Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 1
21. tölublað 7. árgangur Þriðjudagur 11. desember 2001 ISSN 1025-5621 - - L.J V:, Kornræktarbændur bjartsýnir á framtíðina UKLEGA ER HEIMARÆKTAÐ KORN ÓDÝRASTA FðÐUR SEIM VfiL ER Á Síðastliðið komræktarsumar var í meðal- lagi í flestu tilliti. Klaki var víða mikill í vor og sums staðar var sáð mun seinna en vant er, en haustið var hins vegar gott. Miðað við tilrauna- niðurstöður var uppskera ívið betri en í meðalári. Uppskera úr tilraunum á landinu var 4,5 tonn á hektara í ár en hefur verið 4,1 tonn að meðaltali síðustu sex ár. Þótt nákvæmar tölur vanti er ætlað að bygg hafi verið skorið af um 2000 hekturum á liðnu hausti. Um það bil 45% þess mun hafa verið á Suðurlandi, 35% á Norðurlandi, 15% á Vesturlandi og 5% á Austurlandi. Ljóst er að víða má auka verulega við komræktina. Þetta kom fram á fundi sem stjóm Lands- sambands kombænda gekkst fyrir á Rannsóknastofnun landbúnaðarins á dögunum. Fundinn sóttu fulltrúar bænda úr flestum sýslum, fulltrúar þeirra sem flytja inn sáðkom og starfsfólk RALA. Kynntar voru niðurstöður úr komræktartilraunum þessa árs og lögð vom fram drög að rannsóknarverkefnum næstu ára. Fundarmenn vom bjartsýnir um ffamgang komræktar næsta árið. Verð á innfluttu fóður- komi fer nú hækkandi á heimsmarkaði og gengisbreytingar leggjast á sömu sveif. Nýir kostnaðarútreikningar Hagþjónustu land- búnaðarins sýna líka að hver fóðureining i heimaræktuðu komi er mun ódýrari en fóður- eining í heyi. Á fundinum kom ffarn að líklega er heimaræktað kom nú ódýrasta fóður sem völ er á og ættu menn að hafa beinan hag af því að auka komræktina sem mest. íslenskt korn íslenska yrkið Súla hefúr nú verið í tilrauna- ræktun hjá bændum í tvö ár. Reynsla af því var til umræðu á fúndinum. Yrkið er tviraða eins og kunnugt er og mjög fljótþroska. Súla hefur Bændablaðið/Jón Eiriksson. reynst mjög vel sums staðar en annars staðar miður eins og gengur. Kostir hennar nýtast fyrst og ffemst þar sem vaxtartími er skammur og jarðvegur kaldur og fijósamur, með öðmm orðum á ffamræstri mýri og á fijósömum moldarjarðvegi. Eins og annað tvíraðabygg reynist hún betur sunnanlands en norðan. Undanfarið hefur dugað vel að sá Súlu um miðjan maí. Á fijósamri jörð hefur hún iðulega gefið uppskeru sem nemur um 4,5 tonnum af þurrefni á hektara á liðlega fjögurra mánaða vaxtartíma. Á sendinni jörð og þurru mólendi á hún það hins vegar til að hlaupa í bráðan þroska og stöðva komfyllingu á miðju hausti og kemur það þá niður á uppskemnni. Sjálfsagt sýnist að nota Súlu í töluverðan hluta komakra að minnsta kosti sunnanlands. Stuttur vaxtartimi hennar gerir það að verkum að ekki þarf að keppast við að sá henni snemma og byija má komskurð á henni að hausti. Þannig nýtast vélar betur en ella. Einnig má benda á að hún er mun þurrefnisríkari við skurð en annað kom og þvi hentug til þurrkunar. Pantið sáðkorn sem fyrst Rætt var um innflutning á sáðkomi á vori komanda. Allmörg yrki verða fáanleg en verð hefúr hækkað nokkuð ffá fyrra ári. j Svíþjóð er til mun meira af sáðkomi af islenska yrkinu Súlu en verið hefúr undanfarin ár. Það mun fást á góðu verði. Bændur em hvattir til að panta það eða láta að minnsta kosti inn- flutningsaðila vita af áhuga sínum hið fyrsta til þess að hægt verði að ákveða hve mikið af komi þarf að festa i Svíþjóð. /JH Loðdýrabændur fá 340 minka Irá Danmörku Á næstu dögum eru væntanlegir til landsins 340 minkar á vegum Sambands íslenskra loðdýra- bænda. Dýrin fara í sóttkví í Holtsmúla í Skagafirði. Dýr þessi eru af mismunandi iitum, en þarna má finna svartmink, "mahogany", "scanbrown/- glow", safír, hvítmink og perlu. Þess má geta að ljósir litir svo sem safír, hvítt og perla eru í háu verði og hið sama gildir um dýrin. Bjöm Halldórsson, formaður SÍL, sagði að með þessum inn- flutningi væri verið að reyna að auka fjölbreytni í framleiðslu ís- lenskra loðdýrabænda og kynbæta þau dýr sem fyrir em. "Inn- flutningurinn er í samræmi við óskir og áætlun fagráðs í loð- dýrarækt um innflutning og aðgerðir til að gera hérlenda ffam- leiðslu samkeppnishæfari," sagði Bjöm og bætti því við að Fram- leiðnisjóður hefði lagt verkefhinu lið og raunar gert loðdýrabændum mögulegt að flytja inn þessi dýr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.