Bændablaðið - 11.12.2001, Page 4

Bændablaðið - 11.12.2001, Page 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 11. desember 2001 Höfundar handbókarinnar komu í heimsókn til Bændasamtakana. F.v. Atli Gunnar Arnórsson, Glaumbæ, Þorgeir Margeirsson, Keflavik, Jón Snæbjörnsson, Austurey, Fjalar Hauksson, Klaustri, Reynir Sævarsson, Reykjavík. Handbök nm nndip- búning sniávirkjana Tvær milljúnir til smá- virkjana Gunnar Pálsson, varaþingmaður, spurði iðnaðarráðherra á dögunum á Alþingi um skýrslu sem unnin var um smávirkjanir í sveitum undir forystu Hjálmars Ama- sonar og skilað var í júní 2000. Gunnar spurði ráðherra: 1. Hvað líður efhdum á tillögum nefndar um málefni raforkubænda sem skilaði áliti í júní á síðastliðnu ári? 2. Er einhver áætlun í gangi um að styrkja dreifikerfi raforku í sveitum og leggja þriggja fasa rafmagn þannig að væntanlegir raforkubændur geti selt? Ráðherra svaraði og sagði m.a.: „í júní á síðasta ári skilaði nefnd um málefni raforkubænda skýrslu sem ber heitið Raf- orkubændur, hagkvæmni, tækni, möguleikar. Helstu niðurstöður nefndarinnar vom að virkjun smærri vatnsfalla geti verið hagkvæmur kostur fyrir einstaklinga og byggð, sem kynni að styrkja byggð í dreifbýli og auka fjölbreytileika atvinnulífs, og að fjármögnun þyrfti að gerast með lánum og styrkjum frá Lánasjóði land- búnaðarins, Framleiðnisjóði landbúnaðarins, Orkusjóði, og Byggðastofnun. 1 fjárlagafmmvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 2 millj. kr. vegna þessa. Hugmyndin er að þessum fjármunum verði varið til að styrkja þá sem vilja reisa smærri vatnsaflsvirkjanir til eigin nota. Þá taldi nefndin rétt að skipaður yrði stýrihópur til að fjalla um umsóknir vegna framkvæmda við smærri vatns- aflsvirkjanir." Varðandi spurninguna um þriggja fasa rafmagn sagði ráðherra að á þessu ári væri áformað að verja um 205 millj. kr. til endumýjunar og styrkingar dreifikerfa Rafmagnsveitna ríkisins til sveita, utan sumar- bústaðahverfa. Bændqblaðlð Bændablaðið kemur næst út 15. janúar. Þess má geta að í byrjun janúar opnar nýr vefur sem Bændasamtökin, RALA, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Lífevrisjsjóöur bænda, Yfirkjötmat ríkisins og Aðfangaeftirlitið standa að. www.landbunadur.is Fimm nemendur við Háskóla íslands hafa ritaö handbók sem fjallar um undirbúning smá- virkjana. Verkefnið var hluti af námskeiðinu Framkvæmdafræði sem kennt er á 3. ári við um- hverfis-og byggingarverkfræði- skor Háskóla Islands. í viðtali við Bændablaðið kom fram að þetta verkefni varð fyrir valinu vegna áhuga nemendanna á virkjanamálum. Einnig hafði sitt að 'segja að unnið er að undir- búningi smávirkjana á heima- slóðum eins nemendanna. Einnig háfði kennari nám- skeiðsins, Birgir Jónsson dósent, nokkur áhrif á valið, en hann hefur áralanga reynslu af virkjana- málum. Aðspurðir sögðu höfundamir að viö undirbúning bókarinnar hefði einna helst komið á óvart að hve mörgu þarf að hyggja þegar ráðist er í uppsetningu smávirkjunar. "Dæmi um mikilvæg atriði sem huga þarf að eni rennslismælingar, athugun á aðstæðum, hagkvæmni framkvænidarinnar og möguleikar lil ráðstöfunar raforkunnar. Einnig eru samskipti við opinbera 'aðjla stór hlufj""‘áf undirbúningmuii og gætu á köflum verið einfaldari. Einnig kom það okkur nokkuð á óvart hve aðstæður á raforku- markaði em óljósar og bændur því tvístígandi vegna orkusölumála," sögðu höfundar. Hópurinn fór í vettvangs- könnun á virkjanaslóðir og skoðaði tvær smávirkjanir. Það vakti athygli þeirra hversu vel mann- virki geta fallið að umhverfinu