Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 26
26 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 11. desember 2001 bús, mun þetta auðvitað endur: speglast í skiptingu hagnaðarins. í Noregi gilda hins vegar reglur um þetta, þar segir að ef tveir aðilar standi að samrekstri þá verði a.m.k. 30% af tekjum og vinnu- ffamlagi að falla til annars aðilans. Ef þrír aðilar standa að rekstri er krafan 20% og ef fjórir eða fleiri standa að rekstrinum er krafan 10%. Samanlagðar tekjur breytast yfírleitt lítið við samruna. Greiðslumarkið og nýting þess ákveður að mestu tekjumar og kjötframleiðsla breytist yfirleitt lítið. Oftast fer það svo að í sam- runa tveggja eða þriggja mjólkur- framleiðenda em kýmar settar í besta fjósið og ungneytið í hin og heildarframleiðslan breytist lítið, hvort sem er af kjöti eða mjólk. Viðhorf kerfisins Styrkjakerfi landbúnaðar er öðruvísi í Noregi en hér á landi. Þannig er vemlegur hluti styrkja til mjólkurffamleiðenda bundinn fjölda dýra í fjósi og stærð ræktaðs lands. Auk þess fara styrkir minnkandi eftir því sem búið verður stærra. Það þarf því að athuga ýmislegt vandlega til að átta sig á áhrifúm styrkjakerfisins á rekstrargmndvöll samrekstrar- einingarinnar. Reglum um meðferð þessara þátta hefur einnig nýlega verið breytt þar. Af þessu þurfúm við lítið að hafa áhyggjur hér, a.m.k. í bili. Hérlendis er þó kveðið á um að framleiðsla upp í greiðslumark skuli fara fram á þeirri jörð þar sem greiðslumarkið er skráð. Þannig yrði að færa greiðslumarkið á þá jörð þar sem mjaltir fæm fram. Þetta gæti vafist fyrir sumum þar eð greiðslumark er veðsett með þeirri jörð sem það er skráð á. Eftirfarandi texti er að mestu byggður á grein Knut Heie sem birtist í norska blaðinu BUSKAP (nr 7-2001) og má finna á slóðinni www.geno.no Ymislegt fróðlegt um sama efni má einnig fínna á síðunni www.norgesvel.no. í greininni segir m.a. að samrekstur leiði ekki alltaf til betri rekstrarskilyrða fyrir mjólkurframleiðendur en hann geti verið mjög góð lausn þegar aðstæður eru hagstæðar. Eiríkur Blöndal, framkvæmda- stjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands þýddi og endursagði. Samrekstur er nú algengt umræðuefni á kúabúum um allan Noreg. Margir upplifa þetta rekstrarform sem möguleika til að halda áfram, eða allavega létta á þeim annmörkum sem þeir lifa með dags daglega. Þegar eru um 700 samrekstrareiningar viður- kenndar í Noregi og ef marka má þátttöku á fundum og námskeiðum um þetta efni þá mun þeim enn um sinn fjölga til muna. Flestar samrekstrareiningamar samanstanda af 2-3 eigendum og 20-30 árskúm. Þó eru nokkrar einingar sem samanstanda af 5-7 eigendum og 100-130 árskúm. Með samrekstri í þessu samhengi er átt við að stofnað sé fyrirtæki þar sem tveir eða fleiri mjólkurframleiðendur slá saman jörðum sínum og reka sameiginlega fóður-, mjólkur- og kjötframleiðslu. Rekstrarafgangi er skipt eftir framlagðri vinnu og fjármagni. Allar samrekstrar- einingar í Noregi þurfa viður- kenningu svokallaðrar framkvæmda- nefndar greiðlumarks sem vinnur eftir reglum sem Landbruks- departementet hefur sett. Kostir oggallar Meira frí, minni einmanaleiki og öryggi m.t.t. veikinda er það sem flestir