Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 11. desember 2001 BÆNDABLAÐIÐ 27 Engar breyt- ingar á reglu- gerð um jöfnun námskostnafiar Drífa Snædal varaþing- maður spurði menntamála- ráðherra á Alþingi hvort fyrir- hugað væri að breyta reglugerð um jöfnun námskostnaðar til að betur yrði hægt að sinna því hlutverki að jafna aðstöðumun nemenda af landsbyggðinni, hvaðan sem þeir koma eða hvaða nám sem þeir ætla sér að stunda? Hún tók dæmi spumingu sinni til stuðnings: Til að úthluta styrkjum er landinu skipt í A-, B- og C- svæði eftir því hve langt er í næsta skóla. Þannig eru t.d. nemendur frá Akureyri og Reykjavík á svæði A en nemendur frá Dalvík á svæði C. Nemi frá Akureyri sem leggur stund á hársnyrtiiðn þarf að fara til Reykjavíkur, en er samt á svæði A og fær þess vegna lægsta námsstyrk. Annar nemi frá Dalvík í sama námi fær fullan námsstyrk af því að hann er á svæði C. Báðir nemendur þurfa að flytja á milli landshluta til að geta stundað nám sitt. Sömuleiðis spurði hún hvort fyrirhugað væri að breyta reglugerðinni þannig að náms- styrkur komi til frádráttar við ákvörðun námslána? Varðandi þessa spumingu benti hún á að um leið og námsmaður nýtir sér rétt til námslána fellur réttur hans til dreifbýlisstyrks niður. Menntamálaráðherra svaraði báðum þessum spumingum neitandi og sagði m.a.:„í sjálfu sér hefur ráðuneytið því ekki áfonn um neinar frekari stór- breytingar á þessari reglugerð niiðað við þá stöðu sem er." Varðandi síðari spuminguna sagði ráðherra:„...Því er til að svara að það hefur ekki verið til athugunar að menn geti notið hvors tveggja." I síðasta biaði misritaðist í myndatexta nafn umboðsaðila DeLaval. Fyrirtækið heitir að sjáifsögðu Vélaver. Tækni við mjalfir og Ráðstefna verður haldinn á vegum tækniskorar NJF (Samtaka norrænna búvísindamanna) 11.- 13. febrúar í Hamri, Noregi. Nánari auglýsingu má finna á slóðinni www.njf.dk og einnig má hafa samband við Eirík Blöndal (ebl@bondi.is, sími 4371215) til að fá nánari upplýsingar. Ráð- stefnan tekur á eftirfarandi mál- efnum: ■Nútíma rekstrarfyrirkomulag og byggingar fyrir mjólkurfram- leiðslu. ■Mjaltakerfi, mjaltaþjónar og þróun mjaltabása. ■Ahrif vélmjalta á kýr og mjaltafólk. ■Aðferðir til mœlinga á mjólk, mjólkurgœðum viðbrögðum kúa við mjöltun. Markhópur ráðstefhunnar em búvisindamenn, kennarar, ráðu- nautar, mjólkureftirlitsmenn, rannsókna- og þróunarfólk frá iðnaðinum, nemendur og kúa- bændur. Síðasti skráningardagur er 17. desember. Þátttökugjald er 2.250 DKK en 1.500 DKK fyrir meðlimi NJF. Fyrirlestrar verða á ensku. Bœndasamtök Islands óska íslenskum bœndum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári. jólagjafa hesta menn Pöntunarþjónusta, ókeypis sending til jóla Sleipnir kr. 111.900, MRTölt 2000 kr. 44.900,- HNAKKAR OG DYNUR I URVALI Kallquists loðhúfur kr. 5.490,' úlpurkr. 10.490,- buxurkr. 11.990,- Hanskar verð frá kr. 1.490,- Loðhúfur kr. 4.900,- LOÐHUFUR OG HANSKAR Jofa reiðhjálmur kr. 4.290,-, Codeba . reiðhjálmur kr. 4.990,- Reiðhjálmur kr. 4.490,- REIÐHJALMAR Leðurreiðskór kr. 7.900,- Gegningaskór kr. 3.900,- Lynghálsi 3 • 110 Reykjavík Sími: 5401125 *Fax: 5401120 MRbúðin íshestamiðstöðinni • Sörlaskeið 26 220 Hafnarfjörður • Sími: 555 7025 REIÐSKOR Avallt í leiöinni ogferðarviröi

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.