Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 4
4 Bændoblaðið Þriðjudagur 25. mars 2003 Skylda að spölHormahreinsa hunda og ketd Um áratugaskeið hefur það verið skylda hér á landi að láta ormahreinsa hunda við bandormum til að koma í veg fyrir sullaveiki. Nú bætist það við að það er orðin skylda að láta spóluormahreinsa bæði hunda og ketti samkvæmt reglugerð sem tók gildi um síðustu áramót og hefur stoð í lögum nr. 7 frá 1998 um hollustuhætti og mengunarvamir. Varðandi hunda er eigendum þeirra skylt að láta ormahreinsa alla hunda 4ra mánaða og eldri. Nýgotnar tíkur og 3ja til 4ra vikna hvolpar skulu spóluormahreinsaðir sérstaklega samkvæmt leiðbeiningum dýralæknis og er það nýjung. Það er líka nýtt að eigendum katta sé gert skylt að spóluormahreinsa þá. Nú ber að gera það árlega við alla ketti 4ra mánaða og eldri til að fyrirbyggja sýkingu hjá mönnum af völdum spóluorms. Gunnar Gauti Gunnarsson, héraðsdýralæknir í Borgamesi, sagði í samtali við tíðindamann Bændablaðsins að á markaðnum væri ormalyf sem nær yfir bæði bandorma og spóluorma í hundum. Hann segir að hjá sér kosti lyfið í köttinn 320 krónur og hreinsunin sem hann ffamkvæmir kostar með lyfi 800 krónur með vsk og miðast það við að kötturinn sé allt að 4 kg. Ef hann er þyngri þá kostar lyfið og hreinsunin 1.120 krónur. Gunnar Gauti var spurður hvað gæti gerst ef fólk trassar að fara með köttinn sinn í spóluormahreinsun. „Böm geta sýkst því ónæmiskerfið þeirra er ekki talið fullþroska fyrr en þau eru 5 til 6 ára. Sömuleiðis er talið að vanfærar konur geti sýkst af spóluormi. Því miður hefur þessi nýja heilbrigðisreglugerð ekki verið kynnt og auglýst nógu vel. Hana þyrfti að auglýsa í dagblöðum og héraðsfréttablöðum. Ég hef skrifaði um þetta í fféttabréf til bænda á Vesturlandi og reyndi þannig að koma þessu til skila. Þegar ég hreinsaði hunda á Akranesi haustin 2001 og 2002 auglýsti ég að ég hreinsaði ketti líka. Þá brá svo við að til mín var komið með tugi katta þannig að fólk tekur þessu vel þegar það er látið vita af því," sagði Gunnar Gauti Gunnarsson. Lakari lánakjör í tíl starfsemi I dri w ■■ í greinargerð með þingsályktunartillögu sem þingflokkur VG flytur á Alþingi, um svæðisbundið átak til að reyna að treysta byggð og efla atvinnulíf á landsbyggðinni, er fullyrt að lánakjör séu önnur og lakari í bönkunum til starfsemi í dreifbýli en í þéttbýlinu. Þyngra fyrir fœti „Ég held að allir geti verið sammála um að það er á allan hátt þyngra og meira á fótinn að fá lán ef menn ætla að stofna til atvinnu- rekstrar á landsbyggðinni en í þéttbýlinu. Þetta er vegna þess að fjármálakerfið er almennt búið að afskrifa húsnæði á landsbyggðinni sem veð fyrir láni. Mikill hluti allrar starfsemi er með hluta verð- mæta sinna bundinn í húsnæði og eins og ffægt er orðið fá menn varla bílalán nema að setja fast- eignaveð fyrir þeim á höfúð- borgarsvæðinu," sagði Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður. Hann segir það ekki umdeilt að mjög hafi þyngst fyrir fæti í þessum efh- um fyrir landsbyggðafólk. Ástæð- an sé að miklu leyti sú að fjár- festingarlánasjóðir atvinnuveg- anna, svo sem fiskveiðasjóður og iðnlánasjóður, hafa verið inn- limaðir í einkavætt bankakerfi. Þess vegna eigi stofnfjárfesting í þessum greinum undir högg að sækja á landsbyggðinni. „Við getum tekið dæmi af litlu iðnfyrirtæki úti á landi sem hefði ætlað að byggja verkstæðishús. Meðan iðnlánasjóður var til átti þetta fyrirtæki sjálfkrafa lánsrétt upp á 60% af stofiikostnaðinum úr sjóðnum. Nú á dögum labba menn ekki inn í bankana til að fá 60%' af stofnkostnaði iðnaðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Sama sagan er hjá útgerðarmönnum varðandi ný- smíði báta eftir að fiskveiðasjóður var afhentur íslandsbanka. Áður fengu menn 60% til nýsmíða úr þeim sjóði, en ekki lengur," segir Steingrímur J. Varnaðarorð til bœnda Hann segir að eina greinin sem enn stendur sæmilega að vígi í þessum efhum sé landbúnaðurinn því hann á enn sinn lápasjóð. „Ég segi við þá bændur sem ég hitti: í öllum bænum yerjið hann af öllu afli. Hér höfúm við bara rætt um fjárfestingar og