Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2000, Blaðsíða 124
122 Árbók VFÍ/TFÍ 1999/2000
þessu sjónarhorni þá var landsframlciðslan I998 á markaðsvirði 586,7 milljarðar króna. Að
frádregnum sköttum á framleiðslu, þ.e. óbeinum sköttum og leiðréttingarliðum en að
viðbættum framleiðslustyrkjum var þessi ijárhæð, þ.e. vergar þáttatekjur 471,8 milljarðar.
Hún skiptist síðan þannig að laun voru áætluð 308,7 milljarðar króna en hlutur fjármagnsins
var 163,1 milljarður, þar af var talið að 66,2 milljarðar færu í slit og úreldingu ijármuna.
Afli og útflutningur: Heildarafli landsmanna á árinu 1999 var 1.738 þúsund tonn
samkvæmt bráðabirgðatölum. I tonnum talið jókst afli um 60 þúsund tonn frá 1998 og en þá
var afli 1.678 þúsund tonn. A föstu verði dróst heildaraflinn saman um 2,5%.
Aætla má að samanlagt útflutningsverðmæti afla af ijarmiðum hafi verið um 9 milljarðar
króna samanborið við 7,8 milljarða á árinu 1998. Þessi ijárhæð er rúmlega 9% af verðmæti
framleiðslu sjávarafurða.
Arið 1999 lönduðu erlend fískiskip 116 þúsund tonnum af afla til vinnslu á Islandi á móti
um 206 þúsund tonnum árið 1998.
A árinu 1999 var verðmæti útfluttra sjávarafurða 97,7 milljarðar króna og dróst saman
um 1,6% frá árinu 1998.
Fjárfesting atvinnuveganna: A árinu 1999 lauk þeirri hrinu stóriðjuframkvæmda sem
hófust árið 1996 þegar hafíst var handa við stækkun álversins í Straumsvík. Síðan var byggt
álver á Grundartanga og í haust var stækkun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga tekin
í notkun. Samhliða þessum framkvæmdum var ráðist í virkjunarframkvæmdir til að afla
orku fyrir þessa framleiðslu.
A árunum 1996 til 1998 jókst fjárfesting atvinnuveganna um nálægt 150%, eða um 35%
að jafnaði á ári. A árinu 1999 snerist þróunin við og heldur dró úr íjárfestingu atvinnuveg-
anna eða um nálægt 7% og nam ijárfestingin 84,3 milljörðum króna. Þessi samdráttur er
aðallega til kominn vegna minni íjárfestingar í ál- og kísiljárnframleiðslu, en einnig vegna
samdráttar í ijárfestingu í fiskveiðum sem skýrist aðallega af tilflutningi milli ára. Nokkur
skip voiu seld úr landi á síðasta ári, en von er á nýjum á þessu ári. Fjárfesting í samgöngum
dregst saman á milli áranna 1998 og 1999, aðallega vegna þess að smíði Hvalfjarðarganga
lauk á árinu 1998.
Töluverða aukningu má greina í fjárfestingu í verslunar-, skrifstofuhúsnæði og gistihúsum
á árinu 1999. Þá er einnig mikill vöxtur í ijárfestingu íyrirtækja á sviði ijarskipta, jafnt síma,
sjónvarps og útvarps. Þá er einnig mikill vöxtur í fjárfestingu i tölvu- og skrifstofubúnaði.
Bein erlend fjárfesting hérlendis jókst úr 8,4 milljörðum króna 1995 í 31,7 milljarða
króna á árinu 1998 og fór í 36,1 milljarð á árinu 1999. Mest er erlend ijárfesting í stóriðju,
enda stóriðjuverin þrjú að mestu í eigu erlendra aðila. Af31,7 milljarða króna erlendri ijár-
festingu á árinu 1998 var 21,1 milljarður í iðnaði. Fjárfesting í öðrum atvinnugreinum er
mun minni, t.d. er ijárfesting í verslun 3,2 milljarðar á árinu 1998 og 2,2 milljarðar í ijár-
málaþjónustu. Af erlendri ijárfestingu i öðrum geirum má nefna flutninga, ijarskipti, olíu-
dreifmgu og hátækni.
Vinnumarkaður
Árið 1999 hefur einkennst af mikilli eftirspurn eftir vinnuafli og hefur atvinnuþátttakan ckki
verið meiri síðan 1990.