Bændablaðið - 11.12.2001, Síða 2

Bændablaðið - 11.12.2001, Síða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 11. desember 2001 Bók um æðarfugl og æOarnækt á íslandi í nærfellt Ijögur ár hefur nú verið unnið að gerð bókar um Æðarfugl og æðarrækt á íslandi. Æðarræktarfélag Islands ákvað skömmu fyrir þrítugsafmæli sitt, sem var 1999, að efna til rits sem helgað yrði æðarfuglinum og æðarræktinni í landinu. Jónas Jónsson fyrrverandi búnaðar- málastjóri var fenginn til að rit- stýra verkinu. Frá upphafí var það ætlunin láta taka saman alþýðlegt fræðirit um allt er varðar æðarfuglinn og æðarræktina bæði frá náttúru- fræðilegu og sögulegu sjónarmiði. Fugla- og dýrafræðingamir Ævar Petersen og Karl Skímisson vom fengnir til að skrifa ítarlegar greinar um æðarfúglinn sem tegund og þá sjúkdóma og skaðvalda sem hann hijá. Valdimar H. Gíslason sagn- fræðingur á Mýmm skrifar um dúnhreinsun og dúnverslun frá fyrri tímum til nútímans. Ami Snæbjömsson gerir grein fyrir hirðingu æðarvarps og ræktun æðamnga og því hvemig víða hefúr tekist að kveikja nýtt varp með ýmsum aðgerðum. Þessir kaflar m.a. gera bókina að mjög gagnlegu fræðslu- og leið- beiningariti. Mikið má einnig læra af ffásögnum fólks sem lýsir minningum og reynslu sinni af þátttöku í varphirðu. Níu manns hvaðanæva af landinu skrifa slíka þætti undir heitinu "Dagur í æðar- varpi". Þar er lýst eldri sem yngri starfsháttum og kemur ffarn hve breytilegir þeir gátu verið eftir stöðum og tíma. Enn er þá ótalið að rakin er saga löggjafar varðandi æðarfúgl ffá þjóðveldislögum til nútímans. Saga ÆÍ og saga leiðbeininga í æðarrækt er rakin. Mörgum mun og þykja forvitnileg saga tveggja æðarræktarfélaga sem störfuðu undir lok 19. aldarinnar: "Æðar- ræktarfélagsins á Breiðafirði og við Strandaflóa", sem kallað var "Vargafélagið" af mörgum, sakir vasklegrar ffamgöngu sinnar við að vinna á þeim vörgum sem menn einkum töldu að stæðu æðar- fuglinum fyrir þrifúm, þar á meðal eminum. En sumir telja að amastofninn hér á landi hafi ekki borið sitt barr síðan, m.a. vegna aðgerða félagsins. Annað félag, "Æðarræktarfélag Sléttunga" starfaði um sama leyti, en með nokkuð öðmm hætti. Síðasti kafli bókarinnar og sá lengsti er: "Skrá um varpjarðir á Islandi". Þar em taldar allar jarðir sem vitað er að hafi haft nokkur hlunnindi af æðarvarpi, fyrr og síðar. Lýst er staðháttum jarðar og varps og sögu þess eftir því sem heimildir leyfa. Alls em þar taldar nokkuð á sjötta hundrað jarðir. Bókin er hin veglegasta að allri gerð, um 528 síður í stóm broti og með rúmlega 500 ljósmyndum og teikningum. Utgefandi er Mál og mynd. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, tekur við eintaki úr hendi Jónasar Helgasonar, formanns Æl. Jónas Jónsson fylgist með. Hreindýrakjöt er heilbrigðisskoOaO og sflmplaO í elMúsum "Undanfarin ár hefur hreindýrakjöt sem ætlað er til sölu á opin- berum markaði verið heilbrigðisskoðað og stimplað í sláturhúsum, samkvæmt reglum sem yfirdýralæknir sendi héraðsdýralæknum á Austurlandi og reglugerð nr.452/2000 um stjórn hreindýraveiða. Þetta er gert til að tryggja að öll aðstaða til meðhöndlunar á skrokkum sé þannig úr garði gerð að hollusta afurðanna rýrni ekki í meðförum þar til þær koma á borð neytendanna. Að mati dýralækna sem gerst þekkja til þessara mála hefur meðferð á hreindýrakjöti batnað mikið eftir að farið var að vinna eftir þessum reglum," sagði Sigurður Örn Hansson, aðstoðaryfirdýralæknir, er hann var spurður hvort rétt væri að dýralæknar skoði og stimpli hreindýrakjöt. -Ef svo er, af hverju er það kjöt í betra standi til notkunar en heimaslátrað? "I sláturhúsum er sérstaklega útbúin aðstaða til slátrunar á búfé og heilbrigðisskoðunar á afúrðunum. Aðstaða við heimaslátrun er ekki eins fullkomin og í sláturhúsum, kjötið er ekki heilbrigðisskoðað og þar er ekki eftirlit með hreinlæti og réttri meðferð afurðanna." -A ekki að skjóta hreindýr í skrokkinn? "í 14. gr. laga nr. 15/1994 um dýravemd segir: "Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársauka- lausum hætti". í 15. gr. sömu laga segir: "Ávallt skal staðið að veiðum þannig að það valdi dýrum sem minnstum sársauka. Skylt er veiðimönnum að gera það sem í þeirra valdi stendur til að aflífa dýr sem þeir hafa veitt áverka.Við dýraveiðar skal þar að auki fara að fyrirmælum gildandi laga um vemd, friðun og veiðar dýra". Mér er ekki kunnugt um að i gildandi lögum eða reglum sé sérstaklega tilgreint hvar skjóta skuli hreindýr. Eg hef fengið upplýsingar um að á námskeiði fýrir leiðsögumenn með hreindýra- veiðum, sem haldið var sl. vor, hafi verið farið sérstaklega yfir þetta efni og veiðimenn hvattir til að skjóta aftan við bóg, einfald- lega vegna þess að mun meira öryggi