Bændablaðið - 11.12.2001, Síða 28

Bændablaðið - 11.12.2001, Síða 28
28 BÆNDABLAÐIÐ Þríðjudagur 11. desember 2001 Gleðileg jól, óskum bœndum og búaliði hagsœldar á komandi ári. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði Gleðileg jól. Óskum bændum og búaliði hagsœldar á komandi ári. é Landssamband kúabænda Gleðileg jól, gott og farsœlt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu. Vallhólmur VALLHÓLMUR FOÐURSMIÐJA Gleðileg jól, gott og farsœlt komandi ár! Þökkum viðskiptin á árinu. HÁÍRlKÍ ehf Færanleg sögunarsamstæða Símar 852 2629, 554 4341 Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Samtök selabænda Oskum viðskiptamönnum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs J0u Lánasjóður landbúnaðarins Gleðileg jól, gott og farsœlt komandi ár Landssamtök sauðfjárbænda Gleðileg jól, y-Kr% gott ogfarsœlt komandi ár! t & Svínaræktarfélag íslands /V/ AN\^ Gleðileg jól, gott ogfarsœlt komandi ár! Rannsóknastofnun landbúnaðarins Oskum félagsmönnum og viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsœls komandi árs. Landssamband kartöflubænda Hestaútflutningur Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á árinu 2002 Anna Þóra Jónsdóttir Sími/Fax: 567-5756 GSM: 897-5759 Tölvupóstur: annath@itn.is Snemmsumars efndu Bænda- samtökin til forvals um kostnað við aðlögun á nýju bókhaldskerfi fyrir bændur meðal fimm hug- búnaðarfyrirtækja. í kjölfar þess var gengið til formlegs samstarfs við fyrirtækið dkRetis ehf um aðlögun á dk Viðskiptahugbúnaði að þörfum bænda (dk stendur fyrir debet og kredit). Um er að ræða heildstætt, myndrænt og íslenskt bókhalds- og upplýsingakerfi sem var smíðað frá grunni af starfsmönnum fyrir- tækisins. Kerfíð er byggt upp af mörgum einingum sem setja má saman eftir þörfum. Auðvelt er að byrja með fáar einingar og bæta síðan við. Notendaviðmót er samræmt sem gerir það að verkum að reynsla og kunnátta notenda nýtist að fullu þegar ný eining er tekin í notkun. dkRetis ehf er ungt hug- búnaðarfyrirtæki með á annan tug starfsmanna. Fyrirtækið hefur þróað bókhalds- og upplýsinga- kerfi fyrir allar stærðir fýrirtækja. Auk „dk Viðskiptahugbúnaðar" hefur fyrirtækið einnig þróað og sett á markað „dk Framtalsforrit" sem bæði bændur og búnaðar- sambönd hafa notað, ásamt bókhaldsstofiim og endurskoðunar- skrifstofum Flestir starfsmenn fyr- irtækisins störfuðu áður að þróun á bókhaldskerfínu TOK. Aðlögunarvinna er nú í fullum gangi og stefnt að því að bjóða nýja bókhaldskerfið um miðjan febrúar. Vinnuheiti kerfisins er „dkBúbót“ til aðgreiningar frá göntlu búbótinni, „Búbót-dos“. Nýja bókhaldskerfið býður upp á alla helstu þætti nútíma bókhalds. Helstu nýmæli eru; a) dkFramtalsforrít verður samtengt dkBúbót sem mun auð- velda bókhaldsstofum/búnaðar- samböndum og bœndum framtal og skil á landbúnaðarframtali. b) Rafrœnn gagnaflutningur verður auðveldur á milli notenda og bókhaldsstofu / búnaðarsam- bands á öllum stigum bókhalds- vinnslunnar. c) Byggður verður upp mið- lœgur gagnagrunnur þannig að rafrœn dreifing kerfisins til notenda verður mjög einfold. Einnig verður sjálfvirk uppfœrsla og afritataka möguleg ef vill. d) Bókhaldskerfið verður boðið í mismunandi þrepum eftir þörfum notendanna og þeir geta siðan bœtt við einingum eftir þörfum. e) Notendur munu geta valið um hvort þeir vinna bókhald sitt miðlœgt (vista gögn oggeyma afrit í miðlœgum gagnagrunni) eða vinna eingöngu staðbundið á sinni einkatölvu. Lögð er áhersla á að viðmót bókhaldskerfisins verði skýrt og einfalt. Einnig er eftir fongum reynt að aðlaga það ýmsum þáttum í daglegri vinnu sem notendur hafa vanist í Búbót-dos. Verið er að skoða möguleika á flutningi bók- haldsgagna úr eldri bókhalds- kerfiim yfir í dkBúbót. Möguleikar á rafrænum