Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Síða 136

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Síða 136
118 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Á árinu hefir forseti ritað margt um íslenzk efni í blöð og tímarit austan hafs og vestan, meðal annars yfirlits- greinar um íslenzkar bókmenntir fyrir tvö ný alfræðirit í Bandaríkjunum. Eins og framanskráð frásögn ber með sér, mun óhætt mega segja, að heimsókn- ir til deilda af hálfu stjórnarnefndar félagsins hafi verið með mesta móti á árinu, og er mér það óblandið fagnaðar- efni, því slíkar heimsóknir eru nauð- synlegar til eflingar starfsemi deild- anna, viðurkenning á grundvallandi starfi þeirra í félaginu og um leið hvatning til framhaldandi viðleitni af þeirra hálfu. Ber oss að hafa það hug- fast í _framtíðinni, og styðja deildirnar með ráðum og dáð. Vil ég svo í nafni félagsins þakka innilega þær ágætu viðtökur, sem við hjónin, og þeir, sem með okkur voru í heimsóknum til deild- anna, áttum alls staðar að fagna af hálfu deildafólks. Veit ég, að hinir aðrir úr stjórnarnefndinni, sem heimsóttu deild- ir vorar á árinu, hafa sömu sögu að segja hvað viðtökurnar snertir. Brú frændseminnar yfir hafið Margar stoðir hafa á liðnu ári runnið undir þá brú ætternis og erfða, sem tengir oss fslendinga yfir hið breiða haf. Gagnkvæmar heimsóknir voru óvenju- lega miklar á árinu. Meðal heimfarenda til ættjarðarstranda þykir mér ástæða til að nefna þá, er næst standa félagi voru, vegna starfsemi þeirra í þjóðrækn- ismálunum. Ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu, fyrrv. ritari Þjóræknisfélagsins og fyrrv. for- seti deildarinnar ,,Fróns“, frú Ingibjörg Jónsson, dvaldi á íslandi ágústmánuð, í boði Vestmannaeyinga; flutti hún ræðu á sögulegri þjóðhátíð þeirra í byrjim þess mánaðar, og ferðaðist síðan allvíða um landið. Óskum vér frú Ingibjörgu innilega til hamingju með þann verð- skuldaða heiður, sem henni var sýndur með þessu heimboði. Þær óskir taka einnig til Heimis Thor- grimsson, fyrrv. forseta deildarinnar „Fróns“, er dvaldi heima á ættjörðinni þriggja vikna tíma í júnímánuði í boði Þingeyingafélagsins í Reykjavík og annara sveitunga sinna í Þingeyjarsýslu. Skylt er að geta þess, að Þjóðrækn- isfélag íslendinga á íslandi átti frum- kvæðið að þessum heimboðum, en þar eru helztu framámenn þeir Sigurður Sigurgeirsson bankaritari, sem árum saman hefir verið formaður félagsins, og dr. Finnbogi Guðmundsson. Eigum vér þessu félagi langa og ágæta sam- vinnu að þakka og margvíslega vin- semd. Þá sótti fyrrverandi varaforseti Þjóð- ræknisfélagsins, dr. Tryggvi J. Oleson, ættjörðina heim í boði Háskóla íslands, þar sem hann flutti erindi. Annar ritstjóri Tímarits vors og heið- ursfélagi Þjóðræknisfélagsins, Gísli skáld Jónsson, dvaldi einnig sumarlangt heima á ættjörðinni, og bjó undir prent- un mikið safn ritgerða sinna, sem nú er nýlega komið út á vegum Árna Bjarnarsonar á Akureyri. Er þar um merkisrit _að ræða, sem vonandi kemur bráðlega á bókamarkaðinn hér vestra, svo að íslenzkum lesendum hér í landi verði greiðar um vik að eignast það. Sannleikurinn er sá, þótt aðeins ör- fárra hafi sérstaklega verið getið, að óhætt mun mega fullyrða, að aldrei hafi eins margir íslendingar vestan um haf vitjað ættjarðarstranda og á síðastliðnu sumri, síðan þeir fjölmenntu á Alþing- ishátíðina sögufrægu 1930, né heldur eins margir heiman um haf komið hing- að vestur. Hefi ég þá vitanlega um annað fram í huga hópferðina héðan til íslands í júní, og hópferðina frá íslandi hingað vestur síðar á sumrinu, en með henni var brotið blað í slíkum sam- skiptum vorum yfir hafið. Ekki þarf ég að fjölyrða um það, hve kærkomnir gestir þessir heimsækjendur voru báð- um aðilum. Vér íslendingar hérlendis fögnuðum sérstaklega komu hins stóra gestahóps frá íslandi, og eins og sjálf- sagt var, efndi Þjóðræknisfélagið til mannfagnaðar í heiðursskyni við þessa kærkomnu gesti, er var bæði vel sóttur, og þótti um allt hinn prýðilegasti. Harma ég það, að vegna fjarveru minnar gat ég eigi tekið þátt í þessu virðulega og skemmtilega hófi, en vil nú þakka samnefndarmönnum mínum í stjórnar- nefnd félagsins fyrir mikið og gott starf þeirra í sambandi við þetta vinsæla sam- komuhald. Hins vegar er það nokkur bót í máli, hvað mig snertir, að við hjónin áttum þess kost að vera viðstödd á mjög fjölmennri og framúrskarandi ánægjulegri samkomu, er sambands- félag vort í Seattle hélt til heiðurs gestunum frá íslandi, _og gafst mér þar tækifæri til þess að ávarpa gestina og félagsfólk vort vestur þar í nafni Þjóð- ræknisfélagsins. Um það, hve mikilvægar slíkar gagn- kvæmar heimsóknir eru fyrir fram- haldandi ættartengsl og menningarleg samskipti milli vor íslendinga beggja megin hafsins, er óþarft að fjölyrða, en að sama skapi ber að meta að verð- leikum allt það sem treystir bræðra- böndin og eykur góð kynni yfir hafið._ Með það í huga, söknum vér hér á þinginu í ár séra Hjalta Guðmundssonar og frúar hans, en hann skemmti oss oft ágætlega með söng sínum, og lagði með öðrum hætti sinn skerf til félagsmála
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.