Vikan


Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 38

Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 38
FLATKÖKUR 2 kg hveiti (og um 200 g til við- bótar til að fletja út á) 1,2-1,51 soðið vatn 4 tsk salt 2 tsk matarsódi Vatniö er soðið og látið síðan kólna lltið eitt. Næstum allt hveitið er sett ( skál (hrærivél ef hún er notuð), aðeins skilið eftir af því til að hnoða upp í. Saltið er því næst sett saman við. Þrem fjórðu hlutum vatns- ins bætt út í og hrært vel með sleif eða hnoðaranum á hræri- vélinni. Matarsódinn er leystur upp í dálitlu vatni og síðan hellt saman við deigið. Vatni er bætt í ef þarf en deigið á að vera þétt - og það er nokkuð þétt í fyrstu. Deigið er sett á borð og hnoðað aðeins betur. Það er síðan flatt út og sett vel af hveiti með. Kökurnar eru stungnar út undan diski og bakaðar á vel heitri plötu stutta stund báðum megin. Gott er að nota diskaþurrku til að halda við kökurnar og borðhníf til að taka þær upp með. Flat- kökur má frysta en gæta verð- ur þess að setja bréf eða ál- pappír á milli þeirra.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.