Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 11. desember 2001 BÆNDABLAÐIÐ 19 Rílhöfundurinn sem fær oft góðar hugmyndir að spennu og glæpasðgum f fjtsioo! Þeir sem fylgjast með bóka- útgáfu og spennu- og glæpa- sögum kannast eflaust margir við nafnið Birgitta Halldórs- dóttir. Birgitta hefur undanfarin 19 ár sent frá sér nýja skáldsögu á hverju ári og nú á hún tvær bækur á jólamarkaðnum. Hún hefur tvímælalaust skapað sér sess meðal afkastamestu rit- höfunda landsins. Færri vita að Birgitta er húsfreyja í sveit en hún býr ásamt eiginmanni sínum. Sigurði Inga Guðmunds- syni, og börnunum, Halldóri og Guðbjörgu, á Syðri-Löngumýri í Austur-Húnavatnssýslu. Tíðinda- manni blaðsins lék forvitni á að vita hvernig gengi að samræma ritstörf og húsmóðurstarf á sveitaheimili og heimsótti Birgittu á dögunum. „Eg tel að það gangi alveg bærilega. Eins og flestir vita er rólegri tími í sveitinni yfir vetrar- mánuðina og þann tíma nota ég til að skrifa. Yfirleitt skila ég handriti að bókunum mínum til útgefanda á tímabilinu febrúar til mars og fljótlega eftir það er ég komin með drög að næstu bók sem ég sest svo aftur yfir að haustinu og vinn til loka. En það er ofsalega misjafnt hvað ég eyði miklum tíma í hverja bók. Eg á ffekar auðvelt með að semja og þarf ekki að skrifa á neinum ákveðnum tíma dagsins og því nýtist tíminn vel. En ég skrifa miklu minna á sumrin. Þá vil ég sinna útivinnunni og vera með í sauðburðinum og heyskapnum, það er þá til einskis að búa í sveit ef maður getur það ekki." í ár kemur frá þér viðtalsbókin Ljósið að handan, auk skáldsögu sem heitir Játning. Hvemig kom það til? „Þegar ég, ung og alveg reynslulaus, fór með handritið að fyrstu bókinni minni, Ingu, til Bjöms Eiríkssonar eiganda Skjald- borgar tók hann mér mjög vel og hefúr síðan gefíð út allar bækumar mínar. Hann hefur reynst mér ákaflega vel, svo þegar hann bað mig um að skrifa samtalsbók við Valgarð Einarsson miðil gat ég hreinlega ekki sagt nei. Þetta var að sjálfsögðu heilmikil viðbót en mjög skemmtilegt að kynnast Valgarði og fá að takast á við þetta verkefni. En ég hef reyndar kornið að viðtalsbók áður, hún var við Guðrúnu Ólafsdóttur reikimeistara og kom út árið 1995. En um skáldsögumar mínar má segja að þær séu ástar-, spennu-og glæpasögur sem gerast hér á landi, þó með smávegis undantekningum." Er búið stórt? „Við emm með rúmlega 100 þúsund lítra framleiðslu í mjólk og um 150 fjár og dálítið af hrossum. Það sem að mér snýr í búskapnum er fjósið og á þeim tíma sem ég er að skrifa er ágætt að hugsa í fjósinu. Kýmar em svo rólegar og virka óskaplega vel á mig og ég fæ oft góðar hugmyndir meðan ég er að sinna þeim. Þegar ég var að byrja að skrifa var þetta bara hobbý og þá fannst mér ég vera að taka tíma ffá annarri vinnu. En svo breyttist þetta, enda geri ég meira en að skrifa bækur, hef tekið viðtöl m.a. fyrir tímaritið Heima er best þann- ig að nú leyfi ég mér að skrifa þeg- ar mig langar enda er þetta orðinn hluti af minni vinnu." Em engin vandkvæði fyrir rithöfund að búa út í sveit?. „Eftir að Intemetið kom til sögunnar em öll samskipti svo miklu miklu auðveldari en áður og vandkvæðin alveg hverfandi lítil. Mér fmnst bara gott að búa í sveitinni og vera með krakkana héma. Þetta er ffekar lítið samfélag en Svínavatnshreppurinn er ákaflega góð sveit og góður andi ríkjandi . Mér líður bara ákaflega vel hér," sagði Birgitta Halldórsdóttir að lokum. /ÖÞ. Það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi á Agromek! Hvernig væri að fá sér stutt vetrarfrí og skella sér á landbúnaðarsýninguna Agromek 2002 í Danmörku? Ásamt því að skoða sýninguna, verða danskir kúabændur sóttir heim og nokkur dönsk fyrirtæki. Farið verður sunnudaginn 20. janúar og komið heim föstudaginn 25. janúar. Fararstjóri: Snorri Sigurösson, framkvæmdastjóri LK Síðasti frestur til skráningar er 20. desember Nánari upplýsingar: Ferðaskrifstofa Vesturlands s. 437 2323, Netfang FV: travest@simnet.is Netfang LK: www.naut.is Óskum viðskiptamönnum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla ogfarsœls komandi árs LAIUDSTÚLPI Gleðileg jól. Óskum bœndum og búaliði hagsœldar á komandi ári Dúnhreinsunin, Flatahrauni 29b www.buvelar.is Gældu við þig, Sparaðu fé og verndaðu umhverfið Valtra er vöruruerki Partek PARTEK Vaitra Power Partner Valtra er mest selda dráttarvél á noröurlöndum 6750 Nýjung sem tekið er eftir! EcoPower Hinn nýji Valtra 6750 er • 4 strokka SisuDiesel vél með forþjöppu og millikæli • Tölvustýrð gírskipting með vendigír 36-36 • Autotraction • Sjálvirk tengsli • Stiglausir DPS milligírar • Vagnbremsuloki • Agroline mælaborð 105 HÖ hlaðinn búnaöi: • Plægingartölva • 7 tonna lyftigeta á afturbeisli • Fjöðrun á afturbeisli • 3 tvívirk vökvaúttök • Hliðarpúst • Loftfjaðrandi ökumannssæti • Mótorhitari • 6 vinnuljós • Aukaaðalljós í þakskyggni Ávinningur þinn af Valtra Ecopower er margvíslegur: • Lægri snúningshraði • Minni eldsneytiseyðsla • Minni hljóðmengun • Umhverfisvænni vél • Lengra milli olíuskipta • Hámarks snúningsvægi • Minna slit á vél 530Nm við 1150 sn/mín. Þegar gæðin skipta máli Austurvogi 69 • 800 Selfossi • Sími 482 4102 • Fax 482 4108

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.