Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 18
18 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 11. desember 2001 A Iftagerðisbrœður „Hestastúss Péturs dró margan gestinn heim í hlað í Álftagerði enda voru tamningar og hrossasala öðrum þræði hans lifibrauð. Á þessum árum var einnig skilarétt á bænum þar sem íbúðarhús Ólafs Péturssonar í Álftagerði II stendur nú. Mikill gestagangur fylgdi réttarstörfunum og voru húsfreyjur önnum kafnar við bakstur dagana á undan og við að uppvarta aðkomufólkið þegar svo kom að sjálfúm réttardeginum. En þótt mikill spenningur væri í drengjunum yfir réttunum fannst þeim fátt jafn æsilegt og að fá að komast á kapp- reiðamar á Vallabökkum við Héraðsvötn sem haldnar voru þar árlega þrettándu helgi sumars á ámnum 1945-1968, eða þangað til keppnis- svæðið á Vindheimamelum var tekið í gagnið. Sem tamningamaður fór Pétur þangað eðlilega með margt hesta á þessum ámm og tveir af elstu drengjunum, Ólafur og Pétur, tóku einnig þátt í mótinu, vom látnir hleypa eins og algengt var með stráka sem vom vanir knapar, en einnig seldu þeir sælgæti. Ekki æfðu drengimir neitt sérstaklega að hleypa en vöndust því fljótt að tolla á þótt hart væri riðið. Þegar þeir riðu út í Varmahlíð í sundkennsluna á vorin var vaninn að keppast sem mest um hver yrði fyrstur í fötin aftur og á bak og síðan var hleypt þaðan heim í hlað í Álftagerði i einum djöfulsspreng. Kappreiðamar á Vallabökkum vom líka kærkomin tilbreyting frá bústörfunum því þetta var eitt af fáum skiptum allt sumarið sem systkinin fóm af bæ. Þama sáu drengimir mörg undur náttúmnnar í fyrsta sinn, svo sem tilburði karlanna þegar þeir tóku að gerast ágengir við kvenpeninginn. Að kappreiðum loknum var svo slegið upp dansleik í tjaldi þar sem helstu stórhljómsveitir Norðurlands léku fyrir dansi: Hinir siglfirsku Gautar, Geirmundur Valtýsson, Ferguson-tríóið svokallaða og margir fleiri. Það dró heldur ekki úr gestaganginum að Pétur í Álftagerði lék ekki aðeins á harmonikku, söng einsöng í Heimi, tamdi hross og sýndi klárhesta á Vallabökkum, heldur klippti hann einnig nánast alla karlmenn í sveitinni. Hann byrjaði snemma að klippa og klippti alla jafn- aldra drengjanna alveg þangað til þeir urðu fullorðnir menn. Ekki er vitað með vissu hvemig þetta bar til en í Álftagerði var jafnan mikil klippivertíð þegar dró að jólum. Þá komu bændur víða að og tóku syni sína með sér. Pétur notaðist við venjuleg skæri og handklippur með tveimur kömbum, bæði grófum og finum, og þótti klippa ágætlega. Hann stundaði þetta eins lengi og heilsan leyfði og þar breytti engu þótt rakarastofa hefói um nokkurt skeið verið starfrækt á Sauðárkróki. Að loknum klippingum var svo tekið lagið. Pétur eldri tók upp harmonikkuna, Sigfús gítarinn og fyrir kom að Óskar greip til hárgreiðunnar þannig að úr varð hin ágætasta hljómsveit hússins. Tamninga- félagi Péturs, Ámi Kristjánsson á Hofi, átti tvo syni og einhverju sinni þegar hann tók þá með sér í klippingu varð annar þeirra snarvitlaus og ómögulegt virtist vera að tjónka við hann. Þrautalendingin var að Pétur setti hann upp á hest, settist fyrir aftan hann og klippti hann á hestbaki. Eitt sinn klippti hann líka fullorðinn mann úr sveitinni sem átti að fara í læknis- skoðun á Akureyri tveimur dögum síðar. Aldrei komst þó maðurinn norður því skömmu eftir að hann kom heim úr klippingunni varð hann bráðkvaddur og fór nýklipptur inn í eilífðina. Bræðumir segja að þegar Pétur faðir þeirra heyrði þessi tíðindi hafi hann lofað Guð fyrir að maðurinn skyldi ekki deyja í stólnum hjá sér! Klippingar Péturs höfðu þau áhrif á heima- sætuna á bænum, Herdísi, að hún ætlaði sér að verða rakari þegar hún yrði stór, nokkuð sem sjaldgæft var meðal stúlkna á þeim tíma. Hún hafði þá tekið að sér að klippa foður sinn því ekki var hann svo snjall að geta klippt sig sjálfur. Bræðumir héldu sig þó við klippur pabba gamla, ekki síst eftir eitt haustið fyrir réttimar þegar Herdís klippti Gísla og Óskar svo hressilega að varla