Vikan


Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 16

Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 16
TÍVOLÍKÖKUR 200 g smjör eða smjörlíki 200 g hveiti 100 g sykur 75 g kókosmjöl 75 g suöusúkkulaði Hveitið og smjörið er mulið saman, sykri, kókosmjöli og söxuðu súkkulaði blandað saman við og deigið hnoðað. Veriö handfljót og gætið þess að ekki sé of heitt í eldhúsinu. Búið til litlar kúlur og bakið við góðan hita (um 200 gráður) í 10-12 mínútur. GYÐINGAKÖKUR 325 g hveiti 200 g smjör eða smjörlíki 1 tsk hjartarsalt 1 egg Þurrefnin eru sett í haug og smjörið mulið saman við. Egg- ið er því næst þeytt sundur og blandað saman við. Skiptið deiginu í þrjá hluta og geymið á köldum stað í nokkra tíma. Fletjið deigið út og mótið kringlóttar kökur. Þeytið sund- ur egg og blandið saman við mjólkurdreitil. Penslið kökurn- ar með blöndunni og stráið kanilsykri yfir. Bakað við 200 gráður í 8-10 mínútur. V ENGIFERKÖKUR 300 g hveiti 225 g smjör eða smjörlíki 150 g sykur 2 tsk engifer 1/2 tsk lyftiduft örlítið salt Þurrefnum blandað í skál, smjörið mulið saman við og deigiö hnoðað létt. Búnar til úr því litlar kúlur, sem settar eru á bökunarpappír eða smurða plötu. Þrýstið létt á hverja kúlu með þumalfingrinum, þannig að myndist svolítil dæld I hana. Bakið við 200 gráður, þar til kökurnar eru orðnar Ijós- brúnar. SÍTRÓNUKÖKUR 300 g hveiti 225 g smjör eða smjörlíki 150 g sykur 1/2 tsk lyftiduft örlítið salt rifinn börkur af einni sítrónu Þurrefnum blandað í skál. Smjörið mulið saman við og deigið hnoðað létt. Berkinum er hnoðað fljótt saman við deigið og búnar til litlar kúlur, sem settar eru á bökunar- pappír eða vel smurða plötu. Kúlurnar eru flattar út með gaffli og bakaðar við 200 gráð- ur þar til þær eru orðnar Ijós- brúnar. Þær mega alls ekki verða of dökkar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.