Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 11. desember 2001 p k | Vandi landsbyggOarinnar DUI er mál allrar þjúðarinnar Bændablaðið er málgagn Bændasamtaka íslands Gott veður en blikur á lofti Óhætt mun að fullyrða að veðurfar á fyrsta ár nýrrar aldar hefur verið íslenskum landbúnaði hagstætt. Veturinn var mildur og þrátt fyrir hart hret um norðanvert landið var vorið í heild þokkalegt. Sumarið var hlýtt en úrkomsamt þannig að heyverkun hefði víða orðið erfið ef sífellt aukin pökkun fóðurs í rúllur kæmi ekki til. Haustið var með fádæmun gott og vafalaust nær einsdæmi að varla fyndist frost i jörð um miðjan nóveniber. Eðlilegt er að bændur spyrji sig og aðra hvort hlýindi liðins ár séu til marks um breytt loftslag og veðurfar af mannavöldum eða hvort hér sé einungis um að ræða venjulega veðurfarssveiflu. Þessu verður ekki svarað með vissu en víst er að bændur hafa nýtt sér veðurfarið til mikillar og góðrar öflunar jarðargróða til manneldis og fóðurs fýrir búfé sitt. Framleiðsla og sala á búvörum hefúr einnig verið meiri en áður og virðist söluaukning ársins i kjöti um 5% og aukning í mjólkursölu yfir 2%. Sala á gróðurhúsaafurðum og grænmeti er einnig í sögulegu hámarki þrátt fyrir neikvæða umræðu einhverra aðila. Allt tal um kreppu í íslenskum landbúnaði virðist marklaust við þessar aðstæður. Landbúnaðurinn glímir þó við erfíð vandamál af tvennum toga. Annars vegar byggðakreppu sem stafar ef til vill mest af því að sjávarþorpin kringum landið hafa meira og minna misst möguleika fyrri ára til að sækja afla á grunnslóð en fækkun starfa í framleiðslugreinum stafar einnig af þvi að vélar hafa í sívaxandi mæli leyst mannshöndina af hólmi við búskapinn. Afleiðing þessarar fækkunar starfa er keðjuverkandi í þjónustugreinum, skólum fækkar og umfang þeirra minnkar, bankar og pósthús draga úr mannafla og þjónustu og siðast en ekki síst hefur tölvutæknin víða orðið til þess að hægt er að þjóna öllu landinu frá höfuðborgarsvæðinu. Hinn hluti vanda landbúnaðarins er lítil launagreiðslu- geta. Tæknin og öll þjónusta við landbúnaðinn tekur æ stærri hluta af tekjum búanna og hlutur bóndans i því verði sem neytandinn greiðir fyrrir vöruna lækkar sífellt. Þetta þarf ekki endilega að þýða að verslunin hagnist æ meira því fjárfestingar hennar virðast komnar lang út fyrir skynsemismörk og er Smáralindin nýjasta dæmi þar um. Sífellt lengri opnunartími verslana kostar einnig sitt og auknum kostnaöi getur verslunin velt í tvær áttir annars vegar á byrgja (m.a. bændur) og hins vegar á neytendur. Við þessar aðstæður harðna kröfur verslunarinnar um aukið frelsi til að meðhöndla landbúnaðinn eftir sínu höfði. Samtök verslunar og þjónustu hafa kært áframhaldandi verðlagningu mjólkurvara á heildsölustigi m.a. á þeirri forsendu að mjólkurvörur séu of dýrar. Því eru athyglisverðar þær upplýsingar sem birtar eru hér í blaðinu um að einn líter af mjólk kosti 80 kr en einn líter af kóka kóla (ímynd ameríska draumsins) kosti 163 kr í sömu verslun. í því ljósi virðist ólíklegt að tilgangur verslunarinnar með auknu frelsi í viðskiptum með mjólkurvörur sé að lækka verð til neytenda. í kæru SVÞ er einnig vikið að því að vænta megi aukins frelsis í viðskiptum með búvörur milli landa. Margt hefur þó gerst á liðnu ári sem klingir bjöllum varðandi aukið frelsi á þessu sviði. Aukin útbreiðsla kúariðu hefur sett nautakjöts- markað Evrópu í uppnám og valdið gífurlegum kostnaði jafnvel í þeim löndum þar sem sjúkdómurin hefúr ekki greinst. Gin og klaufaveikifaraldur í Bretlandi minnti Evrópubúa á hvað frjálsir flutningar búfjár og búfjárafurða geta þýtt varðandi glímu við búQársjúkdóma. 11. september sýndi alþjóð að heimurinn er fallvaltur og aðstæður geta á skömmum tíma breyst þannig að eigin matvælaframleiðsla varði miklu um þjóðaröryggi. Mikilvægi íslensks land- búnaðar er því jafn augljóst nú og verið hefúr í aldanna rás. Frá því síðasta Bændablað kom út hafa komið fréttir af því að launatekjur séu að jafnaði 10% lægri á landsbyggðinni en á Reykja- víkursvæðinu. Þetta er mikil breyting frá því sem var fyrir nokkrum árum. En hver er ástæðan fyrir þessu? Svarið er sjálfsagt ekki einfalt. Ástæðumar em vafa- laust margar, en nokkrar má þó nefna. Fiskveiðistjómun hefur fækkað aðilum í fiskvinnslu og m.a. fært þessa vinnslu út á sjó. Stýring á fjármagni hjá banka- stofnunum og lífeyrissjóðum hefur verið með þeim