Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Page 24
6
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
eðli hans og lífshorfi, og finna sér
víða á eftirminnanlegan hátt fram-
rás í kvæðum hans, ágætlega í hinu
snjalla kvæði hans „Heillaósk til
Eimskipafélags íslands", ort í tilefni
af stofnun félagsins (Eimskipafélag
íslands 25 ára# 1939, og Ljóðasafn,
II). Er það kvæði ort í miklum hrifn-
ingaranda og hjartaheit hvöt til
framsóknar í þessu og öðrum þjóð-
þriíamálum heimaþjóðarinnar. Slær
Þorsteinn hér því öfluglega á sama
streng og Stephan G. Stephansson
gerði í stórbrotnu kvæði sínu af
sama tilefni, „Skipaminni". (Smbr.
fyrrnefnda grein mína um sævar-
ljóð hans).
Kjarnort og hreimmikið er kvæði
Kristins Stefánssonar „Á siglingu“
(Út um vötn og velli), og glöggum
dráttum dregin sú mynd, sem þar er
brugðið upp:
Kvöldar um haf og heldur
hrönnin knerri í önnum.
Fjöll eru að rísa’ og falla,
fleyið veltur á legi.
Glettingar-bára grettist,
gneyp yfir þiljur steypist,
gnýþung á stokkum gnestur,
gnollra seglin af hrolli.
Eimvélin dæsir, ymur
úfinn boðinn og skrúfan.
Viltur er söngur seltu:
sæhljóð í öllum ljóðum
vinda og langt til landsins,
langar mig komast þangað.
Unn, þó að kyssa kunni,
kaldrifjuð breytist aldrei.
Kvæði Kristins „í beitivindi“ (Út
um vötn og velli) er mjög af svipuð-
um toga spunnið, en er, eins og það
ber með sér, ort um siglingu á
Winnipegvatni, en ríkt er þó skáld-
inu hafið í huga, eins og sjá má af
upphafserindinu:
Nú skal ýta út á djúp,
— undir þýtur strengur —
stafns með rýting Ránar hjúp
rista’ í hvítar lengjur.
Kvæðið, sem er níu erindi, er allt
í hringhendum, og ber því ágætt
vitni bragfimi Kristins, og mynd-
auðugt er það að sama skapi. Ást
hans og aðdáun á hafinu er einnig
ljósu letri skráð í prýðisvel ortu
kvæði hans „Sjódropi“ (Út um vötn
og velli), sem kveðið var þegar hon-
um var fært glas fullt af sjó.
Lítið gætir sævarins í ljóðum
Magnúsar Markússonar, en fallegri
mynd bregður hann upp af hafinu
og annarri náttúrudýrð Vestur-
strandarinnar í þessu erindi úr
kvæðinu „Á leið vestur yfir Kletta-
fjöll „(Hljómbroi):
Fránhýri ægir með fallþunga klið-
inn
frelsið og hreystina, töfrandi nið-
inn;
firðir og vogar með vinblíða
hljóma,
vaggandi gnoðum í árdegis ljóma;
drangar og tangar og tindarnir
háu,
titrandi, glitrandi straumarnir
bláu,
gullroðinn skógur og grundirnar
fríðar,
gróandi akrar, og dalir og hlíðar.
Hafið hefir einnig verið ofarlega
í huga Magnúsar, er hann orti kvæði
sitt „Við Winnipegvatn“ (Hljóm-
brot), en það hefst í ljóðlínunum „í