bókhaldsfærslum frá helstu viðskiptaaðilum bænda, af- urðastöðvum og viðskiptabönkum, er einnig til skoðunar. Bókhaldslykillinn sem er notaður í Búbót-dos verður endur- skoðaður eftir þörfum af þróunar- hópnum og felldur inn i nýja kerfið. Markmið með innleiðingu nýja bókhaidskerfisins er að efla notkun bókhalds sem bústjórntækis fyrir bændur, efla og styrkja upplýsingagrunn til áætlanagerðar í iandbúnaði, auka og efla hagtölusöfnun og hagrannsóknir. Þróunarhópurinn á vinnufundi. F.v. Óli Þór Þórarinsson frá Bssl, Stefanía Birna Jónsdóttir, Leiðbeiningamiðstöðinni í Skagafirði, Gunnar Guð- mundsson, BÍ, Dagbjartur Pálsson, dkRetis, Magnús Pálsson, dkRetis, Gylfi Þór Orrason, BÍ, Jón Hlynur Sigurðsson, BSE, María Líndal, BV og Jón B. Lorange, Bl. Hiigsað uppliðtt Það er mikil hamingja fyrir hvem einstakling að stunda það starf sem gefur honum lífsfyllingu, njóta þess dag hvem að ganga til þeirra starfa sem eiga hug hans allan og sjá árangur batna sökum verka sinna . Sauðfjárbúskapur veitir mörgum þessa hamingju og lífsfyllingu,og hana ber að þakka af heilum hug. Sauðkindin þakkar okkur á sinn hátt, hún fagnar okkur þegar komið er í húsin, þakkar hjálpina við burðinn, að vera hýst þegar kólna fer, og ef við emm svo heppin að geta reist hana við ef Þýsk stúlka óskar eftir atvinnu á íslandi Nítján ára gömul þýsk stúlka, Kathrin Munnes Virchowstr. 13, 19055 Schwerin, sími: + 0162/1012532. Óskar eftir starfi á íslenskum sveitabæ (helst þar sem búið er með hross) frá og með miðjum september 2002. Netfang hennar er: katamo@web.de hún fer af- velta. Ég hef ekki fengið betri þakkir um dagana en í vor þegar ég gat aðstoðað kind á fætur, því það er margt hægt að segja með augnaráði. Já, sauðfjárbúskapur er óska- atvinnugrein fyrir marga en það er nú einu sinni svo að við lifum ekki á loftinu, eins og sagt er, og það sem vantar fyrst og fremst em auknar tekjur. Ég vil sjá unnið miklu markvissar að útflutningi á dilkakjöti, auk þess að auka innan- landssölu með fjölbreyttara úrvali af skyndiréttum. Mér finnst alltof mikil uppgjöf í þessum málum ,eins og mörgum öðrum hjá okkur og ætla ég því að snúa mér að því máli sem átti að vera aðalmál þessa pistils. En það eru hin marg- umtöluðu landsbyggðarmál. Hvað er lattdsbyggð? Landsbyggðin er jú allt í kring um landið, en ég ætla að einbeita mér að Þingeyjarsýslunum sem em mín vagga. í sannleika sagt finnst mér okkur líða ósköp vel hér, margar fegurstu náttúmperlur landsins eru innan okkar sýslu ásamt fleiri gæðum til lands og sjávar. Mannauður er til staðar, en vinnum við ekki of mikið hvert í sínu homi? Það vantar meiri samvinnu, opnari tjáskipti og að láta heyra kröftuglega frá okkur að það sé fullur vilji til að standa vörð um byggðina okkar, það hvetur stjómvöld til dáða að standa með okkur og það mun verða gert, bemm við gæfu til þess að snúa strax vöm í sókn. Atvinnufyrirtækin þurfa að vera í höndum okkar sjálfra, afli sem berst á land verður að skapa atvinnu heima. Við eigum að sameinast um það að standa vörð um okkur sjálf og styrkja hvert annað. Heil- brigðisstofnun Þingeyinga er ein sú stofhun sem við eigum að efla. Ég er nýkomin heim ffá mánaðar- dvöl þar og þar var gott að vera. Ég nefni þetta einstaka dæmi um stofnun sem við eigum að láta okkur varða, en auðvitað em stofn- anir um allt héraöið sem okkur ber skylda að hlúa að. Já, kæm Þingeyingar og aðrir landsbyggöamtenn, látum í okkur heyra og lofum öómm að komast að því hvað er gott að búa á lands- byggðinni, þegar stjómvöld skynja hinn ntikla baráttuvilja okkar sjálfra. Lokaorð. Sérstakar þakkir til þeirra sem björguðu Hraunsrétt, þar em mikil menningarverómæti. Ritað í byrjun aðventu. Krístín á Syðrí-Brekkum

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.