Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 11. desember 2001 Aðbúnaður^hrossa Behir mð ef duga skal Um síðustu áramót rann út frestur til að uppfylla skilyrði um skjól fyrir útigangshross sam- kvæmt reglugerð um aðbúnað og heilbrigðiseftirlit hrossa. Forða- gæslumenn og héraðsdýralæknar hafa eftirlit með því að reglu- gerðinni sé framfylgt og hefur verkaskipting verið ákveðin þann- ig að forðagæslumenn sjá um grunneftirlitið en héraðsdýralæknar fylgja eftir kröfum um úrbætur. Forðagæslumenn könnuðu sérstaklega aðbúnað hrossa á úti- gangi við vorskoðun 2001. Mest áhersla var lögð á að fá yfirlit yfir stöðu þessara mála og finna hvar brýnust þörf væri á úrbótum. Nokkur vandi er að meta gæði hrossaskjóla hvort sem þau eru frá náttúrunnar hendi eöa mannvirki og sama má segja um aðgang að vatni. Skýrar reglur eru ekki tiltækar og aðstæður margbreyti- legar. Hlutverk forðagæslumanna er því erfitt en vonandi mun byggj- ast upp reynsla og þekking sem auðveldar þetta mat. Ákveðið var að byrja með mjög einfalda flokk- un: gott, viðunandi og óviðunandi. Ekki töldu allir forðagæslu- menn sig í stakk.búna til að sinna eftirlitinu síðastliðinn vetur af mis- munandi ástæðum. Upplýsingar og eyðublöð vegna eftirlitsins bárust heldur seint og átti það einnig sinn þátt í að skil urðu ekki betri en raun ber vitni. Niðurstöður veturinn 2000 - 2001 Upplýsingar bárust um 948 staði eða hrossahólf þar sem var að finna 16.566 hross. Þetta er aðeins um þriðjungur útigangshrossa í landinu. Á flestum stöðum vóru skjólin talin vera góð eða viðunandi, en óviðunandi á 48 stöðum. Víðast var eingöngu um náttúrulegt skjól að ræða, en á 20% af stöðunum voru manngerð skjól og á 7% þeirra var hvoru tveggja. Aðgangur að vatni var yfirleitt góður eða viðunandi en óviðunandi á 24 stöðum. Þar sem skjól og/eða aðgangur að vatni var óviðunandi hafa héraðsdýralæknar nú farið skrif- lega fram á úrbætur fyrir komandi vetur. Alls fengu 56 aðilar slík bréf. Þar sem skil á aðbúnaðar- skýrslum voru ekki betri en raun ber vitni verður að ætla að úrbóta sé þörf á mörgum stöðum til viðbótar en áhersla verður lögð á að ná til allra næsta vetur. Ráðleggingar Fyllsta ástæða er einnig fyrir þá sem hafa haldið hross sín við viðunandi aðstæður að huga að úrbótum fyrir komandi vetur. Hrossin þurfa að geta leitað skjóls við öllum vindáttum og víða er þörf á að koma upp manngerðu hrossaskjóli þó svo náttúrulegt skjól sé þokkalegt. Fjölbreyttir möguleikar til að leita skjóls eru alltaf til bóta fyrir hrossin. Einnig þarf að taka tillit til hrossafjöldans þegar skjól er metið. Gott manngert skjól skal vera a.rn.k. 2,5 m hátt og með 3 veggj- um hið minnsta. Það skal staðsett á þurrum stað og stærð þess skal vera í samræmi við hrossaíjöldann. Skjól þessi geta verið úr timbri eða öðru efhi og best er að þau brjóti vindinn eins og þétt grindverk. Þá geta skjólin verið úr jarðvegi eða rúllum en þar sem þau loka alveg fyrir vind þurfa þau að vera hærri.. Hvers konar hús geta myndað skjól fyrir hross en hrossin þurfa að komast í kringum þau til að nýta sér skjól þeirra gegn veðri úr öllum áttum. Lélegar byggingar geta verið hættulegar vegna fokhættu og hross hræðast þær í roki fremur en leita þar skjóls. Til að náttúrulegt skjól teljist gott þurfa að vera hólar, hæðir, klettar eða lautir í landslaginu með hæðarmun sem að lágmarki svarar til þess sem kveðið er á fyrir mann- gerð skjól. Skjólbelti og annar trjágróður geta einnig veitt gott skjól. Gagnlegt getur verið fyrir hrossaeigendur að fara