Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þríðjudagur 11. desentber 2001 Sfíbakkegárden, sem liggur í nágrenni við bæinn Sor0 á Sjálandi, er dæmi- gerður danskur sveitabær. Ég er búinn að mæla mér mót við Ásgeir Grant bónda. Bodil eiginkona hans tekur á móti mér á hlaðinu sem er umkringt útihúsum og ibúðarhúsi. Hún vísar mér inn í hesthús þar sem Ásgeir er að störfum. "Nú er klukkan orðin 12."segir Ásgeir og heilsar mér hressilega, "Ég kemst þá líklega ekki í vatnið í dag. Kalt vatn er allra meina bót. Ég fékk fyrir hjartað fyrir fjórum árum og var látinn taka heil ósköp af lyljum. Ég var ekki nema hálfur maður og átti erfítt með öll störf. Lyfín gerðu mig hreinlega slappan. Ég mundi þá eftir kenningum um að kalt vatn gerði manni goít og kæmi blóðrásinni af stað. Ég ákvað að prófa og reyni nú að synda daglega í vatni héma í nágrenninu. Ég er löngu hættur að taka lyfin og er nú eins og nýsleginn túskildingur. " segir Ásgeir og brosir. Ásgeir Grant hefur búið í Danmörku í 35 ár, en það er ekki að heyra á mæli hans. Islenskan er hrein og það má heyra að hann er að norðan. Eiginkona hans er Bodil Grant og þau eiga tvær uppkomnar dætur. "Já, ég er að norðan. Ég ólst upp á Fjólugötunni á Eyrinni á Akureyri. Faðir minn var Karl Grant, verkstjóri i Gefjun." Ásgeir var að sjálfsögðu í sveit eins og önnur böm. Fyrst hjá Páli Ólafssyni og Huldu Snorradóttur i Dag- verðartungu í Hörgarárdal og seinna á Bergi í Aðaldal hjá Baldri Guðmundssyni og Signýju Hjálmarsdóttur. "Búskapurinn var erfíður á þessum tíma, en mér fannst hann spennandi. Á Bergi var til dæmis slegið mikið af sefi og maður stóð upp í hné i vatni og sló með grindaljá. Svo var sefið dregið meó reipi upp á þurrt. Þar var það sett á vagn sem átti það til að sökkva í mýrina svo að við þurftum að tæma hann til að losa hann. Þetta var gríðarlega erfítt og yfír daginn náðum við ekki nema tveimur til þremur vögnum." segir Ásgeir. — /Haireyriugiiriiiii Asgeir Granl seai gerist bóaái á SjÉlandi i DamúPku Áhugann iyrir sveidnni má rekja fil þess er Ásgeir vann i LysflgarOinum á Akureyri / byggingarfrœói til Dunmerkur. Stefnan var tekin á byggingar- fræði. Ásgeir tók aspiranten eða undirbúningsdeildina á Akureyri og fór svo til Reykjavíkur og settist á skólabekk í bygging- artæknifræði. Námið tók ellefu mánuði og fór fram í Stýrimanna- skólanum. Það var í fyrsta sinn sem boðið var upp á slíkt nám. Þegar Ásgeir var 21 árs lá leiðin til Danmerkur þar sem hann settist á skólabekk í tækniskólanum í Óðinsvéum. Hann lauk byggingar- fræðinni og hóf störf að loknu námi í Kaupmannahöfn hjá stóru byggingarfyrirtæki sem var með umfagsmikil verkefni á sinni könnu. Um tíma starfaði hann hjá fyrirtæki sem framleiddi kælikerfi. 1973 hóf hann störf hjá Kaup- mannahafnarbæ og eftir tvö ár var honum boðin deildarstjórastaða. "Eg sá um allar framkvæmdir í götum miðbæjarins og mitt sérsvið voru gasleiðslur. Ég var hjá Kaup- mannahafharbæ í 26 ár." segir Ásgeir. Sveitin heillaði. "Mig langaði alltaf að verða bóndi. Eg hef alla tíð hafl áhuga á gróðri og því sem kemur upp úr jörðinni. Þennan áhuga má rekja til þess þegar ég starfaði í Lysti- garðinum á Akureyri. Sveitastörfin höfðuðu líka til mín og ég ákvað mjög snemma að koma mér upp aðstöðu í sveit. Ég fór að líta í kringum mig eftir að hafa unnið mörg ár í Kaupmannahöfn. Að lokum varð þessi búgarður fyrir valinu og hann keypti ég 1976." Hann byrjaói á því að útvega sér bækur um landbúnað og lagðist í lestur fyrsta veturinn á S^bakke- gárden. Hann