Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. desember 2001 BÆNDABLAÐIÐ 7 Mjólkin lang ódýrust og hœkkar minnst Kr.80 9,1 % hœkkun á 1 lítra af mjólk Verð 4. 12. 2001 á einum lítra kr. 80 Hækkun 9,1%. Kr. 142 46,4% hœkkun á 1 lítra af Brazza Hagkaup, Skeifunni Verð 23.12.1999 á einum lítra kr. 97 Verð 4.12. 2001á einum lítra kr. 142 Hækkun 46,4%. Kr.163 19% hœkkun á 1 lítra af kóki Kr.197 23,9% hœkkun á 1 lítra af Trópí Hagkaup, Skeifunni Verð 23.12.1999 á einum lítra kr. 159 Verð 4.12. 2001 á einum lítra kr. 197 Hækkun 23,9%. Auðvitað má halda því fram að það sé alrangt að stilla mjólk upp með gosi og bragðbættum sykurvökvum. Þetta er rétt. Mjólk á enga samleið með þessum drykkjum. Þrátt fyrir að það sé margsannað að mjólk búi yfir eiginleikum sem enginn ofangreindra drykkja getur státað sig af leggja t.d. sumir foreldrar það að jöfnu hvort bömin drekki mjólk i skólanum eða fái sykurdrykk. Þá talar fólk um verð á mjólk og sumir fara hamförum þegar mjólkurhækkun er nefnd. Gosdrykkjaframleiðendur geta hins vegar hækkað sínar afurðir án þess að nokkur hreyfi andmælum. Mjólk og mjólkurmatur I gögnum frá Manneldisráði er nefnt að mjólk sé mikilvægur næringargjafi, „bæði vegna kalksins og annarra bætiefna sem hún veitir.“ Manneldisráð segir skýrt og skilmerkilega að í fæðuhringnum séu engin sætindi, „enda eru þau ekki nauðsynleg til vaxtar og viðhalds. Sælgæti inniheldur mikla orku en lítil eða engin nauðsynleg næringarefni og er það ástæða þess að þau eru óheppileg, auk þess sem þau skemma tennur. Löngunina í sæta bragðið má stilla með því að borða ávexti eða setja sultu á brauð. Ágætt er að velja sér nammidag fyrir sætindin tii að læra að stilla neyslunni í hóf.“ Samkvæmt ráðleggingum Manneldisráðs er ekki æskilegt að fá meira en 10% orkunnar úr sykri. Ráðið segir því ljóst brýna þurfi fyrir börnum að draga úr sykurneyslunni og kenna þeim breyttar fæðuvenjur. í því efni væri ekki úr vegi að byrja á að draga úr gosdrykkjaþambi. Sykraðir svaladiykkir Ekki er langt síðan sjá mátti á síðum blaða umræðu um hollustu sykraðra svaladrykkja. Upphaf umræðunnar mátti rekja til þess að foreldrar ungra skólabarna fengu í hendur béf frá fyrirtækinu Vífilfelli, „þar sem koma fram alvarlegar rangfærslur um hollustu sykraðra svaladrykkja. I bréfinu er forcldrum talin trú um að Svali eða aðrir sykraðir svaladrykkir geti komið í staðinn fyrir ávexti í fæði barna og að Svali í nestisboxinu sé því ágæt iausn fyrir foreldra sem vilja senda börn með ávexti í skólann. Til að bæta gráu ofan á svart er tvívegis vísað í Manneldisráð í bréfinu og þannig gefið í skyn að ráðið sé sammála þessum staðhæfingum. Þarna er heldur betur hallað réttu máli því Manneldisráð hefur þvert á móti hvatt til þess að börn borði ávexti en drekki helst vatn eða léttmjólk í skólanum — ekki sykraða svaladrykki.“ Hm bp É __ ,,'eBue) -suiuieAH bjj jb|bj uias uoseisjo jnuijjg ja ejjacj" :oas uijacj >jne| Bo jeujs jeujjuæq paui uueq joj ‘ejos pe joj jnujuo ua jnpe ‘pjp|OA>i uin ’eBuejsuiuieAH e juiuo paui Pjjsa uujs jjja jjeq uueq pe nBos ecj jpBes uias uossuop jeuiiefn ejas pjjaA ejeq unui peq „'jsonpupig bjj jb|bj uias uose|s;o JnuijjQ ja ejjaq“ :uepjou pe jjajj jjng ejeq pe Jjjja sueq pjoe>jo| jssac) pjA jseuue>| Jjjsaid jnpeui jnuun^ppfcj nBupi ja jsonpupig e sujsdjeAjn -sj>uy jjejjjejjajj ‘uosé|sjo jnuijjo Sauðkindin. Þessi rólynda jórtrandi skepna í innstu krónni að vetri - þetta villta dýr á fjalli í sumarhögum. Þessi umhyggju- sama móðir með lömb að vori og sáran jarm að hausti þegar lömbin hafa verið leidd í sláturhús. Þetta er kindin okkar, íslenska ærin, sem um aldir hefur verið uppistaða í búskap íslenskra bænda. En nú eru bóndinn og kindin í vanda stödd. Vandinn er að vísu ekki að detta yfir þegar þetta er skrifað - hann er eldri og er ekki alltaf eins - hann er