Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Síða 130
112
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sveit í Skagafjarðarsýslu 21. júlí 1897.
Foreldrar: Jónas Jónsson frá Höfða í
Suður-Þingeyjarsýslu og Helga Gunn-
laugsdóttir, ættuð frá Hvammi í Lax-
árdal ytri. Fluttist með þeim vestur um
haf til N.Dakota 1902, en til Wynyard,
Sask., 1906. Framan af árum bóndi að
Wynyard, en á seinni árum búsettur í
Regina. Mikill forystu- og áhrifamaður
í samvinnuhreyfingunni í Saskatchewan
og Kanada, og skipaði margar trúnaðar-
stöður í samvinnufélögum.
21. Magnús Egill Johnson, á Ganges
Salt Spring Island, B.C., 69 ára gamall.
Fæddur á fslandi, en kom til Kanada
1898. Átti fyrr á árum heima í River-
ton, Man., en í Winnipeg frá 1944 til
1958, er hann fluttist til Ganges Salt
Spring Island.
31. Kristveig Guðmundsson, ekkja
Guðmundar F. Guðmundsson, á sjúkra-
húsi í Wadena, Sask. Fædd að Hróar-
stöðum í Suður-Þingeyjarsýslu 28. maí
1898. Foreldrar: Björn Jónsson Axfjörð
frá Ytri-Tungu á Tjörnesi og Valgerður
Þorláksdóttir frá Garði í Þistilsfirði.
Fluttist með þeim vestur um haf í
Argylebyggð í Manitoba 1903, en til
Leslie, Sask., 1910. Hafði lengstum átt
heima í Hólarbyggð þar í grennd.
SEPTEMBER 1963
8. Björn Stefánsson, lögfræðingur og
fyrrv. lögregludómari að Carmen, Man.,
á heimili sínu í St. Charles, Man. Fædd-
ur á Litla-Bakka í Hróarstungu í Norð-
ur-Múlasýslu 19. jan. 1887. Foreldrar:
Stefán Bjömsson og Guðríður Björns-
dóttir. Fluttist með þeim vestur um
haf til Mary Hill, í grennd við, Lundar,
Man. Stundaði árum saman lögfræði-
störf í Winnipeg.
10. John Albert Stevenson bóndi, að
Walhalla, N.Dak., 63 ára gamall. For-
eldrar hans voru þau Bjöm (Barney)
og Kristjana Stevenson, landnemar í
Hallsonbyggð í N.Dakota.
19. Mrs. Guðbjörg Campbell, á Al-
menna sjúkrahúsinu í Vancouver, B.C.
Fædd 6. febr. 1882 í Winnipeg. Foreldrar:
Jón og Guðrún Þórðarson, er bjuggu
síðar í Glenboro, Man. Fluttu vestur til
British Columbia nokkru eftir alda-
mótin.
22. Joseph Björn Frederickson, í Van-
couver, B.C.
25. Ottar Sveinson smiður, að heimili
sínu í Blaine, Wash., áttræður að aldri.
Fæddur að Gimli, Man., en hafði átt
heima í N.Dakota og Illinois áður en
hann flutti til Blaine 1944.
25. Olavía Johnson saumakona, á elli-
heimilinu Betel að Gimli, Man., 87 ára
gömul. Fædd á Seyðisfirði. Foreldrar:
Nikulás Jónsson og Þórunn Pétursdóttir.
Fluttist með þeim vestur um haf 1883
til Hallson, N.Dakota, en hafði átt heima
1 Winnipeg í 60 ár.
25. Ragnhildur J. Johnson kennslu-
kona, á elliheimilinu Betel að Gimli,
Man. Fædd á íslandi, en fluttist vestur
um haf til Manitoba 1892 með foreldr-
um sínum, er voru frumbyggjar í Siglu-
nes- og Lundarbyggðum í Manitoba.
25. Magnús W. Jónsson, frá St. Vital,
Man., á Almenna sjúkrahúsinu í Winni-
peg, 76 ára.
26. Sigurður Sigurðson, frá Vancou-
ver, B.C., af slysförum í Prince George,
B.C. Fæddur að Baldur, Man., 15. maí
1885. Foreldrar: Hjörtur Sigurðsson og
María Sigurðardóttir frá Ingjaldsstöðum
í Þingeyjarsýslu, er námu land í
grennd við Baldur og bjuggu þar til
1912, en fluttu þá til Blaine, Wash.
Lengi bóndi skammt frá Raymore,
Sask., en átti heima í Vancouver nokkur
síðustu árin.
27. Benedict Peterson, að heimili sínu
í Saskatoon, Sask., 81 árs gamall. Fædd-
ur að Hensel, N.Dak., en flutti til Elfros,
Sask., 1912, bóndi í Wynyard til 1924,
en hafði átt heima í Saskatoon síðan
1930.
28. Alexander Lawrence Benson, í
Chicago, Illinois. Fæddur í Winnipeg
16. apríl 1893. Foreldrar: Egill Bene-
diktsson, ættaður úr Skagafirði, og
Lovísa kona hans, ættuð úr Færeyjum.
OKTÓBER 1963
2. Þórhallur Magnús Hjálmarsson
verkfræðingur, í San Diego, Calif. Fædd-
ur nálægt Akra, N.Dak., 15. jan. 1893.
Foreldrar: Halldór Hjálmarsson og
Margrét Björnsdóttir Halldóssonar,
bæði af austfirzkum ættum. Flutti til
Los Angeles, Calif., 1921, bjó þar i
mörg ár og vann að verkfræðilegum
störfum, meðal annars í Suður-Ame-
ríku og Austurlöndum á vegum Banda-
ríkjastjórnar, en hin síðari ár sem bygg'
ingameistari í San Diego.
4. Percy G. Helgason, á sjúkrahúsi í
Winnipeg, sextugur að aldri.
7. Dr. Kristján Jónsson Austmann,
frá Winnipeg, í Toronto, Ontario.
Fæddur í Glenboro, Man., 25. sept. 1890.
Foreldrar: Jón ólafsson, alþingismaður
og ritstjóri, og Þóra Þorvarðardóttir,
ættuð úr Borgarfirði syðra. Kristján var