stofnkostnað hjá fyrirtækjum. Maðúr verður líka var við þetta í æ ríkari mæli hvað varðar almenna bankafyrirgreiðslu , bæði til einstaklinga, og fyrirtækja á landsbyggðiijni. Éjna undan- tekningin ffá þessu eru sparisjóðir í heimabyggð sem eiju algert bjarg- ræði fyrir þær byggðir sem eru svo heppnar að vera með sparisjóð. Hið einkavædda bankakerfi peningamanna á höfuðborgar- svæðinu hugsar bara um hagnað og lokar þeim útibúum úti á landi sem ekki; skila nægum hagnaði. Það er liðin tíð að þeir telji sig hafa einhverjar skyldur sem þjónustu- fyrirtæki á landsbyggðinni eins og áður var," sagði Steingrímur. Sala II kindakjöO I mikilli uppsveíflu 16,3% aukning á síOasta ársfjóröungi Stórfellt offramboð hefur verið á svína- og kjúklingakjöti á síðustu mánuðum og verð sem boðið er langt undir framleiðslu- kostnaði. Mikið hefur verið rætt um erfiðleika, sem steðja að kjötframleiðendum og staða kindakjöts á markaðinum verið máluð mjög dökkum litum. En staðreyndir hafa ekki alltaf fylgt máli, því sala lambakjöts hefur aukist um 16,3% á síðasta árs- fjórðungi. Salan í desember jókst um 20%, í janúar var aukningin 13,8% og í febrúar var aukningin 16,9%. þrátt fyrir verðfall á öðru kjöti. Heildarhlutdeild kindakjöts á kjötmarkaði sl. 12 mánuði er 30,6%, sem er mesta hlutdeild kjöts á markaðinum. Ljóst er að kindakjöt nýtur mikillar tiyggðar hjá neytendum enda um gæðavöru að ræða. Það verður að viður- kennast að bjartsýni á sölu kinda- kjöts var fjarlæg manni á haust- mánuðum og út árið, en síðan þá hefúr brúnin á mönnum tekið að lyftast, jafnt og þétt, enda full ástæða til, eins og sölutölur bera með sér. Meira hefúr borið á neikvæð- um röddum varðandi sölu kinda- kjöts nú upp á síðkastið, en þó hafa heyrst raddir eins og t.d. frá Kaup- félagi Skagfirðinga, en þar á bæ bera menn sig vel enda hafa þeir þegar selt allt sitt kjöt ffá síðustu sláturtíð. Þótt ekki sé ráðlegt að vera of bláeygur á framtíðina í þessum efnum, þá er heldur engin ástæða til svartsýni, þar sem auðvelt er með slíkri neikvæðni að tala sölu niður. Nokkrar nýjungar hafa verið að líta dagsins ljós upp á síðkastið hjá sláturleyfishöfúm, þar má nefúa hentugar "Gourmet" steikur frá Norðlenska.Lambakórónu frá KS og hálf læri, kryddlegin og "vagúm" pökkuð frá SS svo eitthvað sé nefht. Allt þetta stuðlar að aukinni sölu kindakjöts, en fáar nýjungar hefa staðið sölunni fyrir þrifum ffá þvi að Goði hf. hætti starfsemi og vöruþróun hefúr verið í lágmarki. Neytendur kalla eftir nýjungum og vel ffamsettri vöru, og sýnist mér að nú sé komin tölu- verð hreyfing á slíka vinnu hjá kjötvinnslum og slátur- leyfishöfúm. Vænta má að fleira Hti dagsins ljós á næstu mánuðum. Óhætt er að fúllyrða að ekki hafi blásið byrlega fyrir sölu kindakjöts á síðust árum. Fyrst er að nefna endalok Goða hf., sem var, eins og allir vita, langstærsti sláturleyfishafi landsins, og þar af leiðandi ráðandi í sölu- og markaðsmálum á sinni tíð. Þegar afleiðingar þess áfalls var í rénun dundu einmitt yfir stöðugar verðlækkanir á svínakjöti, og í kjölfar þess verðfall á kjúklingum. Óumdeilanleg staðreynd er að tryggð við kindakjöt hér á landi er einstök. Það er því samstarfs- verkefhi allra, sem þar koma að málum, að hlúa að því, bænda, sláturleyfishafa, kjötvinnslunnar og verslunarinnar. Mörg tækifæri eru ónýtt, sem menn mega ekki missa út úr höndunum á sér, við erum með allt of góða vöru til að svo megi fara. Özur Lárusson framkvœmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda og Markaðsráðs kindakjöts. Ragnheiöur Njálsdóttir (t.v.) og Björg B. Marisdóttir, starfsmenn Osta- og smjörsölunnar, hafa þann starfa með höndum að fara á milli verslana á höfuðborgarsvæðinu og kynna neytendum vöruúrvalið hjá OSS. Þegar Bændablaðið átti leið um Fjarðarkaup á dögunum voru þær stöllur þar og kynntu vörur OSS. Ljóst var að Ragnheiður og Björg kunna vel til verka og ná góðu sambandi við viöskiptavinina - og fóru menn glaðir í bragöi af þeirra fundi með gott bragð í munnil </> m Ul O) HANDBÓK o o BÆNDA u o o Sj.árgangur m ■i c 0)' v> ■■ sr 3 a ■■■ -o

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.