Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 22
22 BÆNDABLAÐIÐ Þríðjudagur 11. desember 2001 Vföskiiiti on alvimlíl ;0 CQ Sr <u Nauðasamningar Kjötumboðsins Alagning milliliða gekk tram al þingmanninuin ng hann Ingði frnm lyrirepnra á Alpingi Frumvarp til nauöasamninga hefur veriö lagt fram Þann 22. nóvember sl. veitti Héraðsdómur Reykjavíkur Kjötumboðinu hf., áður Goða hf., heimild til að leita nauðasamninga við lánadrottna. Nauðasamning- amir voru auglýstir í Lögbirtinga- blaðinu 5. desember og frestur til að lýsa kröfum er til 2. janúar. Þeir bændur sem ekki hafa falið BI um- boð til að fara með kröfur þeirra þurfa að lýsa kröfum til Helga Jóhannessonar hrl. Sundagörðum 2, 104 Reykjavík. Fundur með atkvæðismönnum, þar á meðal BÍ fyrir hönd þeirra sem hafa falið samtökunum umboð sitt, verður haldinn í fundarsalnum Gallerí, Grand Hótel Reykjavík Sigtúni 38 í Reykjavík, þriðjudaginn 15. janúar kl. 9.00 til þess að greiða atkvæði um samningsfrumvarpið. Bændasamtökin samþykktu fyrir hönd þeirra sem falið hafa samtökunum umboð sitt, að fyr- irtækið fengi heimild til að leita nauðasamninga á þeim forsendum sem fram koma í frumvarpinu. Komi ekkert fram sem veikir það tilboð sem felst í frumvarpinu munu Bændasamtökin samþykkja það f.h. sinna umbjóðenda á fund- inum 15.janúar. í frumvarpi Kjötumboðsins að nauðasamningi kemur fram að lánadrottnum verður boðið að velja einn þriggja eftirfarandi kosta um greiðslutilhögun. Um- boðið sem margir bændur hafa veitt BÍ til að gæta hagsmuna sinna veitir samtökunum fulla heimild til að velja á milli þessara kosta fyrir hönd hvers og eins. A kröfumar er heimilt er að reikna hæstu leyfilega dráttarvexti til þess dags sem heimild var veitt til að leita nauðasamninga, eða 22. nóvember. A. Þeir sem eiga kröfur sem eru 75.000 kr eða lægri (með dráttarvöxtum) fá greitt að fullu innan þriggja mánaða frá samþykkt nauðasamninga. B. Þeir sem eiga kröfur hærri en 75.000 kr (með dráttarvöxtum) eiga þess kost að fá 75.000 kr greiddar upp í kröfu sína innan þriggja mánaða frá samþykkt nauðasamninga og telst hún þá að fullu greidd. Fyrir kröfur á bilinu 75.000 til 123.000 gefur þessi kostur greiðslu í peningum á 61% eða meira af kröfufjárhæð og vei;ður hann því valinn fyrir þenn- an hóp kröfuhafa. C. Lánadrottinn fær greiddar 61% krafna sinna. Af því verða 36% greidd í peningum í þremur jöfnum greiðslum. Fyrsta greiðsla verður innan þriggja mánaða frá staðfestingu nauðasamnings, önnur innan sex mánaða og sú þriðja innan 12 mánaða. Þá verða 25% af kröfúm greidd með hlut- afé í Norðlenska matborðinu ehf. á genginu 1.0. Kjötumboðið mun freista þess að ná fram kauptilboði frá þriðja aðila í hlutaféð þannig að lánardrottnar geti átt val um hvort þeir vilji selja væntanlega hluti sína eða eiga þá. Kjötum- boðið skuldbindur sig einnig til að greiða uppbót á þetta tilboð verði meira til ráðstöfunar en áætlanir nauðasamningsfrumvarpsins gera ráð fyrir. Sá vamagli er sleginn við val- kost C að áætlanir Kjötumboðsins standist um innheimtanleika úti- standandi krafna félgasins og áætlað söluverðmæti lausafjár og vömbirgða auk rekstrarkostnaðar á samningstímanum. Engar trygg- ingar eru settar fyrir greiðslum og þarf hver og einn kröfuhafi að fylgja eftir sinum kröfum. B1 munu ef óskað er aðstoða við þá eftirfylgni. Eins og áður segir er ljóst að fyrir kröfuhafa með kröfur á bilinu 75.000 til 123.000 kr kröfur er einboðið að taka 75.000 kr greiðslu sem fúllnaðargreiðslu. I ljósi áhættu sem fólgin er