Vikan


Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 27

Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 27
VANILLUKRANSARNIR HENNAR ÖMMU 200 g smjör eða smjörlíki 250 g hveiti 1 þeytt egg 150g sykur 50 g afhýddar, hakkaðar möndlur kjarnar úr vanillustöng Myljið smjörið saman við hveitið. Bætið öðrum efnum út í og hnoðið saman. Saxið deigið í hakkavél í gegnum stjörnu eða annað mynstur. Setjið það á plötu og bakið við 180-200 gráður í um það bil 6 mínútur. HIMNESK ÁVAXTAKAKA 2 glös af kokkteilberjum (113ghvort) 1 1/2 dl döðlur eða sveskjur 1 dl rúsínur 2 1/2 dl viskí eða ávaxtasafi 175 g smjör eða smjörlíki 3 dl sykur 1 dl púðursykur 3egg 200 g hnetukjarnar eða móndlur 6 dl hveiti 1 tsk lyftiduft múskat á hnífsoddi Skerið kokkteilberin og sveskj- ur/döðlur í tvennt. Leggið í bleyti í vískíið yfir nótt. Hrærið smjör og sykur saman þar til það er Ijóst og létt. Bætið þá við eggjarauðum og púður- sykri. Skerið hnetukjarnana í tvennt og bætið þeim í deigið ásamt kokkteilberjunum. Blandið því næst saman hveiti, lyftidufti og múskati og setjið saman við deigið. Hrær- ið loks stífþeyttum eggjahvít- unum saman við. Setjið deigið í eitt tveggja lítra form eða tvö minni. Bakið við 150 gráður í um það bil tvær klukkustundir. Bakið kökurnar vel fyrir jól, búið vel um þær og látið þær taka sig áður en þær eru born- ar á borð. Þessar kökur geym- ast mjög vel.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.