urn landið í vondum veðrum til að komast að því hvort þar sé nægilegt skjól að finna. Þó aðeins sé kveðið á um skjól fyrir útigangshross að vetri má öllum sem eiga hross og fylgst hafa með atferli þeirra vera ljóst að þörfín er ekki minni bæði að hausti og vori. Aðgangur hrossa að vatni verður að vera tryggur í ffosta- köflum á vetrum sem og öðrum veðrum til að teljast viðunandi. Ekki er viðunandi að hross þurfi að leita í skurði eða aðra hættulega staði til að ná sér í vatn. Ekkert er þó eins mikilvægt fyrir velferð hrossa á útigangi og að þau séu í góðum holdum og hafi. nóg að bíta og brenna. Flokka þarf hrossin eftir aldri, holdafari og fóðurþörf og tryggja þannig að hver einstaklingur fái það atlæti sem honum ber. Eftirlit meó aðbúnaði veturinn 2001-2002. Ákveðið hefur verið að ffamkvæma eftirlitið með svipuðum hætti og síðastliðinn vet- ur. Aðeins verður þó farið fram á að forðagæslumenn fylli út. aðbúnaðarskýrslu ef skjól eða aðgangur að vatni telst óviðunandi. 1 athugasemdum skulu þeir nú einnig geta um holdafar hrossanna. Affit af skýrslunni skal sent viðkomandi héraðsdýralækni innan viku frá skoðun og ákveður hann ffekari aðgerðir. Sigríður Björnsdöttir, dýralœknir hrossasjúkdóma. Hestaheilsa Eiðfaxi hefur gefið út bókina Hestaheilsa eftir Helga Sigurðsson dýralækni. Er þetta 2. útgáfa bókarinnar, en hin fyrri kom út árið 1989. Bókin fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um hrossa- sjúkdóma og er 285 bls. í stóru broti og prýdd hundruðum ljós- mynda. Höfundurinn segir í for- mála að tilgangur bókarinnar sé að vera handbók fyrir hestamenn þegar þeir þurfa hennar nauð- synlega við. Hann segir að miklar breytingar hafi orðið í öllu um- hverfi hestamennskunnar hér á landi á þeim rúma áratug sem liðin er frá því fyrri bókin kom út. Þetta á jafnt við um sjúkdóma sem önnur atriði er snerta hesta- mennskuna. Bókin skiptist í 33 kafla sem snerta flest þau vandamál sem hestamenn hér á landi standa ffammi fyrir. Til sölu Kverneland tvískera- plógur 12" í góðu lagi. Verð ca.70.Ó00.- +vsk. Til sölu 2 stk Alfa-Laval Duovac með rafmagnssogskiptum kr.20.000 +vsk /stk. Einnig Alfa-Laval sog- dæía árg.'95 notað I tvö ár kr.50.000.- + vák. Uppl. í símum 437-2065, 853-7695, 861-3966. GLEÐILEG JÓL Þökkum viðskiptin á líðandi ári DEKKJAHÖLLIN AKUREYRI S. 462 3002 * FELLABÆ S. 471 1115 Sóireinsun gróðurhúsa Nú er sá tími kominn að margir garðyrkjubændur eru að undirbúa gróðurhúsin fyrir nýjar plöntur. Það er engin spuming að rækileg þrif og sótthreinsun áður en plöntumar koma í húsin geta sparað mikil útgjöld á ræktunar- tímanum og skilað aukinni fram- leiðni. Til að sjúkdómar og meindýr verði vandamál þarf þrennt til: 1. Sjúkdómurinn eða mein- dýrið að vera til staðar 2. Skilyrði þurfa að vera hagstæð fyrir sjúkdóminn eða meindýrin. 3. Plöntumar þurfa að vera móttækilegar. Hér á eftir er stiklað á stóm yflr hreinsun og sótthreinsun gróðurhúsa en á þann hátt drögum við úr líkunum á að sjúkdómar og meindýr komi í ræktunina. 1. Haldið hitastigi nægilega háu í lok ræktunar til að hugsanleg meindýr og sjúkdómar fari ekki í dvala. 2. Hafi meindýr eða sjúkdómar verið til staðar, úðið eða svælið með viðeigandi lyQum eða sótthreinsiefnum í auknum styrk áður en hent er út. 3. Ef erfíðir sveppasjúkdómar hafa verið í ræktuninni er ráðlagt að svæla eða úða með formalíni eða klóríndíoxíð. 4. Að því loknu er öllu grænu, plöntum og illgresi, fargað tryggi- lega. 5. Dropapinnar og slöngur þarf að sótthreinsa svo og áhöld og tæki sem nálægt ræktuninni koma. 6. Húsið er nú úðað með sterkri grænsápulausn, hún látin þoma á og að því loknu er það þrifið með háþrýstidælu. 