samrekstrarbændur nefna sem kosti. Hagfræðilegar aðstæður eru einnig mikilvægar. Af göllum má nefna að í sam- rekstri verður að gera meiri kröfur til skipulagningar, verkstjómunar og flæði upplýsinga innanhúss en þörf er á fyrir einyrkja. Sam- rekstur getur líka heft ákvarðana- vald þátttakenda. I sumum tilvikum verður lélegri nýting af þeirri framleiðsluaðstöðu sem til staðar er, t.d. er byggingar standa ónotaðar. Þær samrekstrareiningar sem eru stofnaðar í Noregi nú em skipulagðar sem sjálfstæð fyrir- tæki í eigu þeirra bænda sem að því standa, en þannig að skuldir og skyldur deilast á aðilana. Bændumir em áfrarn sjálfstæðir atvinnurekendur og það fjánnagn sem þeir taka úr samrekstrar- einingunni vegna vinnuframlags og framlagðra fasta- og lausa- fjármuna reiknast sem tekjur af landbúnaði með hefðbundnum hætti. Einnig er möguleiki að skipuleggja samrekstur sem einkahlutafélag eða samvinnu- félag, en í Noregi er það þó ekki gert, vegna þess að þá missir félagið framleiðslustyrki. í Noregi hefur hið virta félag "Selskapet for Norges Vel" búið til stöðluð eyðublöð fyrir hin ýmsu samstarfsverkefni t.d. fyrir samrekstur kúabúa og þau er mönnum ráðlagt að leggja til gmndvallar. Þessi eyðublöð gætum við einnig nýtt okkur, a.m.k. sem minnislista um það sem þarf að taka tillit til þegar lagt er á ráðin. Hagfrceðilegar forsendur Hagfræðilegar forsendur sam- reksturseiningar geta orðið nokkuð frábmgðnar því sem gerist á fjölskyldubúi. Venjulega verður umfang tekna og gjalda um það bil summan af þessum stærðum fjölskyldubúanna, en innkoman og dreifing tekna og gjalda getur breyst nokkuð. í samrekstri deilist hagnaðurinn eftir innlagðri vinnu, fjármagni og landnæði. Yfirleitt er samið um að greiða vissa upphæð til þátttakenda hvem mánuð og gera svo endanlega upp eftir árið. Ef vinnuframlag aðila verður ólíkt, t.d. ef einn aðili í samrekstri óskar sér meiri tíma til vinnu utan Sóknarfieri Gjalda megin er það aðallega véla- og byggingarkostnaður sem breytist. Við gerð samrunaáætlana er heppilegt að fara í gegnum vélaflotann og finna skynsamlega lendingu með vélvæðingu. Hér má oft finna vemlega hagræðingar- möguleika. Varðandi byggingar þá em líka oft hagræðingarmögu- leikar þar, sérstaklega ef aðilar standa frammi fyrir því að verða báðir að endumýja húsakost. Eitt stærra fjós er hagstæðara en tvö smá ef þvi verður við komið. Varðandi vinnuframlag þá er talið að hagræða megi vemlega með samrekstri. Þetta hefúr lítið verið rannsakað en menn hafa séð mörg dæmi þess að tekist hefur að skipta hirðingu dýranna þannig að hvor aðili sér um fjósið eina viku í senn og á hina fyrir aðra vinnu innan eða utan bús. Almennt er því sagt að þátttakendur í sam- rekstri halda árstekjum sínum en launagreiðslugeta á klst verður betri, stundum mun betri. Auðvitað á ekki að taka þetta sem gefið en gera má rekstraráætlanir til að gefa vísbendingar um þetta. Rækileg umrœða Til að byrja með er gott ráð að hafa samband við aðila sem hafa reynt þetta, hér á landi er væntan- lega mest að sækja í vel þróuð félagsbú. Svo þarf að fara fram rækileg umræða meðal aðila um þær aðstæður sém upp kunna að koma. Þar næst er eðlilegt að gera áætlanir sem sýna hvort hag- fræðilegur