Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 11. desember 2001 BÆNDABLAÐIÐ 9 málanna hjá ferðaþjónustu- bændum um þessar mundir og það sem mest væri til umræðu á ráðstefnunni. „Menn leita allra hugsanlegra leiða til að bæta úr þessu. Varðandi það að fá Islendinga til að ferðast um landið á öðrum tíma en á sumrin er verið að búa til alls konar ferðapakka. Við erum að reyna að búa til einhverjar kveikjur sem gera það eftirsóknarvert fyrir fólk að ferðast út á land á öðrum timum en á sumrin. Við höfum svo sem ekki fúndið hina einu sönnu lausn á þessu máli en við erum að ræða þetta okkar í milli, bæði hér á ráðstefnunni og annars staðar," segir Sigrún. Hún segir að á Dæli hafi ferðaþjónusta byrjað árið 1988 og alveg ífá þeim tíma hafi verið jafn og góður stígandi í henni. „Við höfum verið að byggja þetta upp jafnt og þétt og þess eru dærni að það hafi orðið allt upp i 50% veltuaukning milli ára hjá okkur. Þá er ég að tala um tímann ffá því í byrjun júní og fram í miðjan október. Það er alltaf mjög gott mánuðina júlí og ágúst en báðir endamir mættu vera betri. í byrjun október er stóðréttarhelgi hjá okkur og þá er allt fúllt í nokkra daga en síðan er þetta bara búið þar til að vori." Sigrún segir það alveg ljóst að griðarlega mikið markaðsstarf sé fyrir höndum við að kynna landið til að auka ferðamannastrauminn frá hausti og fram á vor, bæði hér heima og erlendis. „Ég er hins vegar ekki í nokkrum vafa um að það er hægt að gera þetta en það kostar vinnu og það mikla vinnu," sagði Sigrún Valdimarsdóttir. Njótum góðs af nálœgðinni við Akureyri Jónas Jónasson, ferða- þjónustubóndi í Sveinbjarnar- gerði í Eyjafirði, var meðal þátt- takanda á ráðstefnu Ferða- þjónustu bænda og Hólaskóla. Hann sagði að markaðssókn væri stærsta málið sem ferða- þjónustubændur glímdu nú við. „Ég tel mest áríðandi að kynna Ferðaþjónustu bænda fyrir ís- lenskum ferðamönnum og þá 'á ég við tímann utan háannatíma sumarsins. Urn þetta hygg ég að flestir, ef ekki allir ferðaþjónustu- bændur, séu sammála. Það kvartar enginn vegna sumartímans en það eru haustið, veturinn og vorið sem við þurfúm að markaðssetja betur," segir Jónas. Hann var spurður hvort menn telji það raunhæft að hægt sé að fá Islendinga til að ferðast um landið á öðrum tíma en yfir sumarið. „Ég held að það sé hægt og marka það af því að hjá okkur í Sveinbjamargerði hefur gestum fjölgað yfír veturinn. Það er staðreynd að fólk fer orðið meira en áður út á land utan hins hefðbundna ferðamannatíma yfir sumarið. Ferðamannatíminn hefur verið að lengjast hægt og bítandi, bara ekki nógu hratt að okkur finnst.. Island er fallegt land yfír veturinn jafnt sem sumarið og það hlýtur að vera hægt að markaðs- setja landið fyrir erlenda ferða- menn allt árið um kring," segir Jónas. En varðandi tjölgun íslenskra gesta í Sveinbjamargerði bendir hann á að það sé skammt ffá Akureyri og njóti góðs af því sem gististaður. Fólk sem kemur til að fara á skíði eða bara í helgarferð með fjölskylduna til Akureyrar, gisti gjaman í Sveinbjamargerði enda ekki nema tíu mínútna akstur þaðan til Akureyrar. „Ég, eins og aðrir hér á ráðstefnunni, hef fulla trú á að okkur takist að auka ferðamanna- strauminn út á land á haustin, vetuma og vorin," sagði Jónas Jónasson, bjartsýnn eins og aðrir ráðstefnugestir. á formannafundi Formannafundur Bændasamtakanna var haldinn föstudaginn 30. nóvember sl. í húsnæði BÍ. Til umræðu var nýtt bókhaldskerfi, búrekstraráætlun, verkefnaskráning, námskeiða- hald/tölvukennsla og sameiginleg verkefni. Síðar um daginn var svo haldinn fundur í búnaðarráði. Fundarefnið var samkeppnislöggjöf og landbúnaður. Þar flutti Guðmundur Sigurðsson, viðskipta- fræðingur Samkeppnisstofnunar framsöguerindi en fulltrúar búgreina reifuðu vandamál/árekstra við samkeppnislöggjöfína. Á myndinni má sjá formann Búnaðarsambands Suðurlartds, Þorfinn Þórarinsson á Spóastöðum í Biskupstungum, ræða málin en það er Karl S. Björnsson formaður Búnaðarsambands N.-Þing. sem hlustar af athygli. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári! FOÐURBLANDAN HF. íséZFLOKKt Pharmaco SlmiS3S?00f) k

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.