í nauðsamningafrumvarpinu leggja Bændasamtökin einnig til að kröfuhafar með kröfur á bilinu 123.000 til 150.000 taki 75.000 kr eingreiðslu. Fyrir þá sem eiga yfir 200.000 kr. virðist kostur C skila mestu upp í kröfur. Á næstu vikum verður haft bréflega samband við þá sem eiga á bilinu 150.000 kr. til 200.000 kr. inni hjá Kjötumboðinu og gerð nánari grein fyrir valkost- um og leitaó afstöðu til þess hvor kosturinn verði valinn. Öðrum kröfuhöfum verður ekki skrifað sérstaklega að sinni en þeir geta snúið sér skriflega til Bændasam- takanna hafi þeir aðrar óskir um hvemig farið verður með kröfúr þeirra en hér kemur fram. Bændur athugið! Iðgjöld ársins 2000 Nýlega er lokiö eftirliti ríkisskattstjóra með vegna reiknaðra launa í landbúnaði eiga viðkomandi aðilar að greiða til Lífeyrissjóðs bænda. Vinsamlegast hafið samband við lífeyrissjóðinn strax til að gera leiðréttingu á innheimtunni. Athugið! Engar breytingar verður hægt að gera eftir 10. janúar 2002 Lífeyrissjóður bænda Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir október 2001 Okt.01 Ágúst 01 Nóv. 01 Breyting frá fyrra tímabili í % Hlutdeild % Framleiðsla 2001 Okt.-01 Okt.-01 Okt. 00 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt** 346,530 1,048,105 3,726,560 33.9 54.8 20.5 16.7% Hrossakjöt 90,311 230913 1,148,685 -14.6 -7.0 6.5 5.2% Kindakjöt* 4,912,755 7,985,200 8,632,363 -12.9 -11.9 -10.3 38.7% Nautgripakjöt 309,049 826,638 3,560,312 3.7 -11.4 -3.0 16.0% Svínakjöt 480,242 1,322,217 5,227,927 3.3 4.8 9.9 23.4% Samtals kjöt 6,138,887 11,413,073 22,295,847 Innvegin mjólk 7,217,862 23,048,225 105,966,004 -3.9 0.4 2.1 Sala innanlands Alifuglakjöt** 348,486 995,632 3,675,484 44.6 32.9 17.0 18.2% Hrossakjöt 37,320 151,862 534,650 -23.3 -1.2 2.3 2.6% Kindakjöt 954,530 2,274,096 7,197,401 13.4 7.6 1.4 35.6% Nautgripakjöt 291,979 822,064 3,549,143 -2.8 -9.8 -3.2 17.6% Svínakjöt 475,127 1,326,269 5,239,808 6.8 6.4 9.8 25.9% Samtals kjöt 2,107,442 5,569,923 20,196,486 Umreiknuð mjólk Umr. m.v. fitu 8,516,709 24,430,179 98,749,715 7.5 1.1 -0.9 Umr. m.v. próteln9,707,330 27,429,209 107,444,576 9.5 3.9 3.0 * Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. ** Skýrslur höfðu ekki borist frá öllum framleiðendum þegar blaöiö fór i prentun. Sigrtður Johannesdottir alþingismaður lagði fyrir skömmu fram fyrirspurn á Alþingi til viðskiptaráðherra. Vill hún fá að vita hvort ráðherra ætli að beita sér fyrir því að Samkeppnisstofnun fái aukið fé til að hraða rannsókn sinni á því hvort óeðlilegir viðskiptahættir valdi því að matvöruverð hafi hækkað meira á Islandi en í nágrannalöndunum. „Ástæða fyrirspurnarinnar er sú að ég hafði frétt að fjárskortur tefði rannsókn Samkeppnisstofnunar á hækkun matvöruverðs. Eg var ekki ánægð með svar ráðherra vegna þess að mér þykir það mjög alvarlegt hve lítið er gert í þessum málum og hvernig verðmyndunin á landbúnaðarvörum er. Bændur fá 280 krónur fyrir kílóið af lambakjöti í 1. flokki. Fyrir nokkrum dögum fór ég út í búð í Keflavík og ætlaði að kaupa mér heilan skrokk af lambakjöti. Þar var verðið komið upp í 680 krónur kílóið. Milliliðakostnaður og álagning verslunar á hvert kíló er 400 krónur. Þetta hreinlega gekk fram af mér," sagði Sigríður Jóhannesdóttir alþingismaður í samtali við Bændablaðið. Þegar Sigríður bar fram íyrir- spumina sagði hún að rökstuddar ábendingar hefðu komið frarn um að mun á verðlagi matvöm á ís- landi og nágrannalöndunum nrætti að einhverju leyti rekja til ólögmætra viðskiptahátta. I