Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2000, Blaðsíða 10
8 Árbók VFÍ/TFÍ1999/2000
Inngangur ritstjóra
í félagsmálakafla Árbókar VFÍ/TFÍ er greint frá flestu því sem
fram fer á vegum Verkfræðingafélags Islands og Tæknifræðinga-
fræðingafélags Islands á ári hverju. Auk þess er mikinn fróðleik að
finna í bókinni um það sem er efst á baugi í verk- og tæknifræði.
I tækniannálnum er farið vítt og breitt um tæknisviðið. I kynn-
ingarkafla fyrirtækja og stofnana er sagt frá því sem er að gerast í
tæknimálum viðkomandi íyrirtækja. Vísinda- og tæknigreinar eru
tíu talsins, þar af fjórar ritrýndar vísindagreinar. Er það svipaður
fjöldi greina og í fyrra.
Fyrsti kaflinn í bókinni Ijallar um félagsmál beggja félaganna.
I honum eru skýrslur formanna og stjórna fyrir starfsárið
1999-2000 ásamt skýrslum fastanefnda og fagdeilda. Gerð er
grein fýrir skipan stjóma, nefnda og ráða. Skýrslur hagsmuna-
félaga em einnig í félagsmálakaflanum og sagt er frá síðustu aðal-
fundum félaganna. Birtar em myndir af nýjum félagsmönnum og
gerð grein fyrir menntun þeirra og störfum. Loks er greint frá
lokaverkefnum nýútskrifaðra verkfræði- og tæknifræðinema.
Næsti kafli þar á eftir er tækniannáll. I fyrsta hluta hans er íjallað um þróun félagsmála.
Síðan eru tekin fyrir mannvirkjagerð, orkumál, stóriðja, nýsköpun og þróunarmál, samgöng-
ur, fjarskipti, útflutningur verkfræðiþekkingar og loks verkfræðideild Háskóla Islands.
Þriðji kafli er kynning fyrirtækja og stofnana. Fyrsti hluti hans er kynning fýrirtækja
ráðgjafarverkfræðinga, samtals 23 fyrirtækja eða langflestra þeirra fyrirtækja sem eru í
Félagi ráðgjafarverkfræðinga. Síðan em kynnt fýrirtæki og stofnanir, alls 20 fýrirtæki, hvert
um sig í sérkafla. Það er sami fjöldi og í fýrra, en þó ekki alveg sömu fýrirtæki.
Ritrýndar vísindagreinar em í fjórða kafla bókarinnar. Að þessu sinni bámst sex fræði-
greinar af því tagi, en þær vora aðeins fjórar í fyrra.
Aðrar vísinda- og tæknigreinar em í fímmta og síðasta kafla bókarinnar. Aðeins fjórar
greinar bárust í ár, tveimur færri en í fýrra.
Hákoni Ólafssyni, formanni VFÍ, og Jóhannesi Benediktssyni, formanni TFÍ, er þakkað
gott samstarf við árbókina á árinu ásamt öðmm félagsmönnum sem komu við sögu. Loga
Kristjánssyni, framkvæmdastjóra félaganna, og sömuleiðis öllu starfsfólki á skrifstofu
félaganna er jafnframt þakkað ánægjulegt samstarf. Pétri Ástvaldssyni er þakkað fýrir ná-
kvæman prófarkalestur.
Höfúndum vísinda- og tæknigreina er þakkað fýrir fróðlegar greinar, svo og ritrýnendum
fræðigreina. Loks er fýrirtækjum og stofnunum þakkað fýrir ágætar kynningargreinar og
íjárframlög við gerð bókarinnar.
Það er von mín að menn hafí ánægju og fróðleik af lestri árbókarinnar og óska ég öllum
félagsmönnum velfarnaðar á nýju ári.