Vikan


Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 35

Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 35
SACHERTERTA Tertubotn 150 g ósalt smjör 150 g sykur 5 eggjarauöur 150 g suðusúkkulaði 5 eggjahvítur 150 g hveiti 2 teskeiðar lyftiduft í fyllinguna 250 g smjör 1 eggjarauða 125 g sykur 100 g suðusúkkulaði 3 dl apríkósusulta L Kremið 100 g suðusúkkulaði 60 g sykur 3/4 dl vatn 1 teskeið smjör Hrærið smjörið og sykurinn létt. Bætið út í einni eggja- rauðu i einu og haldið áfram að hræra. Bræðið suðusúkku- laðið yfir vatni og hrærið það út í. Þeytið hvíturnar. Hrærið hveiti og lyftiduft út í og bætið svo eggjahvítunum varlega saman við. Hellið deiginu í vel smurt mót. Bakið kökuna í 200 stiga heitum ofni í um það bil 35 mínútur. Látið kökuna kólna dálítið áður en þið takið hana úr mótinu. Skerið hana í þrjá botna. Setjið apríkósu- sultuna á botnana. Fylling: Hrærið smjörið, setjið eggja- rauðu, sykur og bráðið súkku- laði út í. Setjið nú tertuna sam- an með þessari fyllingu milli botnanna. Krem: Bræðið súkkulaðiö. Sjóðið vatn og sykur þar til sykurinn myndar þræði ef hann er tek- inn upp með skeið. Blandið súkkulaði og smjöri út í. Smyrjið kreminu yfir tertuna. Berið hana fram með þeyttum rjóma.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.