Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 11. desember 2001 Guðmundur B. Helgason, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu íslenskur landbðnaður hefur ðkveðin söknarfæri Alþjóðaviðskiptastofnunin -Snúum okkur aðeins aó stöðu okkar mála innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. „Staðan er þannig að þegar landbúnaðarsamningurinn var gerður 1995 voru viðskipti með landbúnaðarvörur færð með ákveðnum bætti undir þetta fjöl- þjéðiega viðskiptakerfí. Samningurinn á sér þrjár meginstoðir, markaðsaðgang, út- flutningsstyrki og innanlandsstuðning. A þeim 6 árum sem liðin eru síðan samningurinn var gerður höfum við gengið í gegnum heiit framkvæmdatímabil. Við sömdum um ákveðna meðaltalslækkun á tollabindingum og að opna ákveðna innflutningskvóta á ákveðnum kjörum. Einnig að lækka fram- leiðslutengdan og viðskiptatruflandi innan- landsstuðning og útflutningsbætur. Þetta höfum við allt gert og gengið ágætlega að reka þennan samning. Það liggur fyrir í honum að áframhald þessa umbótaferlis skyldi hefjast áður en yfírstandandi fram- kvæmdatímabili lyki. Þar af lciðandi hafa verið í gangi viðræður tvö síðastliðin ár, en ekki af miklum krafti vegna þess að öllum aðilum er ljóst að samningar um einstök svið innan þessa fjölþjóðlega kerfís ganga síður upp. Farsælast er aó semja í lotuumhverfí, eins og í Úrúgvæviðræðunum, þegar farið er með málin sem eina heildstæðu. Á ráðherrafundinum í Doha í nóvember sl. náðu aðilar saman um að ýta nýrri viðræðulotu úr vör og þær viðræður eiga að hefjast strax á næsta ári, 2002. Stefnt er að því að þeim ijúki árið 2005. Þessar viðræður eiga að spanna mikiu víðara svið en bara landbúnaðinn. Það verður rætt um iðnaðarvörur, þjónustuviðskipti, hugverka- réttindi og ýmislegt annað sem hið alþjóðlega viðskiptakerfí er að sýsla með. I þessum viðræðum verður stefnt að því að bæta markaðsaðgang í alþjóðlegum landbúnaðarviðskiptum. Ákvarðanir hafa enn ekki verið teknar um hvað menn ætla að miða við en stefnt er að því að það liggi fyrir í mars 2003. Ef menn ákveða að halda sig við þá aðferðafræði sem þegar iiggur fyrir verður stefnt að því að lækka fram- leiðslutengdan og viðskiptatruflandi innan- landsstuðning um ákveðna prósentutölu, lækka tolla að meðaltali um ákveðna prósentutölu og væntanlega stækka inn- fíutningskvóta að einhverju marki. Jafn- framt verður stefnt að iækkun eða jafnvel afnámi útflutningsbóta. Það eru landbúnaðarútflutningsríki sem vilja sjá þróun í átt til mcira frjálsræðis miklu örari en samningurinn segir raun- verulega til um. Við höfum undirstrikað að samningurinn felur í sér langtímamarkmið, en það er mikilvægt þegar þessi mál koma til umræðu að menn skilji að þessir hlutir gerast ekki á einni nóttu eða einu sinni á fáeinum árum. Það þarf að gefa landbúnaðinum tíma til að aðlagast breytt- um veruleika á forsendum sem ganga upp. Við leggjum ríka áherslu á að sérstaða landbúnaöarins og hans fjölþætta hlutverk verði virt og að tiihlýðilegt tillit verði tekið til þátta sem ekki eru viðskiptalegs eðlis í öllum breytingum sem miða að auknu frjálsræði í viðskiptum, eins og landbúnaðarsamningurinn kveður á um." -Með tilliti til þess sem við Itöfum verið að ræða, telur þú að það sé bjart framundan i íslenskum landbúnaði? „Ég vona sannarlega og trúi því að svo sé. Á íslandi eru framleiddar hoiiar og góðar landbúnaðarafurðir í hreinu og ómenguðu umhverfi. Ég stend í þeirri trú að kröfur neytenda um gæðavöru eins og hér er verið að framleiða fari vaxandi, bæði innanlands og erlendis. Menn mega ekki gleyma því að samningar, eins þeir sem framundan eru, gefa íslenskum útflutnings- afurðum, hverju nafni sem þær nefnast, mikla möguleika. Ég tel að íslenskur land- búnaður hafí ákveðin sóknarfæri í krafti gæðanna. Landbúnaðurinn verður hins vegar að vera meðvitaður um þetta alþjóðlega umhverfi og aðlaga sig að því. Farsælla er að búa sér til samningsstöðu sem hentar okkar eigin forsendum en að loka augunum eða horfa í aðra átt. Gleym- um því