varð stingandi strá eftir á kolli þeirra. Huldu þeir höfuð sín með húfum, svo krúnurakaðir voru þeir. Þegar að Herdís fór ung að heiman til Akureyrar gekk hún á milli Fróðleiksfúsi í sveitinni Margmiðlunardiskur um íslenskan landbúnað Jólagjöf sem gleður! Fæst hjá Bændasamtökum íslands. Verð kr. 1.250 Hringdu í síma 563 0300 og við sendum diskinn um hæl Út er komin bókin Alfta- gerðisbrœður - skagfirskir söngvasveinar eftir Björn Jóhann Björnsson. Hér birtist hluti 2. kafla bókar- innar þar sem sagt er frá uppvaxtarárum söngbrœðranna frá Alfta- gerði, Sigfúsar, Pe'turs, Gísla og Oskars Péturs- sona. Tvö börn Péturs Sigfússonar og Sigrúnar Ólafsdóttur í Alftagerði, Olafur og Herdís, koma einnig við sögu í bókinni. óhreyfður, en síðan hefur hún ekki fundið slíka jurt. Gítarinn skildi hún ekki við sig í mörg ár eftir þetta eða þar til að þéttvaxinn vinur hennar settist ofan á hann í ógáti og braut hann í spað! Herdís fékk það hlutverk öðm hvoru að gæta yngri bræðra sinna, Gísla og Óskars. Gekk það yfirleitt stóráfallalaust en i eitt skiptið, er Pétur, Rúna og Sigfús vom á dans- leik í samkomuhúsinu á Reykjum, munaði afskaplega litlu að það kviknaði í nýja steinliúsinu í Álftagerði. Drengimir og Ólafur afi þeirra vom þá lagstir til svefns en Herdís ákvað að vaka eitthvað lengur og setjast niður og skrifa bréf, aldrei þessu vant, til Ólafs, bróður sins, sem þá var á vertíð sunnan heiða. I miðjum skrifum heyrði hún ógurlegt ýlfur og læti i hundunum sem hömuðust þá á hurðinni milli eldhússins og kjallarans. Myrkfælni og ótti við draugagang gerði það að verkum að hún þorði ekki í fyrstu að gá hvað væri að gerast en þegar Gísli kom líka fram á gang fóm þau í sameiningu að hurðinni niður í kjallarann og opnuðu fyrir hundunum. Kom þá reykjar- mökkurinn á móti þeim og skelltu systkinin aftur hurðinni. Næst mku þau út, bmtu upp kjallarahurðina og réðust gegn eldi sem byrjaður var að krauma út ffá miðstöðvar- katlinum. Rúna hafði fyrr um daginn verið að Álftagerðisbræðurnir Sigfús, Óskar, Pétur og Gísli Péturssynir slá á létta strengi á góðgerða- tónleikum í Glerárkirkju sem haldnir voru til styrktar ferðasjóðs fótboltagutta í sjötta flokki Þórs, fyrr á þessu ári. Bræðurnir hafa lagt fjölda mála lið með ómþýðum söng og annáluðu iéttlyndi. Mynd: Kristján Kristjánsson. rakara í bænum en kom alls staðar að lokuðum dymm. Enginn vildi taka hana á samning þar sem hún var kona. Herdís var reyndar ekki óvön því að það stríddi á móti henni að vera kvenkyns. Það gat stundum verið erfitt fyrir hana að alast upp í þessum stóra strákahópi. Kom gjaman fyrir að hún varð útundan þegar strákamir ætluðu að gera eitthvað saman úti við og hún þurfti að aðstoða móður sína við heimilisverkin innan dyra. Þannig fékk hún aldrei að fara í göngur og sætti sig illa við það. En hlutskipti hennar á bænum var ekki svo slæmt að engar óskir rættust. Eitt sumarið, þegar hún var á ellefta ári, var hún á rölti um túnið í Álftagerði og rakst á fjögurra blaða smára. Hún sleppti ekki þessu tækifæri og óskaði sér þess að hún eignaðist gítar. Það var nokkuð sem hana hafði dreymt um lengi enda töluverð músík í stelpunni eins og hún átti kyn til. Hún sagði engum frá því að hún hefði fundið fjögurra blaða smárann og stakk honum inn í sálmabók Ólafs, bróður síns, því hún vissi að sú bók yrði ekki mikið hreyfð. Síðan leið að jólum og Herdís búin að gleyma þessu með smárann. En í einum pakkanum leyndist gítar frá bræðrum hennar og hrópaði hún upp yfir sig "smárinn" þegar pakkinn var opnaður. Rauk hún fram úr stofunni og inn í herbergi Ólafs til að finna sálmabókina. Þar lá smárinn á sínum stað, þurrka fiðurdún á katlinum með þessum afleiðingum. Að slökkvistarfi loknu kom þeim Herdísi og Gísla fyrst til hugar að hringja eftir hjálp og eftir skamma stund voru nágrannar af næstu bæjum mættir. Þeir aðstoðuðu við að reykræsta húsið og voru allir gluggar og hurðir sett upp á gátt. Hvarf reykjarlyktin á skömmum tíma en hitastigið í húsinu var áreiðanlega komið