og hvernig framleiða má raforku á umhverfisvænan hátt. Víða eru möguleikar á hag-: kvæmri raforkuframleiðslu í smávirkjunum, 'en náuðsynlegt er Þriggja fasa rafmagn Kostar 10 milljapúa aö Ijúka verkinu Iðnaöarráðherra sagði á Aiþingi fyrir nokkru að í dag væru tæp 40% dreifikerfis Rafmagns- veitna ríkisins þriggja fasa og tæp 20% spennistöðva og að áætlaður kostnaður við að Ijúka þrífösun á öllu 11 og 19 kV dreifikerfinu með strenglögn og upsetningu þriggja fasa spenni- stöðva væri í dag áætlaður um 10 milljarðar króna. Ráðherra sagði þetta þegar hún svaraði íyrirspum Margrétar Frímannsdóttur um hversu háar fjárhæðir sé áætlað að fari í tengingu þriggja fasa rafmagns á svæðum Rafmagnsveitna ríkisins á þessu ári. Aformað er að verja um 205 millj. kr. til endumýjunar og styrkingar dreifíkerfa Raf- magnsveitna ríkisins til sveita utan sumarbústaðahverfa í ár. Ætla má að um 40% eða 80 millj. kr. af þessari upphæð nýtist til þrí- fosunar hjá notendum sem ekki höfðu aðgang að þriggja fasa raf- magni áður. Önnur verkefhi sem unnið er að fyrir ofangreindar 205 millj. kr. em lagning þriggja fasa strengja í stað gamalla þriggja fasa lína til að auka rekstraröryggi og flutningsgetu. Lagning þriggja fasa strengja til nýrra notenda. Uppsetning þriggja fasa spennistöðva samfara lagningu strengja. A næsta ári er áformað að verja 280 millj. kr. til nýframkvæmda og endumýjunar í sveitakerfum. Endanleg ákvörðun um verkefni liggur ekki fyrir en ætla má að skipting milli landshluta verði áþekk því sem var í ár. að skoða hvert tilvik sérstaklega. Ytri aðstæður ráða miklu um hag- kvæmni virkjanakosts. Þar á meðal má nefna fjarlægó frá nothæfu dreifikerfí, möguleika á að koma orku í verð, söluverð raforku og náttúmlegar aðstæður á virkjunar- stað. I handbókinni er fjallað um undirbúningsrannsóknir vegna smá- virkjana, mannvirkjagerð, vélbúnað og fjármögnun slíkra verkefna, ásamt því sem fjallað er um sam- skipti við opinbera aðila. Einnig er settur fram gátlisti þar sem talin em upp helstu atriði sem huga þarf að. Atriðin em sett upp í tímaröð, enda mikilvægt að framkvæma hlutina í réttri röð. Handbók um undirbúning smávirkjana er aðgengileg á netinu: www.hi.is/~jonsn/verk- efni.html Nánari upplýsingar, t.d. um möguleika á að fá handbókina prentaða á pappír, hjá: Reyni Sævarssyni í sima 898 3829. Meirihluti kúabænda hafnar IURF 74,6% kúabænda höfnuóu tilraunainnflutningi norskra fósturvísa. Samkvæmt upplýsingum Landssambands kúabænda er ætlunin að loka tilrauna- stöð LK í Hrísey og selja fósturvísana sem keyptir voru í Noregi. Guðni Ágústsson sagði á Alþingi í síðustu viku að hann liti svo á aö kúabændur hefðu í atkvæðagreiðslu um innflutning á norskum fósturvísum úr kúm hafnað því að geröar yrðu samanburðarrannsóknir á íslenskum og norskum kúm. Þess vegna liti hann svo á að þetta mál væri farið frá garði. Lambhrútur sá sem myndin er af fæddist hjá Guðrúnu Marinósdóttur Búrfelli Svarfaðarda! 15. maí sl. vor. Er hann einlembingur og tilkominn við sæðingu, undan Hnykli 95820. Við lambaskoðun í haust 7. október reyndist hann 81 kg að þyngd, hafði 95 sm brjóstummál, 24 sm breitt spjald og fótleggur var 122 mm. Með ómsjá mældist bakvöðvi 31 mm fita 7 mm og fyrir bakvöðvalögun hlaut hann 4. Ólafur G. Vagnsson, ráðunautur á Akureyri, sagði þetta örugglega vænsta lambhrút sem hann hefði heyrt um; lambhrút sem fæddur væri á eðlilegum sauöburóartíma. „Þetta er enn ein sönnunin fyrir hinni miklu vaxtargetu isienska fjárins," sagði Ólafur.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.