ekki að þessir vindar munu gusta um okkur til framtíðar. Við eigum ekkert að þurfa að hrekjast í þessu alþjóðlega sam- starfí og komandi viðræðum." Fyrir tveimur árum var ungur maður, Guðmundur B. Helgason, ráðinn ráðuneytisstjóri landbúnaðar- ráðuneytisins. Þeir sem vanir eru pólitískum mannaráðningum í æðstu stöður í kerfinu urðu hissa. Menn vissu ekki til þess að hann væri flokksbróðir landbúnaðar- ráðherra en hann var embættis- maður í utanríkisráðuneytinu og með þá menntun og störf að baki sem skipti landbúnaðinn á Islandi miklu. En hver er þessi ungi maður? „Ég er fæddur og uppalinn í Vesturbænum í Reykjavík og því „borinn og bamfæddur KR-ingur," eins og sagt er. Faðir minn er Helgi Ágústsson sendiherra en móðir mín Hervör Jónasdóttir. Kona mín er Helga Jóna Benediktsdóttir, lög- fræðingur, og saman eigum við tvo syni, 4 og 7 ára. Svo á ég einnig 13 ára dóttur úr fyrra hjónabandi. Faðir minn hefur verið í utanríkis- þjónustunni í 30 ár og ég var ekki nema 8 ára gamall þegar fjölskyldan fluttist til Englands, þar sem faðir minn starfaði um tíma. Ég ólst upp við þetta flökkulíf sem fylgir störfum fólks í utanríkisþjónustunni, en dvöl okkar á Englandi stóð yfir í 4 ár. Það er alveg ógleymanlegur tími og ég sé það núna hve hollt það er fyrir böm að kynnast annarri menningu og öðmm tungumálum. Vegna þess að ég gekk þama í skóla á ég því láni að fagna að enska er nánast eins og mitt annað móðurmál. Ætlaði alltaf að verða embœttismaður Eftir að við fluttum aflur heim fór ég í Melaskóla og Hagaskóla eins og böm og unglingar í Vestur- bænum gera. Þegar náminu í Haga- skóla lauk fór ég að ráðum föður míns og hóf nám í Verslunarskóla íslands en hann hafði stundað þar London þar sem ég hafi lært að þýsku ríkin tvö gætu aldrei samein- ast. Hvað sem þessu líður var námið skemmtilegt og gaf mér góða og al- hliða sýn inn í samfélag þjóðanna og þau störf sem ég síðar valdi mér." Vélsmiðja á ísafirði Guðmundur lauk mastersnámi 1988, aðeins 23ja ára gamall. Þá hafði hann kynnst stúlku vestur á ísafirði og eftir að hafa lagt inn umsókn um atvinnu í utanríkis- ráðuneytið flutti hann til ísafjarðar og fór að vinna þar í vélsmiðju. „Ég vann í smiðjunni og líka í bygg- inga- vinnu það Áflog í skólanum Árin sem við vomm í Englandi, 1973 til 1977, voru gríðarlega spennandi því þetta var tími tveggja þorskastríða. Það mæddi rnikið á föður mínum og sendiráðinu í London á þessum tíma. Maður fór ekkert á mis vió þetta sjálfúr þótt bamungur væri. Ég lenti í áflogum í skólanum vegna landhelgismálsins og ég stundaði þá skipulögðu' hryðjuverkastarfsemi að krota á skólatöfluna „ísland 200 mílur," og fékk bágt fyrir eti upplifði þetta á þann hátt að ég væri að leggja mitt af mörkum til að brjóta niður andstöðu Breta. Allt þetta mál mótaði mann töluvert og því var það að þegar ég byrjaði í háskóla lá nokkuð Ijóst fyrir hvað ég vildi læra. Ég var í Washington í þrjú ár, 1984-1987, að ljúka mínu BA námi í alþjóðasamskiptum. Þetta voru nám. Ég útskrifaðist sem stúdent ffá Verslunarskólanum 1984. Foreldrar mínir höfðu flutt til Washington árið áður, þar sem faðir minn var orðinn sendifulltrúi. Ég sá mér þama leik á borði að fara vestur og hefja þar ffamhaldsnám auk þess að sameinast fjölskyldunni. Ég hóf fljótlega nám i alþjóða- samskiptum við George Washing- ton University. Ég hafði þá fyrir löngu ákveðið að reyna eftir megni að feta í fótspor föður míns. Það var svo margt við svona starf og lífið í kringum það sem heillaði mig snemma. Mér þótti það heillandi að geta unnið við alþjóðleg málefni án þess að þurfa að segja skilið við fósturjörðina eða hennar hagsmuni. Ég hef aldrei hrifist af þeirri til- hugsun. Með þetta í huga og iniðað við það sem ég hafði upplifað í æsku, að búa erlendis og sjá hvað verið var að fást við, þótti mér þetta spennandi tilhugsun. mikil „kaldastriðsár," og alþjóða- s- amskipti Bandarikjamanna vom eig- inlega ekki annað en samskipti við Sovétrikin sálugu. Þess vegna þótti mér vanta nokkuð upp á mitt nám í