hætti að tregða er til að lána til uppbyggingar á landsbyggðinni. Samdráttur í land- búnaði bitnar bæði á bændum og því fólki sem býr í mörgum litlum þéttbýliskjömum. Um þessi atriði þarf að fjalla betur síðar. Beitum Lánasjóði íslenskra námsmanna til að laðafólk til starfa í dreifbýlinu! Það er mikið áhyggjuefni að unga fólkið sem kemur út úr skólunum fer í litlum mæli til starfa á landsbyggðinni. Vill þá unga fólkið ekki setjast að úti á landi? Ég held að margt ungt fólk kysi það en til þess þarf ákveðnar forsendur. Hinar helstu em þær að lífvænleg fyrirtæki og stofnanir starfi þar. í síðustu grein minni vék ég að því að það þyrfti að skapa fyrirtækjum og einstaklingum úti á landi betri skattalegan grundvöll. Fleira þarf að koma til. Launakjör verða að vera sambærileg, þjónusta og samgöngur góðar o.s.frv. Hvemig á þá að laða unga fólkið til að setjast að og starfa úti á landi? Ég vil þar varpa fram einni hugmynd. Beita mætti Lána- sjóði íslenskra námsmanna í þessu skyni. Tökum dæmi. Námsmaður fær lán í Lánasjóðnum. Fari hann til starfa úti á landi að námi loknu frestast endurgreiðsla námslána um 20%. Um leið lengist láns- tíminn sem því svarar. Þetta gildir fyrstu fjögur árin. Vinni við- komandi lengur en fjögur ár á landsbyggðinni þá fymist sá hluti sem frestað var um 25% á ári. Þannig afskrifast 20% lánsins að fullu á 8 árum sem viðkomandi starfar á landsbyggðinni. Aðgerð sem þessi gæti haft veruleg áhrif á það hvar ungt fólk sest að og hefur störf. Til eru verkefni sem liöfða til ungs, vel menntaðs fólks. Verkefni sem geta verió í dreifbýlinu. Stutt er síðan eitt af bjargráðunum fyrir landsbyggðina var fjarvinnsla. Hvert fyrirtækið af öðm var opnað með pompi og prakt að viðstöddum þingmönnum og ráðherrum. Fallegar ræður vom fluttar og fínar myndir teknar. Eitt af öðm fóm svo þessi fyrirtæki á hausinn eða var jokað, m.a. vegna verkefnaskorts. Ég er ekki í vafa um að ýmis tækifæri em fyrir hendi í tölvuvinnslu í dreifbýli. Slík verkefni höfða til ungs fólks. Til að þetta geti þrifist í dreifbýli þá verða öll ytri skilyrði að vera í lagi, flutningsgeta á símalínum og tilheyrandi tækni. Það vantar mikið á að svo sé, þó að nokkuð miði og fogur fyrirheit séu geftn. Unga fólkið sest ekki að í dreifbýli ef þessi skilyrði em ekki fyrir hendi og sambærileg og gerist á Reykj- avíkursvæðinu. Hér verður að spýta í lófana og herða á þeirri vinnu. Þetta er eitt af þeim verkefh- um sem mega ekki lenda í niðursk- uröi, þcssu vemuraö hraöa. i44 t-. Gunnar Sæmundsson skrifar um byggðamál Gífurlega hár flutningskostnaður fer illa með landsbyggðina. Eitt af þeim tnálum sem fer mjög illa með allan rekstur og starfsemi á landsbyggðinni er gífurlega hár flutningskostnaður. Megnið af þeim vömm sem fluttar em sjóleiðis til landsins er skipað upp í höfnum á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Sama gildir um þær vömr sem koma flugleiðis. Eins er með mikinn hluta þess sem flutt er úr landi. Nú er svo komið að mikill meirihluti flutninga innanlands fer landleiðina. Það getur ekki verið þjóðhagslega hagkvæmt. Það hlýtur að vera hagkvæmara að ákveðnir þungaflutningar fari sjó- leiðina. Með þessu er álagið á vegakerfið víða orðið miklu meira en það þolir. Þessi mikli kostnaður er öllum þeim sem búa á landsbyggðinni, .fjarri. Reykjtiyíkursvæðinu, mjög erfiður og í mörgum tilfellum óbærilegur. Atvinnustarfsemi á þessum svæðum verður ekki sam- keppnisfær. Hár þungaskattur og olíuveró. Hið opinbera á þarna sóknarfœri - og lcekka álögur á landsbyggðina. Tvær ástæður sem valda þessum háa flutningskostnaði er rétt að nefna. Hár þungaskattur og hátt olíuverð. Til viðbótar við þennan háa flutningskostnað leggur svo ríkið virðisaukaskatt ofan á allt saman. Kosti það 1000 kr. meira að flytja tiltekna vöru á stað B en á stað A hirðir ríkið tæpar 200 kr. í formi virðisaukaskatts. Hér verður að ftnna leið til jöfhunar. Það verður að vera hægt að fella niður eða fá endurgreiddan virðis- aukaskatt af flutningum í tilfellum sem þessum. Þá er tímabært að huga að verðlagningu á olíu og leita leiða til að lækka verð á henni. Að fleiri lausnum verður að huga. Hér hefur verið minnst á þrjú atriði sem huga þarf að í byggðamálum. Meira síðar. Þar sem þetta er síðasta blað á þessu ári sendi ég öllum þeim sem þessar línyr lesa mínar bestu jóla- og nýárskveðjur.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.