Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 11. déSember 2001 BÆNDABLAÐIÐ 21 pökkunaraðstöðu og tæknibúnaðar. Stærðarmörk (3,43% vextir): 2.100 m2 ásamt tilheyrandi aðstöðu að mati sjóðsins. Vextir: 3,43% að stærðarmörkum og síðan 7,25%. 3.9. Garðávaxtageymslur. Lánað til:. Byggingar garðávaxtageymslna, pökkunaraðstöðu og kælibúnaðar. Vextir: 3,43% eða,7;25% eftir umfangi búnaðargjaldsskyldrar framleiðslu. 3.10. Vélageymrslur Lánað til: Byggingar vélageymslna. Hámarksstærð: .150 m2, þaraf mest 50 m2 einángraðir. Vextir: 3,43% eða-7,25% eftir umfangi búnaðárgjaldsskyldrar framleiðSlu. 3.11. Byggingar vegna kornræktar Lánað til: Byggingarkornhlaða og þurrkunarbúnaðar fyrir korn. Hámarksstærð: Ákvörðun sjóðsins hverju sinni. Vextir: 3,43% eða 7,25% eftir umfangi búnaðargjaldsskyldrar framleiðslu. 3.12. Loðdýrahús. Lánað til: Byggingar loðdýraskála, búra og tilheyrandi aðstöðu -að mati sjóðsins. Lánshlutfall: Allt að 65% af matsverði bygginga, allt að 50% af matsverði búra! Eingöngu er lánað til kaupa á nýjum búrum. Stærðarmörk (3,43% vextir): 1.200 minkalæður e'ða 330 refalæður.’ Vextir: 3,43% að stærðarmörkum og síðan'7,25%. 3.13. Æðarrækt. Lánað til: Byggingar dúnhreinslinarhúsa og tilheyrandi aðstöðu að mati sjóðsins og kaupa á dúnhrein§unarvélum. Vextir: 3,43% eða 7,25% eftir umfangi búnaðargjaldsskyldrar framleiðslu. 3.14. Lán til fjárrétta og leitarmannahúsa. Lánað til: Byggingar fjárrétta, leitarmannahúsa og tilheyrandi aðstöðu að mati sjóðsins. Lánstími: Nýbyggingar allt að 20 ár, stækkun og endurbætur allt að 15 ár. Veð: Veð í viðkomandi framkvæmd eða ábyrgð sveitarsjóðs að ósk Lánasjóðsins. Vextir: 7,25%. 3.15. Lán til fiskiræktar í ám og vötnum. Lánað til: Byggingar veiðihúsa og annarra mannvirkja í eigu félagssamtaka bænda. Lánstfmi: Nýbyggingar allt að 20 ár, stækkun og endurbætur allt að 15 ár. Vextir: 7,25%. ' 4. Til vatns- og varmaveitna og virkjana 4.1. Vatns-og hitaveituframkvæmdir. Lánað til: Framkvæmda frá stofnæð/lind/holu að húsi, þ.m.t. hvers konar lagnir, dælur, dæluhús og nauðsynlegur búnaður í þeim. Ekki er lánað til borunar á vinnsluholum, né búnaðar í þeim, og ekki er lánað vegna kostnaðar sem kann að hljótast af inntaki eða breytinga sem kunna að vera gerðar innanhúss. Lánshlutfall: Allt-að 50% af matsverði framkvæmda, þó að hámarki kr. 1.200.000. Lánstími: Allt að 20 ár. Vextir: 7,25%. 4.2. Rafstöðvar í sveitum. Lánað til: Byggingar heimarafstöðva og markaðsrafstöðva, þ.m.t. gerð vatnsmiðlunar, stöðvarhúss og búnaðar. Skilyrði fyrir láni er að framkvæmd hafi farið í viðurkennt arðsemismat og sé viðurkennd af stýrihópi iðnaðarráðuneytisins. Lánshlutfall: Allt að 50% af matsverði framkvæmda. Lánstími: Allt að 40 ár. Vextir: 7,25%. 5. Lán til skuldbreytinga 5.1. Lán til endurfjármögnunar. Lánað til: Endurfjármögnunar á föstum lánum og lausaskuldum bænda sem tengjast búrekstrinum með það að markmiði að bæta greiðslustöðu þeirra. Með umsókn um endurljármögnunarlán skal fylgja tæmandi listi yfir skuldir umsækjanda og afrit af greiðsluseðlum eða staðfesting lánadrottins. Með endurfjármögnunarláni er í samvinnu við lánastofnanir og aðra lánadrottna reynt að tryggja að heildarlausn fáist á fjármálum umsækjanda. Skilyrði er að lántaki hafi viðunandi rekstrarforsendur eftir endurfjármögnun. Lánshlutfall: Ákvörðun sjóðsins hverju sinni. Hámarkslán kr. 6.000.000. Lánstími: Allt að 15 ár. Vextir: 7,4%. 