Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Blaðsíða 138
120
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
halds útgáfu þessa gagnmerka rits, sem
bæði á sér mikið og varanlegt ætt-
fræðilegt og menningarsögulegt gildi,
og er um leið sterk stoð undir brú ætt-
ernis og erfða yfir hafið.
Gömlu máli ráðiS til lykia
Eins og mörgum af ykkur mun reka
minni til, samþykkti þjóðræknisþingið
1957 tillögu frá þáverandi stjórnarnefnd
félagsins þess efnis, að væntanlegri
stjórnarnefnd væri heimilað að afhenda
The Mariners’ Museum í Newport News,
Virginia, í Bandaríkjunum, Leifs Ei-
ríkssonar styttuna, sem nú hefir verið
geymd þar í meir en 20 ár. En stytta
þessi er eirsteypa af hinni miklu styttu
Leifs, sem Bandaríkin sæmdu fsland að
gjöf Alþingishátíðarárið 1930. Gekkst
Þjóðræknisfélagið á sínum tíma fyrir
því, að fjársöfnun fór fram meðal ís-
lendinga vestan hafs til þess að greiða
kostnaðinn við að láta gera umrædda
eirsteypu, og stóð hún upprunalega
fyrir framan skála íslands á Heims-
sýningunni í New York borg 1939.
Af ýmsum ástæðum hefir orðið drátt-
ur á því, að styttan væri afhent safn-
inu, en í sumar vakti forseti máls á því
á stjórnarnefndarfundi, að tími væri
kominn til þess að ráða þessu máli til
lykta í samræmi við fyrrgreinda sam-
þykkt þjóðræknisþings, en endurtekin
var á þinginu 1961. Fól stjórnin þeim
forseta og féhirði félagsins, Gretti L.
Johannson ræðismanni, að annast um
afgreiðslu málsins. Eftir að hafa ráð-
fært okkur við heiðursfélaga og velunn-
ara félags vors, Ambassador Thor Thors
í Washington, og notið góðra bendinga
hans, og einnig haft samband við annan
heiðursfélaga vorn og hollvin, Guðmund
Grímsson, fyrrum dómstjóra hæstarétt-
ar, í Bismarck, N.Dakota, sem frá byrj-
un hefir verið í nefnd þeirri, er fjallaði
um þetta mál, tilkynntum við, í umboði
stjórnarnefndar og nafni félagsins, með
bréfi til forstjóra The Mariners’ Museum,
Rear Admiral George J. Dufek, IJSN
(Ret.), dags. 28. janúar s.l., að Leifs-
styttan væri þar með formlega afhent
safninu til varðveizlu um óákveðinn
tíma. Var sending umrædds bréfs áður
samþykkt með einróma atkvæðum
stjórnarnefndarinnar. Teljum vér, að
málinu sé með þessari ráðstöfun far-
sællega til lykta ráðið, því að á þessu
mikla og fjölskrúðuga safni, sem helgað
er sæfarendum og sjóferðum að fornu
og nýju, á stytta Leifs Eiríkssonar á-
gætlega heima. Stendur hún á mjög
áberandi stað við safnið og þar skoða
hana tugþúsundir manna árlega. En á
málmskildi framan á styttunni er skýru
letri skráð, að hún sé af íslendingnum
Leifi Eiríkssyni, er fyrstur Norðurálfu-
manna steig á strönd Norður-Ameríku.
Er styttan því hin ágætasta lands- og
þjóðarkynning fyrir oss fslendinga.
úigáfumál
Tímarit félagsins kemur í ár, eins og
nokkur síðustu árin, út undir sameig-
legri ritstjórn þeirra Gísla skálds Jóns-
sonar og Haraldar prófessors Bessason-
ar. Þökkum vér þeim prýðilegt starf
þeirra. Vegna hækkandi prentunarkostn-
aðar, og af öðrum ástæðum, gerist út-
gáfa ritsins stöðugt meiri erfiðleikum
háð fjárhagslega. Hefir stjórnarnefndin
rætt það mál, og sérstök nefnd af henn-
ar hálfu, skipuð þeim Guðmanni Levy
fjármálaritara, Gretti L. Johannson fé-
hirði og Haraldi Bessasyni ritara félags-
ins, mun koma fram með tillögu um út-
gáfu ritsins. En margoft hefi ég og aðr-
ir lagt áherzlu á það, hve mikilvægur
þáttur og varanlegur útgáfa Tímariisins
er í starfsemi félagsins.
Eins og að undanförnu hefir Þjóð-
ræknisfélagið aftur á liðnu ári stutt
útgáfu hins íslenzka vikublaðs vors með
$500.00 fjárframlagi, og munu allir sam-
mála um, að það sé hin ágætasta þjóð-
rækni. Eins og þið vitið öll, átti Lög-
berg nýlega 75 ára afmæli. Vil ég nú úr
forsetastóli endurtaka þakkir þær og
kveðjur, sem ég af félags vors hálfu,
birti í afmælisblaðinu, sem út var gefið
af fyrrnefndu tilefni, en þær veit ég
bergmála hug þingheims og félagsfólks
vors.
Skýrslu embættismanna, nefnda
og deilda
Skýrslum féhirðis, fjármálaritara og
skjalavarðar verður venju samkvæmt
útbýtt á þinginu. Ennfremur verða
lagðar fram skýrslur milliþinganefnda í
skógræktar- og minjasöfnunarmálinu.
Nefndina í hinu fyrrnefnda máli skipa
frú Mrja Björnsson, Ólafur Hallson vara-
fjármálaritari og Jakob F. Kristjánsson
skjalavörður, en í hinni síðartöldu nefnd
eiga sæti Jakob Kristjánsson, frú Hólm-
fríður Danielson varaféhirðir, og frú
Kristín Johnson. Samkvæmt fyrirmæl-
um, síðasta þjóðræknisþings, tók stjóm-
arnefndin til ítarlegrar athugunar,
hvort unnt væri að láta gera og koma
fyrir í þinghúsi Manitobafylkis minnis-
merki um íslenzka landnámsmenn í
fylkinu og fyrsta leiðtoga þeirra Sig-
trygg Jónasson. Sérstök nefnd fjallaði
um þetta mál af hálfu stjórnarnefndar,
en í henni voru: Walter J. Lindal, Grett-
ir L. Johannson og frú Hólmfríður Dan-
ielson. Komst nefndin að þeirri niður-
stöðu, að heppilegast væri, undir nú-
verandi kringumstæðum, að fresta