Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Síða 140
122
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
mundi Guðmundssyni, Guðmnudi í.
Guðmundssyni utanríkisráðherra fs-
lands, Thor Thors ambassador, Ármanni
Snævarr háskólarektor, G u ð m u n d i
Grímssyni fyrrv. háyfirdómara, Valdi-
mar Björnson fjármálaháðherra Minne-
sota, Sigurði Þórðarsyni söngstjóra og
þeim Ásgrími M. Ásgrímssyni og Guð-
mundi Jónassyni, sem eru félagar í þjóð-
ræknisdeildinni að Mountain í N.Dak.
Mættur var á þingfundi sérstakur
gestur þjóðræknisþings, Sigurður Magn-
ússon fulltrúi Loftleiða á íslandi, ávarp-
aði hann þingheim og flutti kveðjur frá
forseta íslands, Ásgeiri Ásgeirssyni og
biskupi íslenzku þjóðkirkjunnar, dr.
Sigurbirni Einarssyni.
Fyrsta og annan dag fluttu fulltrúar
ársskýrslur allra deilda. Báru þær
skýrslur yfirleitt vott um blómlegt starf.
Annan dag þings skipaði forseti þing-
nefndir sem hér segir: Útbreiðslu- og
fræðslumálanefnd: Hólmfríður Daniel-
son, Sigurbjörg Stefánson, Hrund Skúla-
son, Guðrún Vigfússon og Gestur Páls-
son; Fjármálanefnd: Jakob Kristjáns-
son, John B. Johnson (Gimli) og Gísli
S. Gíslason: Allsherjarnefnd: Philip M.
Pétursson, W. J. Lindal, J. B. Johnson
(Morden); Samvinnumálanefnd: Grettir
L. Johannson, Maria Björnson, Herdís
Eiríksson, Jónas Jónsson og Sigrún
Nordal; Útgáfumálanefnd: Guðmann
Levy, Björgvin Hólm, Gunnar Baldwin-
son.
Álit ofangreindra nefnda voru flutt
á þriðja degi þings og öll samþykkt.
Skýrsla féhirðis, Grettis L. Johannson,
sýndi að inneign Þjóðræknisfélagsins
er $6.065.54, en í fyrningarsjóði er
$3,254.36.
Frú Ingibjörg Jónsson talaði á þing-
inu um tillögu Jónasar Jónssonar frá
Hriflu um útgáfu á greinum varðandi
Vestur-fslendinga og hækkun á náms-
styrkjum Kanadastjómar til íslands.
f upphafi þings lýsti forseti Þjóðrækn-
isfélagsins, dr. Richard Beck, því yfir
að hann sæi sér ekki fært að taka end-
urkjöri. Þingheimur varð við óskum
forseta og var honum þakkað frábært
starf í þágu Þjóðrækisfélagsins, áttu þær
þakkir ekki einungis við sjö undan-
farandi ár í forsetaembætti, heldur hafði
þingheimur í huga störf dr. Beck, sem
hann hefir unnið hér vestra síðan hann
fyrst steig hér fæti á land.
Á síðasta þingdegi fór fram stjórnar-
kjör, og voru úrslit sem hér segir: For-
seti, Philip M. Pétursson; Varaforseti,
Haraldur Bessason; Ritari, Hólmfríður
Danielson; Vararitari Walter J. Lindal;
Féhirðir, Grettir L. Johannson; Vara-
féhirðir, Jóhann Beck; Fjármálaritari,
Guðmann Levy; Varafjármálaritari,
Ólafur Hallson. Skjalavörður, Jakob F.
Kristjánsson. Endurskoðendur voru
kjörnir þeir Davíð Björnson og Gunnar
Baldwinson.
Heiðursfélagar Þjóðræknisfélagsins
voru kjörnir þeir dr. H. H. Saunderson
forseti Manitobaháskóla, Sigurður Sig;
urgeirsson forseti Þjóðræknisfélagsins á
fslandi og Ólafur Hallson. Sérstakt
heiðurskjal til Loftleiða var og afhent
Sigurði Magnússyni, áður en hann flutti
aðalræðu sína á lokasamkomu þingsins
miðvikudagskvöldið þann 20. febr. 1963.
Richard Beck
forseti
Haraldur Bessason
ritari