breytilegur eins og veðrið. Hér áður fyrr var vandi sauðfjár- bænda oft sá að erfitt gat verið að afla heyja og fóðurs til að halda lífi í fénu og það varð horfellir að vori. Nú um sinn er vandinn hins vegar annar og mestur þegar kindin er dauð. Þá verður of mikið af kjöti og kjötið er of dýrt og alltof fáir vilja kaupa. Þó er kjötið gott. Ungir og aldnir eru sammála um það. En það fæst annað kjöt sem er ódýrara og það getur líka verið gott svo lambakjötið er í vamarleik. Ríkið greiðir hluta af verði kindakjötsins beint til bænda og þó að færa megi rök af ýmsum sortum fyrir því, að þessar greiðslur séu ekki bara vegna kjötsins, þá eiga stjómvöld bágt, í umhverfi dagsins, að borga. Því lofuðu bændur við síðustu samninga að hagræða í sínum fjárbúskap - koma þar á gæðastjómun. Það er ekki ætlun í þessu bréfi að hafa uppi andmæli gegn hagræðingu enda væri það óðs manns æði, ef halda á mannorðinu, en hinu velti ég fyrir mér hver verða áhrif þessarar hagræðingar á það mynstur búskapar sem enn er þó við lýði í íslenskri sveit. Vill þjóðin borga fyrir ásýnd sveitanna - á nútímamáli halda uppi menningar- landslagi, vel hirtum húsum raðað í græn tún - eða á að taka upp greiðslur fyrst og fremst vegna þess að rekinn er hagrænn búskapur? Hér em stórar spumingar og vandrataður réttur vegur eða eins og stjómmálamaðurinn sagði: Sannleikurinn er sá að leysa þarf marga þröskulda. </> P c o* ■■ 3 a ■■ 3 Jóhannes Úr fórum þular Ur fómm þular heitir nýútkomin bók eftir þann kunna útvarpsþul Pétur Pétursson. í bókinni em sögur og frásagnir úr handraða Péturs. Einn kafli bókarinnar heitir „Listamannahverfi i Vesturbæ." Þar segir Pétur frá nokkmm listamönnum sem búið hafa í Vesturbænum, þar á meðal séra Sveini Víkingi, sem var m.a. hagyrðingur góður. Eitt sinn hafði hópur kvenna umkringt séra Svein og gerðust sumar frúmar svo nærgöngular við hann að séra Sveini þótti nóg um og orti þá: Virkilega við mér brá og varla þola mátti, þegar þœrfóru að þreifa á því sem konan átti. Með lífið í lúkunum Þeir Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason hafa á undanfömum ámm gefið út nokkrar bækur með skemmtisögum af þingmönnum og prestum landsins. Nú er komin út bók með skemmtisögum af læknum sem heitir Með lífið í lúkunum. Þar em meðal annars sögur af Guðmundi Karli Péturssyni sem lengst af var læknir á Akureyri. Ein sagan segir af bónda nokkmm sem þótti sérsinna. Erfmgjar hans vissu af erfðaskrá karls og vom óánægðir með innihaldið. Þeir fullyrtu að hann væri ruglaður á geði og einhvem veginn fengu þeir hann lagðan inn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, þar sem Guðmundur Karl átti að dærna um andlegt heilbrigði hans. „Þú veist liklega hvað ég heiti," spurði Guðmundur Karl þegar bóndinn kom inn á læknastofuna. „Já, Guðmundur Karl." „Og hvers son?" „Það er nú best að tala sem minnst um það," svaraði bóndi þá. Guðmundur Karl þurfti ekki að spyrja neins frekar.Hann hreifst svo af svarinu að bóndinn var samstundis dæmdur andlega heilbrigður. Vaxtarœktar viðkvæm mál í bókinni eru einnig nokkrar sögur og visur um og eftir Pétur Pétursson frá Höllustöðum, lækni á Akureyri. Fyrir nokkmm árum sagði Pétur í útvarpsviðtali að vaxtaræktarmenn væm iðulega miöur vaxnir niður en upp vegna steranotkunar og að „eistun á þessum ræflum rýma og verða ræfilsleg." I kjölfarið höfðuðu nokkrir vaxtaræktamienn meiðyrðamál á hendur Pétri en að lokum töpuðu þeir málinu í Hæstarélti. Þá orti Hákon Aðalsteinsson þessa vísu til Péturs: Loks er Pétri létt í sál, laus úr öllum vanda. En vaxtaræktar viðkvæm mál virðast illa standa. Úr bréfi skattstjóra „Það þarfnast skýringa að i búi yðar eru 40 nautgripir en aðeins 12 kálfar hafa fœðst..." Svar: „...ég hef lagt bréftð fyrir nautið og það hristi líka höfuðið." Umsjón Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.