Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Qupperneq 42

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Qupperneq 42
HRUND SKÚLASON: Dagbókarbrot Eítir Pál Sigurgeirsson Bárdal Á hundrað ára afmæli Kanada sem nýlega er um garð gengið, hafa allir lagt alúð við gamla tímann og rifjað upp margt frá fyrstu árum hér í Vesturlandinu. Um daginn heimsótti ég vinkonu mína frú Ólafíu Finnbogason. Talið snerist að liðinni tíð, og kom þá í ljós. að frú Ólafía hafði dagbók föður síns, Páls Sigurgeirssonar Bárdals, en sú bók var skráð á ár- unum 1879-1882. Ólafía varð góðfús- lega við þeim tilmælum að ljá mér bókina, en lét þess þó getið, að lítið marlcvert mundi vera þar í, því að meiri hluti bókar sýndist vera um veðrið. Satt er það, að á degi hverjum minnist höfundur á veðrið, en lífið á árum þeim, sem ofangreind dag- bók lýsir var tilbreytingarlítið og veðrið réði miklu um líðan og at- hafnir einstaklingsins. Páll S. Bárdal var fæddur að Grímsstöðum við Mývatn, 10. sept- ember 1853, sonur Sigurgeirs Páls- sonar og Vigdísar Halldórsdóttur. Hann fluttist til Ameríku árið 1879 og settist að í Minneota héraðinu í Minnesota, en flutti síðan til Winnipeg og bjó þar til æviloka. Þann 14. nóv. 1885 kvæntist Páll Halldóru dóttur Björns Pétursson- ar og Ólafíu ólafsdóttur. Hún flutt- ist með foreldrum sínum frá íslandi til Sandy Bar í Nýja íslandi árið 1876, og síðar til Dakóta og Winni- peg. Heimili Páls og Halldóru var ann- álað fyrir gestrisni og hjálpsemi, sérstaklega í garð þeirra, er ný- komnir voru að heiman. Dagbók Páls lætur lítið yfir sér; hún er ekki skrá um afreksverk ritarans, en hún sýnir manninn, sem mótaðist í skóla lífsins, og þroskað- ist við reynsluna og varð, þegar fram liðu stundir, athafna- og at- orkumaður meðal íslendinga í Winnipeg. Dagbók Páls Sigurgeirssonar frá Víðidalstungu, byrjar 14. ágúst 1879, er hann fer frá íslandi. Ekki minnist hann neitt á ástæður fyrir brottför- inni eða framtíðarmarkmið, en hon- um farast svo orð: „Kl. 7 um kvöldið gekk ég um borð á hestaskipið „Camoens“, þá var þykkt loft og hægur austan vind- ur. Þetta kveld var ég heldur í þungu skapi. 15. ág. kl. 7 um morguninn var skipið komið austur fyrir Langanes. Bjart veður og sá til sólar fyrripart dags, en þoka seinni partinn. Suð- austan kuldastormur og sjógangur töluverður. Ég með sjósótt. Á þess- um degi sá ég seinast hina hátign- arlegu og mér kæru íslands jökla. 16. ág. Suðaustan stormur, kuldi, þoka, sá aldrei sól. Ég með sjósótt, byrjaði bréf til pabba. 17. ág. Sólskin og blíðviðri. Sigld" um suður með Skotlandi að austan verðu allan daginn. Skipið tók tvisvar niður kl. 6 f. h. og lá við að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.