Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 11. desember 2001 BÆNDABLAÐIÐ 11 U’NAOARBANklNN btiiíKi notað og farið yfir ýmsa þætti samstarfsins, auk þess sem hann kynnti nýju útgáfuna af forritinu. Næstu skref í áframhaldandi þróun forritsins fyrir íslenskan markað verða að við fáum nýju útgáfuna í endanlegri rnynd til skoðunar og prófunar upp úr áramótum. Þá verður þróunar- hópur kallaður saman til að skoða og rýna í einstaka þætti forritsins, einkum þá sem eru nýir. Menn munu vega og meta hvað af þeirn verður tekið upp og hvemig í nýrri uppfærslu ÍSKÝRINNAR sem ráðgert er að komi á markað hér á landi 2003. Endurskoðun sumstarfssumn- ings BÍ og Landax as. Samkvæmt ákvæðum í sam- starfssamningi BÍ og Landax tek- ur verðlagning forritsins mið af verðlagningu þess í Noregi. All- margir bændur hafa látið í Ijós að þeim þyki forritið of dýrt (um 25 þúsund án virðisauka) og það hamli útbreiðslu þess. Meðan á heimsókn Torleifs stóð voru verðlagningarákvæði samningsins endurskoðuð og ákveðið að lækka verð þess verulega. Hins vegar verða engar teljandi breytingar á árlegum þjónustugjöldum. Frá og með 1. nóvember 2001 kostar nautgriparæktarforritið „ÍSKÝR" kr.'"11.900 án vsk. (Verð með vsk er kr. 14.815.) . Með þeim breytingum og endur- bótum sem gerðar hafa verið, svo og umtalsverðri verðlækkun, von- umst við til að kúabændur sjái sér hag í að kaupa og nota ÍSKUNA. Maríanna H. Helgadóttir þjónustufulltrúi á ráðgjafarsviði BÍ kom til fullra starfa aftur eftir fæðingarorlof urn rniðjan nóvember. Eitt af hennar aðalverkefnum er að þjónusta notendur forritsins og viljum við hveta þá sem áhuga hafa á að kynna sér forritið eða þurfa aðstoð af einhverju tagi að snúa sér til hennar. Hægt er að ná í þjónustufulltrúa alla virka daga frá 09:00 - 12:00 og ffá 13:00 - 15:00 í síma 563-0300 eða með tölvupósti á netfangið: mhh@bondi.is Ennfremur er að finna upplýsingar um forritið og hægt að panta það á heimasíðu Bænda- samtakanna: www.bondi.is Að sjálfsögðu fjölmenntu íbúar á frumsýningu myndarinar. ÍSKÝR lilý uppfœrsla Mins Þegar Bændablaðið berst lesendum verða flestir notendur nautgriparæktarforritisins ÍSKÝR búnir að fá nýja uppfærslu, en frá því í vor hefur verið unnið að endurbótum á fyrstu útgáfunni sem sett var á markað í upphafi árs 2000. Búið er að endurbæta fjölmargt en það mikilvægasta tengist auknurn möguleikum notenda til að skrá heilsufar naut- gripanna, sjúkdóma og kvilla, lyQameðhöndlun og lyfjanotkun. Aframhaldandi þróun Hugbúnaðarfyrirtækið Landax as í Noregi hannaði frumútgáfu ískýrinnar. í byrjun næsta árs setur fyrirtækið á markað nýja út- gáfu í Noregi. Hún er verulega breytt og endurbætt. Helstu nýjungar lúta að viðmóti forritsins gagnvart notendum en einnig er búið að bæta við fjölmörgum nýjum möguleikum til fram- setningar á upplýsingum, með- höndlunar og úrvinnslu á gögnum um gripina og reksturinn. Einnig byggir hin nýja útgáfa á gagna- flutningum í gegnum intemetið. Nýja forritið er skrifað í sama for- ritunarmáli og það sem gert hefur verið hér á landi við ískúna. Það verk hefur Páll Eggertsson forrit- ari og kúabóndi á Kirkjulæk unnið. Samningur BÍ við Landax as tryggir að þær geti á auðveldan hátt tengst nýju útgáfunni. Forsvarsmaður og aðaleigandi Landax, Torleif Bratlie, kom til landsins í lok október Hann heimsótti kúabændur til að kynna sér íslenskar aðstæður. Meðan á heimsókninni stóð var tækifærið Sérstakur hópur notenda og héraðsráöunauta - „Þróunarhópur ISKÝR"- sem stofnaður var í ársbyrjun, lagði drög að forgangs- röðun þeirra endurbóta og lagfæringa sem gerðar eru nú. Hópurinn hefur einnig prófað for- ritið eftir breyting- arnar áður en það er sent út til al- mennra notenda. I þróunarhópi ISKÝR eru Þórunn Andrésdóttir, kúabóndi í Bryðju- holti, Guðmundur Jóhannesson, héraðsráöunautur á Selfossi, Guðný Helga Björns- dóttir, kúabóndi á Bessastöðum, Þórarinn Leifsson, kúabóndi í Keldu- dal, Oddur Gunn- arsson, kúabóndi á Dagverðareyri og María Svanþrúður Jónsdóttir, héraðsráðunautur á Húsavík. Auk þeirra eru í hópnum þau Jón V. Jónmundsson, Jón Baldur Lor- ange og Maríanna H. Helgadóttir frá B.