7. Jarðvegur sótthreinsaður eftir því sem aðstæður leyfa. 8. Nú er ráðlegt að svæla eða úða á ný með Formalini, Deosan Flora, K.lóríndíoxíði eða Virkon S ef sjúkdómar hafa verið vandamál. Sótthreinsun. Þegar svæla á grænmetishús að loknu ræktunartímabili er best að plöntumar séu enn i húsunum. Tveimur til þremur dögum fyrir svælinguna er hitinn hækkaður í húsinu (gjaman í um 30oC) til að hugsanleg egg meindýra klekist fiekar út. Æskilegt er að rakastigið sé ekki undir 70% og hitastig um 20oC. í 100 m3 þarf 4 lítra af formalíni og 1 kg af kalíum- permanganati. Til að verkið gangi sem hraðast fyrir sig, þarf að koma öllu sem haganlegast fyrir. Ákveðnum fjölda af tunnum eða stórum kerjum er dreift um húsið og fomialíninu hellt í. Mikilvægt er að kerin séu nægilega stór til að lausnin frussist ekki út úr þegar kalíumpermanganatið fer að virka. Kerin verða að vera a.m.k. 10 sinnum stærri en formalínmagnið. Við hliðina á kerinu er lagður pappírs- eða strigapoki, með réttu magni af kalíumpermanganati. Best er a.m.k. 2 persónur byrji samtímis, innst í húsinu, að setja kalíumpermanganatpokana ofan í kerin. 1-2 mínútum síðar byijar formalínið að frussast og "sjóða" og eiturgufúr myndast. Því er mikil- vægt að verkið gangi sem fljótast fyrir sig. Að því loknu er húsinu lokað og haldið vandlega læstu ffam á næsta dag þegar loflað er vel út. Hafa ber í huga að formalín er hættulegt efni og er m.a. talið krabbameinsvaldandi. Mjög mikil- vægt er því að sýna ýtrustu aðgát við notkun. Einnig má nota kaldþokutæki til að svæla með formalíni. Notað er 10 1 formalín í 1000 m2 hús. Heilgríma með síu B3 og galli eru nauðsynleg ef fara á inn í húsið fljótlega eftir svælingu eða úðun. 1. Kaldþokun með Virkon S. Úðað með 1:200 (0.5%) lausn af Virkon S a.m.k 1 lítri af lausn í 100m3 , 2. Úðun með Deosan Flora. Ekki er ráðlegt að kaldþoka með Deosan Flora þar sem lampar eða annar rafbúnaður er heldur skal úða með 3.0% lausn (300 ml í 10 lítra). Lágmarks snertitími er 15 mínútur en ástæðulaust er að þvo efhið af. 3. Úðun með Klóríndíoxíð. Úðun eða kaldþoka með 1:200 (100 ppm). Efnið er mjög lítið tærandi og á ekki að þurfa að skola innan úr húsinu. Efiiið verkar mjög vel á stuttum tíma. Hreinsun og sótthreinsun dropakerfa. Hreinsun á dropaslöngum er háð því hvað á að hreinsa burt. Þannig er saltpéturssýra notuð ef um útfellingar er að ræða, en bleikiklór, Klóríndíoxíð, Deosan flora, Korsolín og/eða joðsambönd ef urn sótthreinsun er að ræða, AIIs ekki blanda lausnum af sýru og bleikiklór saman. Notuð er 2ppm lausn saltpétursýru í vökvun að staðaldri. Ef leggja á kerfíð í bleyti er notuð sterkari lausn eða allt að 2% saltpéturssýra eða 5% fosfórsýra. Endatappar teknir úr áður og skolað í gegn með hreinu vatni. Elektróður fyrir pH og leiðni þola illa sótthreinsiefni og alls ekki sýruna og þarf því að fjarlægja þær áður. Ef bleikiklór er notaður þarf um 3 lítra í 100 lítra af vatni. Auðveldast og ódýrast er að setja lausnina í tunnu og rúlla dropa- slöngunni ofan ’í hana. Ekki má framkvæma svona hreinsun í gegnum kerflð á rneðan plöntumar eru til uppskeru, það gæti kostað þær lífíð. Skola slöngumar síðan vel með hreinu vatni. Vökva má með 100 ppm Klóríndíoxíð í lok ræktunar. Efnin fást hjá eftirtöldum aðilum: Frjó , Gróðurvömr, Phar- maco og Tandur. Magnús A. Agústsson, ylrœktarráðunautur BÍ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.