Bændablaðið - 14.06.2000, Page 16

Bændablaðið - 14.06.2000, Page 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Miðvikudagur 14.júní 2000 (fenbendazöl) Mixtúra 100 mg/ml Notkunarsvið: Fenasól, vet. inniheldur fenbenda^ól sem er fjölvirkt ormalyf. Það er notað gegn þráðormum og brfum þeirra í meltingarvegi hrossa og jórturdýra. Einnig gegn lungnaormum í sauðfé. Pakkningar: 100 ml, 500 ml og 1000 ml. Skömmtun: Sauðfé: 5 mg/kg þunga. Hross og nautgripir: 7,5 mg/kg þunga. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. AF HVERJU STAFAR ÞETTA DULARFULLA, ROMANTISKA BROS? Fenasól - gegn þráöormum ? Dæmi um skömmtun: Dýrategund Þungi Magn Saudfe 60 kg 3 mi . Nautgripir 200 kg 15 ml | Hross 400 kg 30 ml Hey! stelpur drífum okkur... Fyrir þær skiptir það öllu máli. (slenskir bændur þekkja merkið hágæða rúlluplast tryggir gæðin við íslenskar aðstæður TRIOWRAP er aæðaprófuð plastfilma fyrir rúllubagga, framleidd af Trioplast. Löng reynsla fyrirtækisins af framleiðslu sllkrar plastfilmu og samvinna þess við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í Svfþjóð, tryggir að TRIOWRAP hefur alla kosti góðrar plastfilmu. Markmið þeirra er að verja heyið sem best má vera allt frá því þaggarnir eru vafðir, þar til kemur að gjöf. ^ ÞÓRSHÓFN LÓFÍIB* HÚSAVÍK* HÚSASMIÐJAN HF •AKUREYRI HÚSASMIDJAN HF SAUDAKRÓKUR YOPNAFJÖRÐUR JKAUPF. • VOPNFIROINGA IflAUPF. \ SKAGFIRÐINGA* v •BLÓNDUÓS |UPF. SKRIÐULAND* JÓNSBÚÐ • EGILSSTAÐIR KAUHF. HERADSBÚA • BREIÐDALSVÍK >-• KAUPF. / STÖÐFIRÐINGA BRÚ KAUPF. HRÚTFIRDINGA BORGARNES kaupf.borgfirdinga*féugsbú|ð •LYNGHOLTI REYKJAVÍK fS SELFOSS PLASTCO'" •KAUPF.ÍRNESINGA HVOLSVÖLLUR • KAUPF. ARNESINGA HÖFN* KAUPF. A-SKAFTFELUNGA • KIRKJUBÆJARKLAUI KAUPF. ÁRNESINGA • VlKlHÝRDAL KAUPF. ÁRNESINGA Aðalumboð á Islandi: ÍPLASTCO Skútuvogi 10 C • 104 Reykjavik • Simi: 568-0090 • Fax: 568-0096 • plastco@plastco.is • www.plastco.ls lamds-Mis vantar erlendis Stór hluti íslendinga býr erlendis um lengri eða skemmri tíma. Sum- ir setjast að erlendis og eru þar nánast alla ævi. Talið er að um 5.000 íslendingar búi á hverju Norðurlandanna þ.e. Danmörku, Noregi og Svíþjóð eða samtals um 15.000 manns gróft reiknað. Líklega er Danmörk vinsælust í dag, en nokkuð er síðan flestir fluttust héðan til Svíþjóðar enda hagstæðast fjárhagslega um þær mundir bæði atvinnulega og bóta- lega. Örlátt fjölskyldubótakerfi í Svíþjóð freistaði margra til að fara þangað. Nú hefur þetta kerfi verið skorið niður að hluta og þá vilja sumir heldur Danmörku. Svo fara líka margir í dag til Noregs enda vaxandi velmegun þar vegna olíunnar. Stór markaður Það er stór markaður á Norðurlöndunum hjá 15.000 Islendingum og fjölskyldum þeirra fyrir landbúnaðarvörur okkar t.d. kindakjötið. Einnig má selja marg- ar aðrar vörur t.d. skyrið okkar o.fl. Vandinn er bara sá að við náum mjög takmarkað til þessa stóra hóps kaupenda. Samt eru landbúnaðarvörur okkar seldar víða á Norðurlöndum, en markhópurinn er ekki Islending- amir sem búa þar, heldur miklu frekar allir íbúar Norðurlanda í heild. Þessu þarf að breyta. Huga þarf betur að Islendingunum. Vinna þá fyrst, svo koma aðrir á eftir. íslands-hús. Við gætum t.d. byrjað á því að koma upp Islands-húsi í Kaup- mannahöfn. Þetta hús væri