var reyndar svo heppinn að hann gat fengið aðstoð frá landbúnaðarráðunaut sem enginn nennti lengur að nota. Hann var orðinn aldraður og hafði lítið að gera, en reyndist Ásgeiri vel. "Ég var eins og lærlingur og þannig komst ég í gang með landbúnaðinn því ég vissi ekki einu sinni hvemig plógur, herfi eða sáningarvél litu út. Ég vissi ekki heldur hvemig hveiti, bygg eða sykurrófur litu út. Ég þekkti hreinlega ekkert til dansks landbúnaðar. Reynsluna frá íslandi var lítið hægt að nota því aðferðimar hér eru allt aðrar. Við vorum heppin með fyrstu upp- skemna og heppnin hefur fylgt okkur síðan." segir Ásgeir. Vetrarhveitið sprautað fimm til sjö sinnum. Ásgeir byrjaði á að rækta vetrarhveiti, sem gefúr töluvert meira af sér en svokallað vor- hveiti. Hveitinu er sáð á haustin. Uppskeran er í ágúst og þarf helst að vera um tíu tonn á hektara. Það er enginn kvóti á hveitinu og geta bændur selt það hæstbjóðanda. Það hveiti sem ekki uppfyllir gæðakröfur fer i svínafóður, en annars er það notað í brauðfram- leiðslu. Verðið er urn 1100 íslenskar krónur fyrir 100 kíló. Þar fyrir utan fá bændur um 25 þúsund króna styrk á hvern hektara frá Evrópusambandinu. "Það munar að sjálfsögðu um það en ég hef dregið úr hveitifram- leiðslunni vegna þess að það þarf að sprauta þaó fimm til sjö sinnum. Fyrst gegn illgresi snemma á haustin. Svo er það sprautað aftur til að verja það gegn vetrarhörkum og sveppi sem getur hreiðrað um sig. Um vorið er svo sprautað þrisvar til fjórurn sinnum gegn sveppasjúkdómum. Um mitt sumar’ er spautað til að draga úr vexti stráanna til að þau brotni síður Aftur er sprautað gegn lús og 14 dögum fyrir þreskingu er sprautað til að koma í veg fyrir grasvöxt á akrinum. Þar að auki þarf hveitið mikið af köfnunarefni. Um 170 kíló á hektara, 30 kíló af fosfór og 85 kíló af kalíum. Við berum á þegar vöxtur byrjar á vorin." segir Ásgeir. Nágranni hans kemur og hvítsmáranum scm blómgvast á vorin. Til að flýta fyrir frjóvgun eru -leigð býflugnabú og þéim "komið fyrir á akrinum, eitt til tvö bú á hvem hektara. 'Þegar hvífSmárinn er fúll- þroskaður er hann sleginn með venjulegri sláttuvél sem skilur smárann eftir í görðum á'akrinum. Eftir sjö til tíu daga þurrk er hann þresktur og fræin slegin úr blómunum. Eftir liggur grasið sem þykir.gott skepnufóður. "Fræin em seld þeim fræfram- íeiðanda sem við gemm sapining við. Áður en ræktun býrjar gera algengt var að ráða rófúkerlingar ffá Póllandi til að hakka burt aukaplöntumar. Það þarf ekki lengur." segir Ásgeir. Töluvert oft þarf að sprauta sykurrófuplöntuna; gegn illgresi, lirfúm og skor- kvikindum sem éta stilkinn í sundur. Á hvem hektara þarf að nota um 150 kíló af köfnunarefni, 25 kíló af fosfór, 220 kíló kalíum og 25 af magnesíum. Rófumar em teknar upp á tímabilinu frá september til desember. Ásgeir hefúr aukið maltbýggið eftir að hann hætti með sykurrófumar í fyrra og er reyndar að íhuga að þreskir og Ásgeir keyrir með komið á vagni jafnóðum heim þar sem því er blásið í síló. Hálmurinn liggur í görðum á akrinum og er látinn þoma í nokkra daga. Þá er farið yfir garðana með baggavél og bundir misstórir baggar eftir því hvort nota á hálminn fyrir hross eða svín eða hvort selja á hann til hitaveitna þar sem hann er brenndur. Þrjár plöntutegundir i einum akri. Ásgeir hefur lengi ræktað maltbygg, hvítsmára og engrap- gras og það er óhætt að fullyrða að ræktunaraðferðin sé nokkuð sérstök því allar þessar þrjár tegundir fara í sama akurinn og ræktunin stendur yfir í fjögur