Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Qupperneq 29

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Qupperneq 29
hafið í ljóðum vestur-íslenzkra skálda 11 Árgeislar röðuls rakna þar og brotna, regnbogi smár í drafnarfaldi glitrar. En eins og næsta erindi kvæðisins ber glöggt vitni, gefur skáldkonunni sýn; samtíðin hverfur henni og forn- oldin rís úr sævi: Færeyjar heilsa, — hugarsjón mín skýrist. Hér sigldu langskip fyrir þúsund árum. Áræði farmanns finn ég anda’ í blænum, forfeður mínir leita nýrra stranda. í seinni hluta kvæðisins spinnur skáldkonan þræði þeirrar hugar- sjónar í framhaldandi og hugþekka ^oynd, og kemur þar ljóslega fram rótgróin ást hennar á fornum ^enningararfi vorum. Kvæði Kristjáns S. Pálssonar ’^PPgjafa formaðurinn“ (Kvæða- bók) er raunsönn og skilningsrík ^ýsing á gömlum formanni, sem enn sa^kir sjóinn á forn og kunn mið °g fengsæl, og lætur sér það vel tynda, að yngri mennirnir leiti á ^júpmiðin. Þetta er mjög vel ort kvæði, og ljóðformið fellur ágæt- ^ega að efninu, eins og sjá má af eftirfarandi erindum: Mig kallar æ hin kalda dröfn °g kviki sær, °g ekki má ég una í höfn, ef annar rær. Hú gárar ellin grön og kinn °g gránar skör. Á morgun kannske í síðasta sinn e§ sigli úr vör. Nú harma’ ég sízt þó hefjist dröfn og hnekki för, ef aðrir komast heim í höfn með heilan knör. í fyrrnefndri ritgerð minni um „Sævarljóð Stephans G. Stephans- sonar“ dró ég athygli að því, hve honum, þeim mikla mannvini, rann til rifja manntap íslenzku þjóðar- innar í sjóinn, og kemur það hvergi eftirminnilegar í ljós en í kvæði hans „Sjómannaslagur“. Eins og vænta má, hafa ýmis önnur vestur- íslenzk skáld slegið á þann saknað- ar- og samúðarstreng í kvæðum sínum. Hjartnæmt og fagurt er kvæði Jóns Runólfssonar „Móðirin út með sjónum“ (Þögul leifiur), og lýsir vel, hvernig henni, sem á eiginmann sinn úti á stormæstum sænum, er innan brjósts, en ótti hennar snýst í fögnuð, þegar bæn hennar er heyrð, og maður hennar er kominn heill af hafi. í Ljóðmælum Þorskabíts er langt kvæði „Bátstapinn“, er segir frá drukknun fátæks bónda og háseta hans í fiskiróðri, er að vísu komust á kjöl eftir að bát þeirra hvolfdi í ofviðri, en ríkur nágranni þeirra, er á heimleið kom siglandi að þeim á kjölnum, telur sér eigi fært að reyna til að bjarga þeim vegna of- hleðslu báts síns. Til þess að friða samvizku sína sendir hann matar- lausri ekkjunni nokkra fiska. Og þegar sjóvelkt lík manns hennar rekur á fjöru á landareign ríka bóndans, lætur hann flytja það heim til sín og sér um útförina. Hlýtur hann fyrir það mikið lof í útfarar- ræðu prestsins yfir hinum látna. Kvæði þetta er lipurlega ort, og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.