svari Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra kom fram að Samkeppnisstofnun hefði skilað ítarlegri skýrslu urn þetta mál í apríl á þessu ári. Hækkanir hefðu verið í samræmi við það sem vænta mátti með hliðsjón af erlendum verðhækkunum og gengis- breytingum. Ráðherra sagði Sam- keppnisstofnun hafa lýst því yfir að frekari rannsókn á sainkeppnis- og viðskiptaháttum á matvörumarkaði mundi fara fram. Sú vinna væri hafin. Valgerður sagði rnörg stórmál á borði Samkeppnisyfirvalda og að þetta umrædda mál væri í eðlilegum farvegi en rannsóknin væri tímafrek. Samkeppnis- stofnun bæri að virða reglur stjómsýsluréttarins um andmæla- rétt. Því tæki rannsókn sem þessi lengri tíma en ætla mætti í fljótu bragði. Neytendasamtökin forðast að áreita verslunina Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Landssamtaka sauðfjár- bænda, segir eðlilegt að mikið sé rætt um verðlag á mat en því mið- ur sé umræðan oft á tíðum ofur- einfolduð. „Sem dæmi má nefna að þegar rætt er um verð á lamba- kjöti þá er alltaf talað um verð á kílói út úr búð. Framleiðandanum er yfirleitt kennt um of hátt verð. Þegar fomiaður Neytendasam- takanna kemur fram i sjónvarpi og talar um alltof dýrar land- búnaðarvömr á Islandi þá skellir hann skuldinni á framleiðandann, en ef hann er spurður um álagningu smásalans þá segist hann lítið vita um hana. Özur segir að skilaverð til bónda á algengum gæðaflokki dilkakjöts nú í sláturtíðinni sé 270 krónur á kg. Utsöluverð á þessum sama skrokki, niðurbrytjuðum í poka, er rúmar 620 krónur á kg. Mismunurinn er í kringum 130%. Þegar kjötið hefur verið unnið enn ffekar eykst mismunurinn. "Um árabil hafa sauðfjárbændur ekki fengið nema að litlu leyti hækkanir á sínum afúrðum í takt við þróun verðlags. Hins vegar gildir öðru máli um aðra aðila sem koma að afsetningunni. Þeir hækka útsölu- verð sitt jafhharðan og tilefni gefst.“ GreiOslur jfifnunar- og álagsgreiOslna Áformað er að greiða allt að 90% jöfnunar- og álagsgreiðslna til sauðfjárbænda fyrir jól en lokauppgjör fari fram í byrjun febrúar á næsta ári. í lok nóvember var sent bréf til innleggjenda á lögbýlum án greiðslumarks þar sem ábúendum var bent á að koma gögnum varðandi skráningu á handhafa jöfnunar- og/eða álagsgreiðslna á framfæri við Bændasamtök íslands. Þar sem margir aðilar voru skráðir fyrir innleggi á sl. hausti var bréfið sent þeim sem var með mesta framleiðslu. Með tilkynningu um handhafa jöfnunar- og álagsgreiðslna þurfa þeir sem ekki eru skráðir eigendur að viðkomandi lögbýli, eða fastcignum því tengdu í fasteignamati, að framvísa gögnum sem staðfesta ábúðarrétt á lögbýlinu. Þessi gögn þurfa að hafa borist í síðasta lagi 20. janúar nk. Saia líflamba vegna uppbyggingar fjárstofns eftir niðurskurð á að teljast með við ákvörðun jöfnunargreiðslna sbr. 19. gr. reglugerðar nr. 19/2001. Athygli þeirra bænda sem eru með greiðslugrunn að jöfnunargreiðslum og seldu líflömb nú í haust er sérstaklega vakin á þessu. Hafi innlegg þeirra í afurðastiið ekki náð 18.2 kg á ærgildi greiðslumarks og vetrarfóðraða á (vegna útreiknings á rétti til jöfnunargreiðslna næsta haust) þarf að senda afrit af sölunótum til Bændasamtaka íslands. Lokauppgjör á jöfnunargreiðslum er áætlað 5. febrúar á næsta ári og því verður hægt að koma þessum gögnum á framfæri til 20. janúar nk. Bændur sem hafa skorið niður bústofn vegnsa riðu fá jöfnunar- og álagsgreiðslur á grundvelli framleiðslu sem fjárlevsisbætur eru reiknaðar eftir.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.