er í því heldur en að skjóta í hálsinn." -Ef svo er, af hverju stimpla dýralæknar þá skrokka sem ekki sjást kúlnaför á og eru á leið inn á veitingahús? "Dýralæknar líta eftir því hvort kjötið er heilbrigt, ómengað og óskemmt, en í raun ekki eftir því hvemjg dýrið var skotið." - Af hverju er kjöt af villtum fuglum hæft til sölu i verslunum og liggur þar innan um aðra kjötvöm. Hvað með salmonellu í sjófugli og gæs? "Reglur um meðferð á villtum fuglurn eru afskaplega fábrotnar og miða einkum að því að fyrir- byggja að þeir mengi aðrar af- urðir og aðrar afurðir mengist af þeim í verslunum og á veitinga- stöðum. Undanfamar vikur hefur nokkuð verið rætt um að skerpa þurfi reglur um meðferð villtra fugla en það hefur ekki verið gert enn." -Af hverju er villbráð hættu- rninni en heimaslátrað? "Því miður em of algengt að búQárafurðir valdi matareitrunum og matarsýkingum en mér er ekki kunnugt um nein slík dæmi um villibráð hér á landi. Vísa að öðm leyti til svara við spumingum hér að framan," sagði Sigurður Öm Hansson. Strandafé bætir norskan sauðfjárstofn Fosturuísar nr íslenskum ám flutb'r úl í fyrsta skipd Nýverið dvöldu þrír breskir sérfræðingar norður á Ströndum við töku fósturvísa úr ám sem eiga að bæta norskt sauðíjárkyn. í Noregi er nokkur fjöldi sauðfjárkynja og er eitt þeirra, Spælsau, samstofna íslenska sauðfénu. Þetta kyn var nánast útdautt þar í landi en á fyrri hluta síðustu aldar var hafist handa við að viðhalda þessum stofni og var það meðal annars gert með því að flytja héðan hrúta til Noregs. Nú er talið að um 25-35 % af norska sauðfénu séu af þessum stofni. "Nokkur síðustu ár höfúm við orðið varir við áhuga þeirra á að huga að innflutningi héóan að nýju og hafa þeir öðm hvom haft samband við okkur og hef ég hvatt þá til þess að endurtaka sæðisinnflutning. Hins vegar em sæðisflutningar ekki talin nægjan- lega ömgg leið að mati sérfræðinga í smitsjúkdómavömum," sagði Jón Viðar Jónmundsson, sérfræðingur hjá Bænda- samtökum íslands. Ömggasta leiðin með tilliti til sjúkdóma er að flytja fósturvísa. Um mánaðamótin ágúst-september kom beiðni um að fá leyfi fyrir töku fósturvísa úr íslenskum ám og um miðjan október kom Qögurra manna sendinefnd á vegum norsku sauðfjársamtakanna til að vinna málinu brautargengi. Þeir settu sig í samband við Þorstein Olafsson dýralækni á Selfossi vegna hins tæknilega þáttar málsins og vann hann að því allt til loka. "í mínum huga var fullljóst að það besta sem við gátum boðið i þessum efnum og sem mætti öllum þeirra Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir, greinir fósturvísa í smásjá. Bbl/Guðfinnur. kröfum var að finna norður í Kirkjubólshreppi. Þegar þetta erindi barst vorum við einmitt að Ijúka fyrsta lands- uppgjöri á kynbótaupplýsingum úr kjötmat- inu (BLUP vinnslu) þar sem við til viðbótar vorum komnir með í hendumar nákvæmari staðfestingu en við áður höfðum haft um algera yfirburði hjá fénu á Heydalsá og Smáhömrum í kjötgæðum innan kollótta fjárins í landinu," sagði Jón Viðar. Gangmál ánna vom samstillt og notað var sæði úr þremur hrútum frá Smáhömmm. Þessir hrútar em allir á sæðingastöðvum. Þorsteinn Ólafsson dýralæknir sagði að á þennan hátt fengjust tæplega 200 nothæfir fósturvísar úr 24 ám. "Fósturvísamir vom frystir og verða fluttir út þegar liðnir em 30 dagar. Þeir verða settir í norskar ær fyrir jól. Það má búast við að um eða yfir 50% af þeim verði að lömbum. Norðmennimir em fyrst og fremst að hugsa um að bæta kjötgæði og vöðvahlutfall í Spælsau-fé sem þeir telja vera uppmnalega sama fjárstofh og íslenska stofninn," sagði Þorsteinn. Auk þeirra Jóns Viðars og Þorsteins unnu Sigurður Sigurðarson og Ólafur R. Dýrmundsson að skipulagningu þessa fyrsta útflutnings á fósturvísum úr íslenskum ám. Guðbrandur Bjömsson, bóndi á Smá- hömmm, hafði umsjón með ánum sem fósturvísamir vom teknir úr. "Aðstaðan á Smáhömrum var til fyrirmyndar," sagði Ólafur Dýmiundsson, "og samstarfið við Norðmennina og Bretana gekk mjög vel. Þetta er sögulegur atburður enda í fyrsta skipti sem fósturvísar em fluttir úr íslensku búfé til útlanda." /GF. Bændobladið Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Þvi er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra ertengjast landbúnaði. Bændablaöinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 4.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.000. Simi: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýslngastjóri: Eirlkur Helgason Blaðamaður: Sigurdór Sígurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondl.is Prentun: Isafoldarprentsmiðja Nr. 146 Blaðinu er dreift í 6.400 eintökum. Dreifing: íslandspóstur. ISSN 1025-5621

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.