist vestur um
haf með foreldrum sínum 1881 í Ey-
fordbyggð í N.Dakota, og bjó þar allan
sinn aldur.
JÚNf 1983
5. Mrs. Sigríður Ingibjörg (Sarah)
Pepper, í Edmonton, Alberta. Fædd í
Miðfirði í Húnavatnssýslu, en kom til
Kanada 1911. Átti fyrst heima í Mani-
toba, en í Edmonton síðan 1921.
5. Halldór Thorvaldson, á heimili sínu
í Winnipeg, 68 ára gamall. Fæddur í
Brandon, Man., en átti heima í Winni-
peg síðastliðin 48 ár.
9. Guðmundur Jakobson bóndi, í Ár-
borg, Man., áttræður að aldri.
11. Pétur H. Christopherson, í Winni-
peg, 81 árs gamall. Ættaður frá Argyle,
Man. Foreldrar: Landnámshjónin Her-
mit og Þóra Kristofersson.
20. John Einar Goodman bóndi, að
heimili sínu í Baldur, Man. Fluttist
barn að aldri frá íslandi með foreldrum
sínum, ólst upp í Belmont, Man., en
flutti á bújörð sína í Baldur 1917.
21. Valdimar Helgi Hannesson, á
sjúkrahúsi í Cavalier, N.Dak. Fæddur
að_ Mountain, N.Dak., 1895. Foreldrar:
Frímann Hannesson frá Reykjahóli í
Seiluhrepp í Skagafirði og Helga Jó-
hannesdóttir frá Hóli í Tungusveit í
Skagafirði. Ólst upp í Mouse River
byggðinni íslenzku í N.Dakota, en bú-
settur að Mountain síðan 1921.
24. Eli Bjarni Lindal Stefánson frá
Elfros, Sask., á sjúkrahúsi í Saskatoon,
Sask. Fæddur í Churchbridge, Sask., 28.
okt. 1891. Foreldrar: Bjarni Stefánson
og Elín Eiríksdóttir, talin ættuð úr Mið-
firði í Húnavatnssýslu, en þau fluttu til
Vesturheims 1883. Hann fluttist í Elfros-
byggð 1913.
25. Eggert (Edward) Magnússon Egg-
ertson, á sjúkrahúsi í Winnipeg. Fæddur
í Hnífsdal við ísafjarðardjúp. Foreldrar:
Magnús Ágúst Eggertsson frá Flatey á
Breiðafirði og Petrína Sigrún Stefáns-
dóttir frá Arney á Breiðafirði. Hafði átt
heima í Winnipeg síðustu 57 árin.
25. Þorsteinn Guðmundsson Bergmann,
á sjúkrahúsi í Vancouver, B.C. Fæddur
á Bjarnastöðum í Hvítársíðu í Mýrasýslu.
21. okt. 1872. Foreldrar: Guðmundur
Bjarnason og Agnes Steinsdóttir. Flutt-
ist vestur um haf 1911, átti fyrst heima í
Nýja fslandi, en fluttist þaðan vestur á
Kyrrahafsströnd og var búsettur þar til
dauðadags.
28. Jónína Thórun Paulson, ekkja
Christian Paulson, í Langenburg, Sask.,
89 ára að aldri. Fædd á íslandi, en flutt-
ist til Kanada 1878 og settist að í Winni-
peg. Fluttist til Gerald, Sask., aldamóta-
árið, og átti þar heima fram á síðustu
ár.
Júní — Miss O. Bergman, í Vancou-
ver, B.C., níræð að aldri. Átti fyrrum
heima í Winnipeg og Riverton, Man.
JÚLÍ 1963
1. Mrs. Guðbjörg Einarson, ekkja Sig-
urgeirs Einarson, á elliheimilinu Betel