Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Side 36
18
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þökin, sem verið höfðu á húsum,
hurfu snemma úr sögunni.
Sunnybrook byggðin átti sitt
blómaskeið fyrsta áratuginn eftir að
hún var stofnuð eða þangað til
heimstyrjöldin síðari skall á árið
1939. Þó átti fólkið þar oft erfitt á
kreppuárunum, og voru sumir
byggðarbúa, einkum þeir sem ein-
hleypir voru, farnir að tínast burtu
síðustu árin fyrir styrjöldina. Þegar
styrjöldin brauzt út, og nýir at-
vinnuvegir með nýjum tækifærum
sköpuðust, fór fólki óðum að fækka
í Sunnybrook, og þegar tekið var að
byggja bílveginn til Alaska, flutt-
ust flestir Islendinganna burt af
þessum slóðum, því mikil ekla var
á verkamönnum, og atvinnumögu-
leikar mjög góðir. Lagðist því
byggðin mikið til í eyði, því að Is-
lendingamir komu ekki til baka,
þegar styrjöldinni lauk og atvinnu-
hrotan, sem hafði hrifið þá að heim-
an, var á enda.
íslendingar tóku drjúgan þátt í
málum byggðar sinnar og öðrum
þeim málum, sem vörðuðu stærri
landshluta. Þeir störfuðu að skóla-
málum. Innan bændasamtakanna í
British Columbia (British Columbia
Farmers Institute) létu þeir til sín
taka, og störfuðu einnig að kynbót-
um nautgripa í byggð sinni. í stjórn-
málunum létu þeir og töluvert til
sín heyra. Einn íslendinganna frá
Sunnybrook talaði á pólitískum
fundum víðsvegar, þegar ’Peace
River’ héraðið varð nýtt kjördæmi
í British Columbia. Er sagt, að hann
hafi orðið fyrstur manna til að
flytja pólitískar ræður á sumum
stöðum þar í kjördæminu. Fór hann
oft byggða á milli fótgangandi eða
á hestbaki.
Eins og nú er komið, munu einu
íslendingarnir, sem enn eiga bú-
jarðir í Sunnybrook byggðinni vera
þeir Franklín Pálsson og Magnús
Elíasson, þó að ekki búi þeir á þeim
jörðum.
Margt fleira mætti skrifa um
landnámið í Sunnybrook. Marga
svaðilförina fóru íslendingar þar
vestra, og bar þá stundum við, að
frostið færi niður í 60 gráður fyrir
neðan núll á Farenheit. Margt var
og til fróðleiks og skemmtunar á
mannfundum, og þær voru ófáar
tækifærisvísurnar, sem til urðu í
Sunnybrook. Sérstakir íslendinga-
dagar voru hátíðlegir haldnir fyrstu
tvö árin eftir að byggðin var stofn-
uð. Einn landinn frá Sunnybrook
lenti einu sinni í kappræðu við hina
víðþekktu blaðakonu norðvestur-
landsins, “Ma Murray”, og var víst
gaman að hlusta á. íslendingar tóku
og talsverðan þátt í byggingu Al-
aska bílvegarins, og þótt fáir landar
séu eftir þarna norðvesturfrá, er
fjarri því, að nöfn þeirra séu í
glevmsku fallin.
Eflirmáli rilsijóra.
Það er ekki langt síðan Magnús Elías-
son fyrrum bónda í Sunnybrook rak
upp á mínar fjörur. Það heyrði ég fyrst
á Magnúsi, að ekki hefir íslenzkunni
hrakað hér í Vesturheimi við tilkomu
Sunnybrook byggðarinnar.
Magnús Elíasson er ekki gamall mað-
ur. í rauninni er hann fulltrúi hinna
yngri Vestur-íslendinga, og þó kann
hann Númarímur og ógrynnin öll af
öðrum kveðskap utanbókar. Það mun
hafa verið Magnús sjálfur, sem lenti i
kappræðum þeim, sem getið er í lok
greinar hans. Hann hefir um langt skeið
tekið mjög virkan þátt í stjómmálum,
og er þaulreyndur á ræðupalli. Á þeim
vettvangi hefir hann vitaskuld notað
enskuna. Hann er þó síður en svo ein-
skorðaður við þá tungu, eins og grein
hans hér að framan sýnir gleggst. H. B.