Vikan


Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 10

Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 10
SMÁKÖKUR MEÐ KÓKOS 160g sykur 200 g smjör 300 g hveiti 2egg 2 tsk lyftiduft 1/4 tsk hjartarsalt vanilludropar kókosmjöl Hrærið saman sykur, smjör og eitt egg. Bætið þurrefnum saman við. Rúlliö í lengju og skerið í kökusneiðar. Hrærið síðara eggið og dýfið efra borði sneiðanna í það og síð- an kókosmjöliö. Bakiö á plötu við 190 gráður í 8-10 mínútur. 40 stk. SÚKKULAÐISMÁKÖKUR 125 g sykur 200 g smjör 1 egg 3 tsk kakó 1/4 tsk hjartarsalt 100 g kókosmjöl 200 g hveiti vanilludropar Hnoðið deigið og rúllið í lengju sem er sneidd niður. Bakið við 190-200 gráður í 8-10 mínút- ur. 35 stk. FLÓRINTUR 400 g smjör 500 g hveiti 150 g flórsykur 1 bolli saxað súkkuladi Hveiti og flórsykri blandað saman á borði. Smjöri og súkkulaði hnoðað saman við. Deiginu skipt í þrennt, búnartil rúllaðar lengjur. Kælt vel og síðan sneitt niður. Bakað við 190-200 gráður í 8-10 mínút- ur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.