Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Blaðsíða 132
114
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Ingvars Friðrikssonar beykis og Ágústu
Jónsdóttur á Eyrarbakka. Kom vestur
um haf til Bandaríkjanna 18 ára gamall.
Hafði um langt skeið rekið rafmagns-
iðnaðarfyrirtæki.
27. Jóhann Sigmundson smiður, í
Vancouver, B.C., 86 ára að aldri. Átti
lengi heima í Winnipeg, en fluttist til
Vancouver fyrir 13 árum.
28. Franklin Lindal, á heimili sínu í
Winnipeg, 57 ára gamall. Átti lengst-
um heima í norðurhluta Manitoba-
fylkis, stundaði þar veiðar og rak verzl-
un.
30. Mrs. Sigrún Martin, ekkja Einars
Martin, á sjúkrahúsi í Prince George,
B.C. Fædd að Hnausum, Man., og átti
þar lengi heima, en síðustu árin í Mc-
Bride, B.C.
30. Ingi G. Brynjólfsson, á heimili
sínu í Woodale, 111., í nágrenni Chicago.
DESEMBER 1963
10. Mrs. Margrét Johnson, ekkja Hall-
dórs Johnson fasteignasala, í Winnipeg.
Fædd á fslandi, dóttir séra Einars Vig-
fússonar og Bjargar Jónsdóttur konu
hans. Fluttist til Manitoba fyrir 60 ár-
um, og átti heima í Winnipeg til ævi-
loka.
11. Christian Thorsteinsson, að heim-
ili sínu í Winnipeg, áttræður að aldri.
Fæddur í Edinburg, N.Dak., en flutti
til Kanada 1919.
14. Hjörtur Jónasson, Víðir, Man.,_ á
sjúkrhúsinu í Árborg, Man., 65 ára
gamall. Fæddur að Hnausum, Man., en
bóndi í Víðirbyggð ævilangt.
15. Mrs. Guðrún S. Christopherson,
kona Kjartans Christopherson fasteigna-
sala, að heimili sínu í San Francisco,
Calfi., 66 ára að aldri. Fædd að Point
Roberts, Wash. Foreldrar: Thorsteinn
Thorsteinsson (Stone Stoneson) frá
Hraunskoti í Borgarfirði syðra og Ingi-
björg Einarsdóttir frá Stafholti í sömu
sveit, er lengstum bjuggu í Blaine,
Wash. Fluttist til San Francisco fyrir
27 árum.
22. Mrs. Anna Kristjana Finnson,
ekkja Kambínusar Guðjónssonar, á
heimili sínu í Winnipeg. Fædd að Vatni
í Haukadal, Dalasýslu, 22. sept. 1895.
Fareldrar: Halldór Jónsson og Guð-
finna Kristmannsdóttir. Fluttist með
þeim vestur um haf 1901, og hafði átt
heima í Winnipeg, að undanskildum
tólf árum í Churchbridge, Sask.
22. Jón Ragnar Johnson, bóndi og út-
gerðarmaður, að Wapah, Man. Fæddur
á Eskifirði 9. febr. 1884. Foreldrar: Gísli
Jónsson og Sigrún Árnadóttir. Fluttist
vestur um haf með foreldrum sínum og
systkinum 1903, og átti lengstum heima
að Wapah við Manitobavatn. Annaðist
póstafgreiðslu og póstflutninga um 30
ára skeið. Forystumaður í öllum félags-
málum og ritari skólanefndar árum
saman. Einnig ritarfær vel.
24. Jón Axel Jónsson, að heimil sínu
á Victoria Beach, Man., 68 ára að aldri.
Fæddur í Selkirk, Man. Foreldrar: Jón
Jónsson frá Torfastöðum í Jökulsár-
hlíð í Norður-Múlasýslu og Guðlaug
Sigfúsdóttir frá Straumum í Hróars-
tungu sömu sýslu, er áttu heima í Sel-
kirk.
25. _ Mrs. María Halldórson, ekkja
Kristjáns Halldórsonar, lézt á elli-
heimilinu „Borg“ á jóladagsmorgun, 93
ára. Hún var fædd á Hólum í Skaga-
firði, á fslandi, 28. maí 1870. Foreldrar:
Rögnva.ldur Jónsson og Ólöf Kjartans-
dóttir.
27. Björn Kelly, að heimili sínu í
Selkirk, Man., 85 ára gamall. Fæddur
á íslandi, en settist að í Selkirk 1886, og
var einn af fyrstu íbúum þess bæjar.
Um 40 ára skeið starfsmaður Kanada-
stjómar á Norðurvötnunum.
28. Randver Sigurdson múrarameist-
ari, að heimili sínu í Winnipeg. Fæddur
að Svignaskarði í Borgarfirði 18. febr.
1890. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson
bóndi og hreppstjóri þar og seinast á
Rauðamel og Ragnheiður Þórðardóttir.
Fluttist með foreldrum sínum og syst-
kinum til Kanada 1901, og hafði lengst
af átt heima í Winnipeg.
Des. — John E. Melsted smiður, í
Chruchill, Man., 53 ára gamall. Átti
fyrrum heima að Árnes, Man., og í
Winnipeg, en síðustu sex árin í Churc-
hill.