ár. Fyrst er maltbygginu og engrap- grasinu blandað saman og sáð í akurinn eins snemma og hægt er á vorin. Fræin fara 3 til 4 sentimetra niður í jörðu. Eftir þetta er sléttað yfir akurinn með sérstakri rúllu og að því loknu er hvítsmáranum sáð. Hann fer aðeins 1 cm niður í jörðu. Svo er borið á. Um 60 kíló af köfnunarefni á hektara, 20 kíló af fosfór og 60 af kalíum. Við þessa ræktun er helst ekki sprautað gegn illgresi því það getur haft slæmar afleiðingar fýrir hvítsmárann. Þó er sprautað gegn lús. Um haustið er svo byggið þreskt og fer þreskingin fram á svipaðan hátt og í hveitinu. Maltbyggið er selt hæst- bjóðanda og er notað í bjórfram- leiðslu. Fyrir 100 kíló fást allt að 1500 krónur. Eftir að hálmurinn hefur verið fjarlægður tekur hvítsmárinn við sér og er hrossum beitt á hann til að halda honum niðri fram til 1. október. Hrossin fitna vel af hvítsmáranum og eru þá vel undir veturinn búin. Ásgeir segir að þetta sé þægileg ræktun því hvorki þarf að sá né plægja næsta vor. Næsta surnar er komið að Ásgeir með Stjarna frá Sobakke- gárden. Á myndlnni tll hægri má sjá Ásgeir stinga sér til sunds en sundið gaf honum lífskraft. bændur samning við tiltekinn framleiðanda og svo fá þeir sáðffæ ffá honum. Hvítsmárinn er mikið notaður í fræblöndur á tún og í líffæna ræktun til að sleppa við að nota köfnunarefni. Þetta gefúr vel af sér. Bóndinn ber reyndar alla ábyrgð og fær ekki neitt ef upp- skeran mistekst. Við fáum um 280 til 480 krónur fyrir kílóið og hektarinn gefúr af sér 600 til 900 kíló." Á þriðja ári er komið að engrapgrasinu. Borið er á um leið og ffost fer úr jörðu. Sprautað er bæði gegn illgresi og skordýrum. Grasið er slegið í júlí eða ágúst og þreskt eftir 7 til 10 daga þurrk. Það er erfitt að meðhöndla fræin eftir að þau eru komin á vagn. Hand- moka verður þeim því þau festast saman. Fræin eru notuð í grasblöndur um allan heim. Akurinn er svo þresktur á sama hátt á næsta ári og þá eru liðin fjögur ár ffá því að sáð var. Sumir þreskja reyndar engrapgrasið þrisvar sinnum. Hœttur með sykurófur. Ásgeir eru hættur að rækta sykurrófur eftir að sykurverk- smiðjan í nágrenni við hann var lögð niður vegna aðhaldsaðgerða. Verksmiðjan keypti af honum rófúkvótann. Hann segir að rófúmar geti verið nokkuð erfiðar en fram- leiðslan hafi verió um 125 tonn á ári sem gefi af sér um 16 tonn af sykri. Bændur fá sykurfræin frá þeirri verksmiðju sem þeir er með samning við. Fræin éru einkímuð sem þýðir að aðeins kemur ein planta upp. Áður komu allt að fjórar upp af einu ffæi. "Þá þurfti margar hendur og byrja að rækta hör. En fyrst þarf hann að lesá sér til um það. A kafi í hestum. Ásgeir er mikill hestamaður og áður en hann fór til Danmerkur átti hestamennskan hug hans allan. Var fýrst með hesta á húsi hjá Gesti Jónsyni, Merar Gesti, á Tanganum á Akureyri. Seinna byggði hann hesthús í Glerárhverfi og var með átta hróss. Stax eftir nám keypti hann sér tvo íslenska hesta. Fór fljótlega út í ræktun og hefur verið með urn 30 hross að jafnaði sem hann hefur selt. "Við höfúm ákveðið að minnka við okkur og vera aðeins með fá keppnishross og einhverja graðhesta." segir Ásgeir sem er ekki mjög ánægður með ástand íslenska hestsins í Danmörku. "íslenskir hestar í Danmörku eiga við það vandamál að stríða að fæstlr þeirra henta markaðs- kröfununt hér. Það er einfaldlega vegna þess að það fæðast alltof ntörg hross sem hafa ekki nógu góða eiginleika hvað varðar gang. » Jf S.f - ■ 1» 'k %’» « <

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.