Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 17
Þridjudagur 11. desember 2001 BÆNDABLAÐIÐ 17 FrétHr frá Landssam- tökum sauðfjárbænda Landssamtök sauðfjárbænda hafa sent bréf til nefndar sem vinnur að reglugerð um merkingar búfjár. LS. vill benda á mikilvægi samþættingar þessarar reglugerðar við gæðastýringu í sauðfjárrækt sem nú er í undirbúningi og við þær skráningar sem fram fara í forðagæsluskýrslum og kynbóta- skýrslum á vegum Bænda- samtakanna. Hafin er vinna við gerð nýs forrits til skýrsluhalds í sauðfjárrækt í stað núverandi Fjárvíss, og mun það fela í sér hluta þeirra skráninga sem krafist er i gæðastýrðri sauðfjárrækt auk núverandi kynbótaskýrsluhalds. Leggur því LS. til að ffekari vinnu við frágang reglugerðarinnar verði ffestað þar til fyrirkomulag gæðastýringar verður fiillmótað og áskilur LS. sér rétt til að korna að endurskoðun þessarar reglugerðar áður en að útgáfú hennar kemur. LS. hefúr verið bent á að mis- brestur sé á að þeir sem seldu full- virðisrétt á síðasta ári séu einungis með 10 kindur. Hefur Fram- kvæmdanefnd búvörusamnings verið sent erindi um að krefjast talningar hjá þessum aðilum. Staða sölu og markaðsmála er mun betri en menn þorðu að vona, en miðað við tölur í lok október var búið að selja tæp 7.200 tonn miðað við 12 mánaða tímabil, frá október talið. Salan á árinu er því 1,4% í plús miðað við sama tíma- bil og í fyrra sem var gott ár. Útflutningur á kindakjöti veldur mönnum töluverður áhyggjum þar sem mikið er óútflutt bæði frá fyrra ári og nú í ár og er ljóst að sláturfé hefur vantað í sum þeirra sláturhúsa nú í haust sem hafa útflutningsleyfi og mun það hafa slæm áhrif á útflutningsmál. Til athugunar kemur hvort ekki sé rétt að kanna hvort bændur gætu sjálfir flokkað ullina sína í tvo flokka, gott og vont, og fengið þá eitthvað hærra verð þar sem mats- kostnaður lækki. Hinir sem ekki treystu sér til þess gætu fengið hefðbundið mat. Undirritaður hef- ur verið samningur á milli LS., BÍ og ístex um ullarviðskipti. Ullar- verð til bænda verður óbreytt ffá fyrra ári. Staða sauðfjárræktarinnar innan Bjargráðasjóðs er góð en hún á inni í í Búnaðardeild sjóðsins um 21.7 milljónirsem erca. 1,5 sinnum ársgreiðsla sauðQárræktarinnar í sjóðinn. Leggur LS. til að tekið veröi tillit til jöfnunargreiðslu við verðlag á bótafjárhæðum vegná af- urðatjóns í framtíðinni. Lagt var til að á næsta búnaðarþingi yrði tekin til skoðunar innheimta á búnaðar- gjaldi, þar á meðal framlag í bjargráðasjóð. Kjötframleiðendur ehf. héldu aðalfund fyrir skömmu. Hagnaður varð af rekstri félagsins upp á 8,2 miljónir og mun því fyrirtækið greiða arð til LS þar sem LS er hluthafi í Kjötframleiðendum ehf. Aðalverkefni síðasta árs var að slátra hrossum og flytja út til Ítalíu. Özur Lárusson, framkvœmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbœnda Tilkynningar um breytingar á handhöfum greiðslumarks og aðilaskipti að greiðslumarki Vegna þess hve fáir virkir dagar eru í kringum hátíðir í desember þurfa tilkynningar um breytingar á handhöfum greiðslumarks og aðilaskipti að greiðslumarki, sem afgreiða á miðað við 1. janúar, að hafa borist félagssviði Bændasamtaka Islands í síðasta lagi 14. desember. G.SKAPTASON S CO Tunguháls 5 • sími 577 2770

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.