grundvöllur er fyrir samrunanum. Aflið ykkur upp- lýsinga um hinar ýmsu hagstærðir sem viðkoma rekstri búa, t.d. úr Búreikningum Hagþjónustu land- búnaðarins, Handbók bænda og frá ráðunautum. Eðlilega standa þeir best að vígi sem hafa reynslu af rekstraráætlunum, t.d. ffá búrekstrarverkefnum búnaðar- sambandanna. Svo kemur að ákvörðuninni. Að hefja sam- rekstur er ferill sem þarf að taka góðan tíma í og heija þegar allir aðilar telja að að það sé tímabært. Hraustari kýr í Noregi Á sl. 7 árum (1994 t.o.m. 2000) hefúr meðferðum dýra- lækna á nautgripum í Noregi fækkað um meira en helming, úr 380.000 á ári í 180.000, en þar í landi eru um 300.000 kýr. Að sögn Sverre Bjömstad, ffam- kvæmdastjóra GENO sem er ræktunarfélag NRF kúa, er helsta ástæða þessa sú að mikil áhersla hefur verið lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir, þ.e. að koma i veg fyrir sjúkdóma. Einnig hafa heilsu- farseiginleikar haft mjög mikið vægi í ræktunarmarkmiðum NRF kúa, og segir Sverre að það sé nú að skila sér í aukinni hreysti gripanna. /BHB. Neysla mjólkur stfióug í SvíþjóO Á undanfomum 12 mánuðum hefur neysla á drykkjarmjólk haldist stöðug í Svíþjóð, en sl. ára- tug hefur neysla hennar minnkað um u.þ.b. 2% á ári. Að sögn Christer Eliasson, stjómarmanns í Arla Foods, eru helstu ástæður þessa þær að aðgengi að mjólk hefur verið aukið og að neysla á kaffidrykkjum þar sem mjólk er talsverður hluti innihaldsins hefúr aukist til muna. /BHB. Panta þarf sáðkorn fyrir áramót * Rannsóknastofnun land- búnaðarins og Landssamband kornbænda bjóða bændum sáðkorn af íslenska bygginu Súlu vorið 2002. Lands- samband kornbænda hefur umsjón með ræktuninni eins og fyrri ár. Kornbændur sem vilja panta sáðkorn eru beðnir um að snúa sér tii innflutnings- aðila sem fyrst og i síðasta lagi fyrir áramót. Kallar á breydngar Ljóst er eftir atkvæða- greiðsluna um norsku fósturvísana í nóvember sl. að breytinga er þörf í félagskerfi kúabænda. Nú þegar kúabændur hafa hafnað tilrauninni með svo miklum meirihluta sem raun ber vitni er Ijóst að forsvarsmenn kúa- bænda hafa unnið gegn meirihluta félagsmanna sinna um árabil og verðum við að útiloka að það geti gerst aftur. Það eru fáar stéttir í landinu sem eru eins bundnar af sinni atvinnu eins og kúabændur. Það gerir það að verkum að margir þeirra eiga erfitt með að sækja fundi, sérstaklega ef um langan veg er að fara. Þess vegna þarf að gefa kúabændum kost á því að vera virkari í félagsmálum heima í stofu, það mætti t.d. gera með því að kjósa stjóm Landsambands kúabænda með almennri póst- eða rafkosningu. Einnig mætti vera með almennar kosningar um hin ýmsu mál sem koma á borð L.K. en eins og sjá má með þeirri miklu þátttöku í atkvæðagreiðslunni i nóvember þá hafa bændur áhuga á að láta meira til sín taka í félagsmálum heldur en þeir hafa átt kost á hingað til. Eg vil skora á stjóm Land- sambands kúabænda að setja á fót nefnd sem ætti að yfirfara lög sambandsins með það fyrir augum að gera kúabændum kleift að vera virkari í félagsmálum. Nefndinni yrði síðan ætlað að skila um það tillögum á næsta aðalfúndi L.K. Ágúst Dalkvist bóndi Eystra-Hrauni Skaftárhreppi

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.