Vikan


Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 25

Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 25
STÖKK SÚKKULAÐIKAKA 50 g jurtasmjörllki 125 g flórsykur 1 egg 2 msk. kakó 1 tsk. vanillusykur 75 g hveiti 1/2 tsk. hjartarsalt Fylling: 7 1/2dlrjómi Skraut: hjúpsúkkulaði Smjör og sykur hrært vel saman, egginu bætt við og hrært þar til deigið er létt. Kakói og vanillusykri blandað saman við. Hjartarsaltið er sett saman við hveitið og hrært saman við deigið. Deiginu er skipt í fjóra hluta. Bökunarpappír er settur á plötu og hverjum deighluta smurt þar á í hring sem er 20 sm að þvermáli. Bakað í miðj- um ofni við 160 gráður í 4 min- útur. Látið síðan kólna á ofngrind. Skömmu áður en kakan er borin fram eru botnarnir lagðir saman með þeyttum rjóma. Bræðið súkkulaðið og skreytið kökuna með því.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.