5.2. Lán til skuldbreytingar afborgana. Lánað til: Skuldbreytingar gjaldfallinna afborgana í fast lán. Skilyrði fyrir lánveitingu er að gjaldfallnir vextir, dráttarvextir og annar kostnaður sé greiddur. Að jafnaði skal ekki veita hverjum lánþega slíkt lán oftar en einu sinni. Lánshlutfall: Allt að 100% afborgunar. Lánstími: Allt að 15 ár. Vextir: 7,8%. 6. Til annarrar atvinnustarfsemi í sveitum 6.1. Til annarrar atvinnustarfsemi í sveitum. Lánað til: Annarrar atvinnustarfsemi í sveitum. Lánshlutfall: Ákvörðun sjóðsins hverju sinni. Lánstími: Ailt að 20 ár. Vextir: Ákvörðun sjóðsins hverju sinni. 7. Til afurðastöðva og þjónustu- stofnana við land- búnað Lánasjóðurinn veitir lán til byggingar afurðastöðva, þ.e. mjólkurstöðva, sláturhúsa, kjötfrystihúsa, kjötvinnslustöðva og birgðageymsla fyrir jarðávexti og grænmeti. Einnig veitir sjóðurinn lán til byggingar ýmissa þjónustustofnana við landbúnað, s.s. sæðingastöðva, dýraspítala, kynbótastöðvar og búnaðarsambanda. 7.1. Lán til afurðastöðva og þjónustustofnana við landbúnað. Lánað til: Byggingar húss, frárennslis-, vatns- og raflagna, loftræstingar, hitakerfis, fastra innréttinga og færibanda, undirstaða véla, véla og vélbúnaðar, frágangs á umhverfi, teikninga og eftirlits. Lánshlutfall: Allt að 50% af matsverði lánshæfra framkvæmda. Lánstími: Allt að 20 ár. Vextir: Skv. ákvörðun sjóðsins hverju sinni. Lán til endur- fjármögnunar Lánasjóður landbúnaðarins veitir nú lán til endurfjármögnunar á lausaskuldum bænda sem tengjast búrekstrinum. Með lausaskuldum er átt við viðskiptaskuldir og veðskuldir með upphaflegan lánstíma skemmri en 5 ár. Með endurfjármögnunarlánum er ætlunin að bæta greiðslustöðu og tryggja betur rekstrarstöðu bænda. Möguleikar til endurijármögnunar eru metnir í samráði við aðra lánadrottna með það að markmiði að fá sem besta heildarlausn á skuldamálum umsækjanda. Með umsókn um endurfjármögnunarlán verða að fylgja eftirfarandi gögn: 1. Veðbókarvottorð, ekki eldra en mánaðar gamalt. 2. Skattframtöl síðustu tveggja ára, persónuframtal og landbúnaðarframtal. Afrit skattframtals skal vera staðfest af skattstofu, endurskoðanda, búnðarsambandi eða öðruna þeim aðila sem sjóðurinn tekur gildan. Óstaðfest framtal gildir ekki. 3. Tæmandi listi yfír skuldir og lánadrottna. Á listanum skal koma fram hver er lánadrottinn, upphæð skuldar og hvers eðlis hún er (yfirdráttur, veðskuld, viðskiptaskuld o.s.ffv.). Ef um er að ræða veðskuld verður að geta um hvenær til hennar var stofnað og til hve langs tíma. Ennfremur verður að fylgja afrit síðasta greiðsluseðils eða staðfesting lánadrottins á skuld. 4. Búrekstraráætlun til 5 ára. Við mat á umsóknum er metið hvort rekstrarforsendur eru fyrir hendi og skilyrði fyrir lánveitingu er að svo sé. Lán má einungis veita gegn fullnægjandi tryggingum að mati sjóðsins. Heildarskuldir umsækjanda við Lánasjóð landbúnaðarins og aðra sem eru á veðrétti á undan honum, mega ekki nema hærri upphæð en sem svarar til 65% af verðmæti veðandlags. Lánasjóður landbúnaðarins Lánasjóður landbúnaðarins, Austurvegi 10, 800 Selfoss, sími 480 6000, fax 480 6001, netfang: llb@llb.is Heimasíða: www.llb.is Umsækjendur eru hvattir til að fylla umsóknareyðublöð vandlega út og senda öll umbeðin gögn með umsókn. Rétt útfyllt umsóknareyðublað ásamt öllum tilheyrandi gögnum tryggir fljótari og vandaðri afgreiðslu umsóknar. Nánari upplýsingar um lánareglur, útreikning á greiðslubyrði, umsóknareyðublöð og ýmislegt er tengist undirbúningi umsóknar er að finna á heimasíðu Lánasjóðsins www.llb.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.