Vikan


Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 8

Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 8
I KANILSTANGIR 200 g smjör (eða smjörlíki) 100 g strásykur 1 eggjarauða 300 g hveiti kanill og sykur til að velta kökunum upp úr Hrærið smjör og sykur Ijóst og létt. Bætið rauöunni út í, svo og hveitinu. Rúllið deiginu i fingurþykkar lengjur, skerið þær niður og veltið þeim síðan upp úr kanil- og sykurblöndu. Bakið við 175-200 gráður í 8- 10 mfnútur. 60 stk. SPESÍUR (með kattartungu, kökuskrauti eða hnetum) 250g sykur 250 g smjörlíki 325 g hveiti 1 egg Hrærið saman sykur og smjör- líki. Bætið eggi og hveiti út í. Hnoðið deigið hæfilega og kælið það síðan. Deiginu er rúllað í lengjur, skorið í kökur, sem settar eru á plötuna. Að því búnu er skrautið sett á, - kattartungur, kökuskraut eða muldar hnetur. Einnig má fara laust með gaffli yfir til skrauts. Bakist við 200 gráður í 10-12 mínútur. 100 stk. ¦ SÚKKULAÐITÍGLAR 200 smjör (eða smjörlíki) 3/4 dl strásykur 1 msk vanillusykur 3 msk kakó 1 egg 4 dl hveiti þeytt egg til að pensla með og perlusykur (eða mulinn mola- sykur) til skreytingar Hrærið saman smjör og sykur. Hrærið vanillusykur, egg, hveiti og kakó saman við. Lát- ið deigið bíða á köldum stað í að minnsta kosti klukkustund. Fletjið þá deigið fremur þunnt út og skerið það í tígla. Raðið tíglunum á smurða plötu, penslið þá með þeyttu eggi og stráið perlusykri yfir. Bakið við 175-200 gráður í u.þ.b. 7 mín- útur. 60 stk. SÚKKULAÐIKULUR 3 dl hveiti 1 dl sykur 1 tsk lyftiduft 2 msk kakó 100 g smjörlíki 2 tsk vanilludropar Hnoðið deigið, rúllið upp í lengjur. Skerið þær niður og mótið kúlur sem þrýst er á plötuna með skeið. Bakist við 200 gráðu hita í 12-15 mínút- ur. 60 stk. VANILLUHRINGIR 300 g smjör 200gsykur 1 egg 350 g hveiti vanilludropar Hrærið smjör, sykur og egg saman og bætið síðan hveiti saman við. Sprautið deiginu í gegnum rjómasprautu á böku- narplötu. Bakið við 190-200 gráðu hita í 8-10 mínútur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.