niður undir frostmark þegar Rúna, Pétur og Sigfús komu loks heim af ballinu. Til að valda ekki of mikilli geðshræringu geymdi Herdís það til næsta morguns að segja móður sinni frá atburðum næturinnar og af hverju húsið hefði verið svo vel loftræst þegar þau komu heim. En þetta bréf Herdísar, sem líklega bjargaði lífi heimilisfólksins í Álftagerði í þetta sinn, var ekki klárað og fór aldrei af stað í verbúðina til Ólafs. Fólkið á bænum var reyndar vant því að eldur kæmi upp, sér í lagi vegna sótsprenginga í miðstöðvarkatlinum, og í gamla bænum kviknaði stundum í þekjunni að innanverðu. Hlupu menn þá út með torfið og stöppuðu glóðina úr með fótunum. Kipptu menn sér ekki mikið upp við svona atvik, þetta var hluti af hinu daglega lífi og reynt að bjarga sér á staðnum. Slökkvilið var ekki burðugt fyrirbæri á þeim árum og aðeins kallað út í algjörum neyðartilvikum." Forystufé er einstakt og ferhyrntféer sjaldgæft í heimmum Svo sem frá var greint hér í blaðinu á sínum tíma var Forystu- fjárræktarfélag íslands stofnað um sumarmál 2000 og eru nú félagar þess orðnir 150 að tölu, þar af 4 í Norður-Ameríku þar sem áhugi á því fer vaxandi eins og á íslensku fé almennt. Félagar eru dreifðir um land allt og þar sem ekki er að því hlaupið að halda fundi og þar að auki kostnaðarsamt hefúr stjómin lagt áherslu á að mynda gmndvöll fyrir starfsemi á komandi ámm með ýmsu öðm móti. Kappkostað hefur verið að afla félaga og ástæða er til að nefna sitthvað sem hefur verið gert eða er á döfinni. Við höfúm nýtt ýmis tækifæri til að kynna íslenska forystuféð sem er einstakt á heimsvisu. Þar má nefna að Guðnýju Halldórs- dóttur kvikmyndaleikstjóra var liðsinnt í haust við efnisöflun vegna gerðar kvikmyndar um ís- lensku sauðkindina, á alþjóðlegri ráðstefnu í Búdapest flutti sá sem þetta ritar erindi um forystuféð og eiginleika þess og ýmsir hafa fengið frá okkur upplýsingar um þessa merkilegu erfðaauðlind sem felst í forystueiginleikunum. I ljósi ýinissa breytinga í sauð- fjárræktinni þarf að vera vel á verði til að einstakir eða sjaldgæfir eiginleikar glatist ekki og því var landbúnaðarráðherra skrifað bréf í fyrrahaust, og það ítrekað síðar, þar sem þess var farið á leit að við gerð uppkaupasamninga yrði leyft að eiga allt að 5 skýrslufærðar kindur af forystustofni auk þeirra 10 sem heimilt er að halda eftir til heimilisþarfa. Var þetta gert á þeim gmndvelli að forystufé er fyrst og fremst ræktað á grundvelli vitsmuna en ekki kjötframleiðslu. Svar hefur ekki borist og þykir okkur miður því stofninn er í útrýmingarhættu samkvæmt alþjóð- legum viðmiðum . Þá má geta þess að verið er að endurbæta þau forrit hjá Bænda- samtökum Islands sem notuð eru við úrvinnslu sauðíjárskýrslna þannig að hægt verður að halda sérstökum fjárstofnum aðskildum í bókarfærslum og uppgjöri. Það mun nýtast okkur vel fyrir forystuféð sem ætti sem allra flest að vera í skýrsluhaldi fjárræktar- félaganna. Á döfinni er samning bókar fyrir bæði innlendan og erlendan markað og verið er að ræða um útgáfu myndbands um forystufé. I lokin er rétt að nefna að áhugafólk um íslenskt fé í Norður- Ameríku hefúr ekki aðeins áhuga á forystufé heldur einnig fer- hymdu fé og vill fá sæði til ræktunarstarfs vestra. Mér sýnist því tímabært að við förum að huga sérstaklega að þeim eiginleika líka og emm við í forystufjárræktar- félaginu reiðubúin að byggja upp sérstaka skrá yfir eigendur fer- hymds fjár og mega slíkir gjaman hafa samband við mig. Minnumst þess að vemdun erfðaauðlinda er ekki aðeins náttúmvemdarmál heldur einnig menningarmál og ég tel að við eigurn að leggja vaxandi áherslu á vemd allra landnámskynjanna og erfðaeiginleika þeirra sem margir hverjir em mjög sérstæðir og jafnvel einstakir á heimsvísu. Eyðing erfðaefnis búfjár er orðin mikið vandamál sem alþjóðlegar stofnanir og ríkisstjómir víða um heim láta sig varða i vaxandi mæli. Ólafur R. Dýrmundsson form. FI, s. sími 563-0300 og tölvupóstfang: ord@bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.