Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Qupperneq 29
hafið í ljóðum vestur-íslenzkra skálda
11
Árgeislar röðuls rakna þar og
brotna,
regnbogi smár í drafnarfaldi
glitrar.
En eins og næsta erindi kvæðisins
ber glöggt vitni, gefur skáldkonunni
sýn; samtíðin hverfur henni og forn-
oldin rís úr sævi:
Færeyjar heilsa, — hugarsjón mín
skýrist.
Hér sigldu langskip fyrir þúsund
árum.
Áræði farmanns finn ég anda’
í blænum,
forfeður mínir leita nýrra stranda.
í seinni hluta kvæðisins spinnur
skáldkonan þræði þeirrar hugar-
sjónar í framhaldandi og hugþekka
^oynd, og kemur þar ljóslega fram
rótgróin ást hennar á fornum
^enningararfi vorum.
Kvæði Kristjáns S. Pálssonar
’^PPgjafa formaðurinn“ (Kvæða-
bók) er raunsönn og skilningsrík
^ýsing á gömlum formanni, sem enn
sa^kir sjóinn á forn og kunn mið
°g fengsæl, og lætur sér það vel
tynda, að yngri mennirnir leiti á
^júpmiðin. Þetta er mjög vel ort
kvæði, og ljóðformið fellur ágæt-
^ega að efninu, eins og sjá má af
eftirfarandi erindum:
Mig kallar æ hin kalda dröfn
°g kviki sær,
°g ekki má ég una í höfn,
ef annar rær.
Hú gárar ellin grön og kinn
°g gránar skör.
Á morgun kannske í síðasta sinn
e§ sigli úr vör.
Nú harma’ ég sízt þó hefjist dröfn
og hnekki för,
ef aðrir komast heim í höfn
með heilan knör.
í fyrrnefndri ritgerð minni um
„Sævarljóð Stephans G. Stephans-
sonar“ dró ég athygli að því, hve
honum, þeim mikla mannvini, rann
til rifja manntap íslenzku þjóðar-
innar í sjóinn, og kemur það hvergi
eftirminnilegar í ljós en í kvæði
hans „Sjómannaslagur“. Eins og
vænta má, hafa ýmis önnur vestur-
íslenzk skáld slegið á þann saknað-
ar- og samúðarstreng í kvæðum
sínum.
Hjartnæmt og fagurt er kvæði
Jóns Runólfssonar „Móðirin út með
sjónum“ (Þögul leifiur), og lýsir vel,
hvernig henni, sem á eiginmann
sinn úti á stormæstum sænum, er
innan brjósts, en ótti hennar snýst
í fögnuð, þegar bæn hennar er
heyrð, og maður hennar er kominn
heill af hafi.
í Ljóðmælum Þorskabíts er langt
kvæði „Bátstapinn“, er segir frá
drukknun fátæks bónda og háseta
hans í fiskiróðri, er að vísu komust
á kjöl eftir að bát þeirra hvolfdi í
ofviðri, en ríkur nágranni þeirra, er
á heimleið kom siglandi að þeim
á kjölnum, telur sér eigi fært að
reyna til að bjarga þeim vegna of-
hleðslu báts síns. Til þess að friða
samvizku sína sendir hann matar-
lausri ekkjunni nokkra fiska. Og
þegar sjóvelkt lík manns hennar
rekur á fjöru á landareign ríka
bóndans, lætur hann flytja það heim
til sín og sér um útförina. Hlýtur
hann fyrir það mikið lof í útfarar-
ræðu prestsins yfir hinum látna.
Kvæði þetta er lipurlega ort, og