Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Side 36

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Side 36
18 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA þökin, sem verið höfðu á húsum, hurfu snemma úr sögunni. Sunnybrook byggðin átti sitt blómaskeið fyrsta áratuginn eftir að hún var stofnuð eða þangað til heimstyrjöldin síðari skall á árið 1939. Þó átti fólkið þar oft erfitt á kreppuárunum, og voru sumir byggðarbúa, einkum þeir sem ein- hleypir voru, farnir að tínast burtu síðustu árin fyrir styrjöldina. Þegar styrjöldin brauzt út, og nýir at- vinnuvegir með nýjum tækifærum sköpuðust, fór fólki óðum að fækka í Sunnybrook, og þegar tekið var að byggja bílveginn til Alaska, flutt- ust flestir Islendinganna burt af þessum slóðum, því mikil ekla var á verkamönnum, og atvinnumögu- leikar mjög góðir. Lagðist því byggðin mikið til í eyði, því að Is- lendingamir komu ekki til baka, þegar styrjöldinni lauk og atvinnu- hrotan, sem hafði hrifið þá að heim- an, var á enda. íslendingar tóku drjúgan þátt í málum byggðar sinnar og öðrum þeim málum, sem vörðuðu stærri landshluta. Þeir störfuðu að skóla- málum. Innan bændasamtakanna í British Columbia (British Columbia Farmers Institute) létu þeir til sín taka, og störfuðu einnig að kynbót- um nautgripa í byggð sinni. í stjórn- málunum létu þeir og töluvert til sín heyra. Einn íslendinganna frá Sunnybrook talaði á pólitískum fundum víðsvegar, þegar ’Peace River’ héraðið varð nýtt kjördæmi í British Columbia. Er sagt, að hann hafi orðið fyrstur manna til að flytja pólitískar ræður á sumum stöðum þar í kjördæminu. Fór hann oft byggða á milli fótgangandi eða á hestbaki. Eins og nú er komið, munu einu íslendingarnir, sem enn eiga bú- jarðir í Sunnybrook byggðinni vera þeir Franklín Pálsson og Magnús Elíasson, þó að ekki búi þeir á þeim jörðum. Margt fleira mætti skrifa um landnámið í Sunnybrook. Marga svaðilförina fóru íslendingar þar vestra, og bar þá stundum við, að frostið færi niður í 60 gráður fyrir neðan núll á Farenheit. Margt var og til fróðleiks og skemmtunar á mannfundum, og þær voru ófáar tækifærisvísurnar, sem til urðu í Sunnybrook. Sérstakir íslendinga- dagar voru hátíðlegir haldnir fyrstu tvö árin eftir að byggðin var stofn- uð. Einn landinn frá Sunnybrook lenti einu sinni í kappræðu við hina víðþekktu blaðakonu norðvestur- landsins, “Ma Murray”, og var víst gaman að hlusta á. íslendingar tóku og talsverðan þátt í byggingu Al- aska bílvegarins, og þótt fáir landar séu eftir þarna norðvesturfrá, er fjarri því, að nöfn þeirra séu í glevmsku fallin. Eflirmáli rilsijóra. Það er ekki langt síðan Magnús Elías- son fyrrum bónda í Sunnybrook rak upp á mínar fjörur. Það heyrði ég fyrst á Magnúsi, að ekki hefir íslenzkunni hrakað hér í Vesturheimi við tilkomu Sunnybrook byggðarinnar. Magnús Elíasson er ekki gamall mað- ur. í rauninni er hann fulltrúi hinna yngri Vestur-íslendinga, og þó kann hann Númarímur og ógrynnin öll af öðrum kveðskap utanbókar. Það mun hafa verið Magnús sjálfur, sem lenti i kappræðum þeim, sem getið er í lok greinar hans. Hann hefir um langt skeið tekið mjög virkan þátt í stjómmálum, og er þaulreyndur á ræðupalli. Á þeim vettvangi hefir hann vitaskuld notað enskuna. Hann er þó síður en svo ein- skorðaður við þá tungu, eins og grein hans hér að framan sýnir gleggst. H. B.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.