Vikan


Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 32

Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 32
GRUNNDEIG f GERBAKSTUR 50 g ger 150 g smjör (eða smjörlíki) 5 dl mjólk 1/2 tsk salt 1 1/2 dl strásykur 1 tsk kardemommur 1 1/21 hveiti Myljið gerið saman við ögn af kaldri mjólkinni og hrærið vel. Bræðið smjörið og hellið sam- an við afganginn af mjólkinni. Hellið volgum vökvanum yfir gerblönduna og hrærið vel saman. Blandið salti, sykri, kardemommum og mestum hluta hveitisins saman við og hnoðið deigið kröftuglega. Hnoðið afganginum af hveitinu smátt og smátt saman við. Leggið rakan klút yfir deigið og látið það lyfta sér. Hnoðið deigið varlega, skiptið því í tvo hluta og látið það bíða um stund, áður en frekar er unnið með það. MÖMMUSNÚÐAR 1 skammtur af grunndeigi. Fylling: 50 g mjúkt smjör 1/2 dl strásykur 2-3 tsk kanill eða kardemmommur þeytt egg til penslunar, perlusykur og saxaðar möndlur til skrauts. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið báða deighlutana út í af- langar kökur. Smyrjið smjörinu jafnt yfir kökurnar. Blandið saman sykri og kanil og stráið yfir smjörið. Brjótið kökuna saman prefalt, skerið í strimla, vindið strimlana upp í snúða. Einnig má rúlla deiginu í þétta lengju, skera síðan lengjuna í um 2 sm þykka bita og ýta ofan á miðju þeirra með hnífs- skafti. Látið lyfta sér um helm- ing undir rökum klút, en það tekur um 30 mínútur. Penslið með þeyttu eggi og stráið perlusykri yfir og söxuðum möndlum. Bakið í miðjum ofni við 250 gráður í 5 mínútur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.