notað til að selja vörur frá Islandi t.d. kindakjöt, skyr o.s.frv. Það hefur viljað brenna við að vörur frá Islandi séu settar til hliðar í stóru mörkuðunum ef krafa kemur fram um það frá keppinautum okkar eða ódýrari vara er boðin í bili t.d. með undirboði. Hugmynd að rekstri Islandshúss: Islands-húsið væri einkahlutafélag í eigu t.d. sölu- samtaka bænda og annarra slíkra. íslands-hús leigði út húsnæði til aðila sem seldu íslenskar afurðir en þeim yrði ekki sagt upp húsnæðinu, þótt annar aðili biðist til að borga hærri húsaleigu í bili og vildi þar með koma fyrirtækinu í burtu. Islands-hús tæki ekki nokkra fjárhagslega ábyrgð á fyr- irtækjunum sem þar leigðu, þau yrðu að sjá um sig sjálf. Ef eitt strandaði og hætti, tæki bara annað fyrirtæki við á eigin fjárhagslega ábyrgð. Öll fyrirtækin í íslands- húsi væm einkarekin og seldu aðeins okkar afurðir. Mikiðfé. Við höfum lagt mikið fé í að kynna t.d. kindakjöt okkar erlendis um langt árabil og raunar hér á landi líka. Það fé er oft tapað og aukin sala kemur ekki fram. Sala á kindakjöti er minni og minni ár frá ári, þrátt fyrir allt þetta kynning- arfé. Með þessari hugmynd um Islands-hús er reynt að snúa þess- ari þróun við. Fjármagn í Islands- húsi er raunhæf og arðbær fjárfest- ing og áhætta lítil sem engin. Fjármagnið eða höfuðstóllinn er vel varðveitt. Samt skapar íslands- hús fastan starfsgrundvöll fyrir þann sem selja vill kindakjöt frá Islandi og ýmsar aðrar afurðir okk- ar. Matreiðsla. Agætar hugmyndir hafa komið fram um það að kynna megi er- lendis okkar góðu og hæfu matr- eiðslumenn. Þeir myndu þá bjóða upp á sérrétti úr okkar frábæra lambakjöti. Þarna getur íslands- hús hjálpað. Þar mætti hafa lítið veitingahús sem sérhæfði sig í réttum úr íslensku lambakjöti. Til að taka hliðstætt dæmi þá hefur lengi verið og er líklega enn veit- ingastofa ekki langt frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn sem selur rétti búna til úr saltfiski. Þar hefur ekki verið seldur íslensk- ur saltfiskur síðan við settum danska kónginn af árið 1944 og fengum okkur íslenskan forseta í staðinn. Saltfiskurinn er frá Færeyjum, alla vega ennþá. Veit- ingastofa í Islands-húsi myndi á hinn bóginn bjóða íslenskan salt- fisk með okkar frábæra kindakjöti. Stöðugleika vantar í dag Víða erlendis höfum við selt t.d. kindakjöt en því er fljótt ýtt í burtu, ef það fer að seljast. Það hefur vantað stöðugleika en hann fæst ekki nema íslendingar eigi sjálfir verslunarhúsnæðið. íslands- hús væri komið til að vera í væntanlega svipuðu formi alla þessa öld sem nú er að byrja. Þangað kæmu fleiri og fleiri viðskiptavinir til að fá hreinar og hollar afurðir þegar felst önnur lönd eru að lenda í vandræðum með sitt kjöt og landbúnað vegna mengunar. Þau hafa ekki einu sinni hreint vatn lengur. Lúðvík Gizurarson, hrl. Fyrirtækið G. Skaptason & co. afhenti nýlega hjónunum Halldóru Friðriksdóttur og Kristmundi Stefánssyni bændum á Skriðulandi í Arnarneshreppi, fyrstu Landini dráttarvélina sem seld er hér á landi og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Á myndinni eru f.v. Þorfinnur Júlfusson sölustjóri hjá G. Skaptason, Halldóra Friðriksdóttir og Kristmundur Stefánsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.