alþjóðasamskiptum eftir námið í Washington. Mér fannst vanta sjónarhom Evrópu inn í námið. Þess vegna ákvað ég að sækja mast- ersnám í London, borginni sem ég mun alltaf líta á sem mitt annað heimili. Þar hóf ég nám í stjómmálaffæði með sérstaka áherslu á Evrópu. Ég hef stundum sagt það í gamni að ég hafi farið til Bandaríkjanna til að verða kald- astríðsffæðing- ur en hafi svo einu rúma ár sem ég bjó á ísafirði. Þetta var góður tími og þama stofnaði ég fjölskyldu og kom undir mig fótun- um eftir námið. Það stóð að vísu aldrei til að þetta yrði mitt framtíðarstarf og við fluttum því til Reykjavíkur og ég hóf störf hjá Ice- land Review og vann þar í rúmt ár við blaða- mennsku. Það var góð reynsla því það gaf mér betri innsýn í málin hér heima. En allt vom þetta biðleikir sem maður var að leika vegna þess að ég bar alltaf þá von í bijósti að þar kæmi að ég fengi starf í utanríkisþjónust- unni. Kallið kom svo síðla árs 1990 og' ég hóf störf í utanríkisþjónust- unni í janúar 1991. Þar starfaði ég svo þar til ég - kom í landbúnaðarráðuneytið árið 2000." I utanríkisþjónustuna I upphafí starfaði Guðmundur á almennri skrifstofú í utanríkis- ráðuneytinu en fór næst á vamar- málaskrifstofúna uns hann var sendur til Genfar árið 1993 til starfa við fastanefhd íslands hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni, Sam- einuðu þjóðunum og EFTA. Þama starfaði- hann í fimm ár og þá aðal- lega að því sem snéri að GATT og því sem síðar varð Alþjóðavið- skiptastofnunin, WTO. „Eins og menn þekkja er WTO lagalegur og stofnanalegur rammi um hið. fjölþjóðlega viðskiptakerfi. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þjóið-eins og íslendinga að vera í þessu samfélagi, jafn háðir út- flutningi og við emm. Það gefúr okkur stöðugleika og reglufestu fyrir okkar viðskiptalegu hagsmuni. Landbúnaður er auðvitað mjög mikilvægur málaflokkur innan þessarar stofnunar. Mér varð strax ljóst hvaða hagsmunir væm þama í húfí og ég heillaðist mjög af þes- sum málaflokki sem var bæði umfangsmikill 'og erfíður. Skuld- bindingar okkar í WTO hafa frá upphafi verið mjög í umræðunni hér á landi og það mæðir nokkuð á fastanefndinni í Genf að veija hags- muni íslands á þessum vettvangi. Hvað varðar alþjóðaviðskipti má segja að þama hafí ég aflað mér sérfræðikunnáttu í þeim málaflokki sem. landbúnaðurinn er. Eftir að ég flutti frá Genf til starfa við sendiráð íslánds í París og fastanefiid íslands hjá OECD hélt þessi áhersla áfram vegna þess að OÉCD er mikilvægur samráðs- og upplýsingaskipta- vettvangur fyrir okkur íslendinga. OECD er að vinna mikilvægar úttektir á landbúnaðammhverfí aðildarríkjanna og tengdist því mikið því sem ég hafði verið að gera áður. Sömuleiðis var ég vara- fastafúlltrúi íslands hjá FAO og enn og aftur kom landbúnaðurinn við sögu og má því segja að hann hafi verið eins og rauður þráður í gegnum mitt starf erlendis." • „Þegar ég frétti að starf ráðu- neytisstjóra landbúnaðarráðuneytis- ins var laust til umsóknar fannst mér óg hafa eitthvað til bmnns að bera í starfið og sótti því um. Mér er þáð alveg ljóst að þetta alþjóðlega umhverfi sem vi.ð emm í mun verða mikilvægur áhrifavaldu.r þegar við horfúm til framtíðar. Það má segja að á meðan ég starfaði erlendis hafí ég um margt verið að vinna sérfiræð'ivinnu fyrir landbúnaðar- ráðúneytið og tel ég mig þvi hafa komið hingað inn með þekkingu sem nýtist ráðuneytinu vel. "Ég hafði svo sem einnig per- sónulegar ástæður fýrir því að huga að heimflutningi. Staða maka í ut- anríkisþjónustunni er til að mynda ekki öfundsverð með tilliti til at- vinnu og starfsframa og hagur bama getur auðvitað verið áhyggju- efni, t.d. hvað varðar skólagöngu. Ég verð einnig að segja að til- hugsunin unt að geta eytt meiri tíma í sveitinni á Leysingjastöðum, jörð okkar hjóna í Dalabyggð, var ákafl- ega heillandi. Það hefúr verið strákunum mjög dýrmætt að kynnast sveitinni og sá eldri á sér ekki aðra ffamtíðarósk en að verða bóndi."

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.