í. Kvikmynd um mannlíf í Svína- vatnshreppi í Austur-Húna- vatnssýslu var frumsýnd fyrir skömmu. Við það tækifæri var meirihluti íbúa hreppsins samankominn í samkomuhúsi sveitarinnar til að fylgjast með og var fólk mjög ánægt með hvernig til hefur tekist. Myndin var tekin árin 1999 og 2000 og annaðist Viggó Jónsson á Sauðárkróki myndatökur, sem og klippingu og hljóðsetningu. Hún tekur um 140 mínútur í sýningu og fengu öll heimili í sveitinni eintak af myndinni til eignar. Myndin er tekin að frumkvæði sveitarstjórnar Svína- vatnshrepps og bar hreppurinn allan kostnað af henni. Hún er ekki síst hugsuð sem heimiidar- mynd fyrir seinni tíma um hvernig mannlíf og búskapar- hættir voru í lok tuttugustu aldar. Jóhann Guðmundsson oddviti sagði að myndað hefði verið á öllum heimilum í sveitinni og væru myndir af öllum ábúendum. Þá eru afar fallegar myndir teknar úr lofti af sveitinni og öllum bæjum í hreppnum. Búskap eru gerð góð skil og eru myndir frá ýmsum atburðum, s.s. smala- mennsku á hrossum og sauðfé og sundurdrætti i Auðkúlurétt, rúningi, vali líflamba og óm- skoðun, heyskap, jarðrækt og frá veiðiskap í Svínavatni. Farið var í sláturhúsið og mjólkursamlagið á Blönduósi og fylgst með úrvinnslu landbúnaðarafurða. Ennfremur eru myndir frá skólastarfi í Húnavallaskóla, skím, jarðarför og erfídrykkju, sem og frá ýmsu tómstundastarfi hrepps- búa. Þá var myndað á Hvera- völlum og Blönduvirkjun og starf- semi hennar gerð góð skil, en virkjunin er stærsti atvinnurekand- inn í hreppnum. Er hér aðeins stiklað á stóm því flestum þáttum mannlífs í sveitinni em gerð nokk- ur skil í myndinni. FttOurnafn misritaOist Þegar Bændablaðið sagði ffá þeirri skemmtilegu hugmynd Eiríks K. Eiríkssonar á Gafli í Villingaholti að nota plasthólka innan úr rúlluplasti í girðingar- staura misritaðist foðumafn hans. Hann var sagður Ketilsson en er Eiríksson. Eiríkur er beðinn af- sökunar á þessari misritun. Plastristar Margar tegundir og styrkleikar fyrir nautgripi, kindur og svín VELAVAL-Varmahliö nr Simi 453 8888 Fax 453 8828 Veffang www.velaval.is Netfang velaval@velaval.is LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL www, við sjdum um fjármdlin Um textagerð með myndinni sá Unnar Ingvarsson en Jóhann oddviti flytur textann. Þess má svo geta að í myndinni er heimafengin tónlist, bæði úr tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu og einnig söngur Karlakórs Bólstaðahlíðar- hrepps sem svo sannarlega spillir ekki fyrir verkinu í heild. Að mati blaðamanns hefur verið vandað til verka við gerð myndarinnar og er þama um stórmerkilegt framtak hjá þeim Svínhreppingum að Viggó Jónsson tv. afhenti Jóhanni Guömundssyni oddvita fyrsta eintakiö af myndinni. Heimilislínan er víðtæk fjármálaþjónusta fyrir einstaklinga og heimili sem hægt er að sníða að þörfum hvers og eins. Þjónustan er ætluð skilvísum viðskiptavinum sem vilja nýta sér fjölbreytt þjónustuúrval bankans á hagstæðum kjörum. í þjónustunni felst m.a. Hærri innlánsvextir Allt að 500.000 kr. yfirdráttarheimild á Cullreikningi án ábyrgðarmanna Lægri vextir á yfirdráttarheimild og eingöngu er greitt fyrir nýtta heimild Visa Farkort eða MasterCard Heimskort Aðgangur að Heimilisbankanum á Internetinu Allt að 500.000 kr. skuldabréfalán til allt að fimm ára án ábyrgðarmanna A Heimilislínan ' '• -fjármibn I öruggum höndum % Allt að 1.000.000 kr. reikningslán á hagstæðum kjörum Creiðsluþjónusta með útgjalda- dreifingu, mánaðargjald Útgjaldadreifing i Heimitisbankanum á Internetinu Netklúbbur Heimilislínu Húsnæðislán til allt að 25 ára Ódýrari bilalán Lýsingar Ekkert árgjald » * Myndin um Svínavainshrepp irumsýnd

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.