Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 17
Þridjudagur 25. mars 2003 Bændabloðið 17 Kostnaður vegna þjóðlendumálaferla Jón Bjarnason bar fram spurningar til fjármálaráðherra vegna kostnaðar einstaklinga og sveitarfélaga í framhaldi af lagasetningu Alþings um þjóðlendur. Jón spurði hvernig ríkisvaldið hyggðist tryggja fjármuni til þess að sveitarfélög og einstaklingar verði fjárhagslega skaðlaus vegna þeirrar vinnu og málareksturs sem þau hafa þurft og þurfa að kosta til í framhaldi af lagasetningu Alþingis um þjóðlendur. Þessa spurningu sagði ráðherra vera villandi en sagði síðan: „Samkvæmt ákvæði 17. gr. þjóðlendulaga, nr. 58/1998, eins og þeim var breytt með 7. gr. laga nr. 65/2000, skal nauðsynlegur kostnaður vegna hagsmunagæslu fyrir óbyggðanefnd greiddur úr ríkissjóði. Obyggðanefnd skal sjálf úrskurða um kröfur aðila af þessu tilefni. Við mat á því hvort um nauðsynlegan kostnað hafi verið að ræða, er nefndinni samkvæmt framangreindu heimilt að líta til þess hvort aðstoð lögmanna og annarra sérfræðinga hafi verið samnýtt af aðilum með svipaða og samrýmanlega hagsmuni. Nefndinni er jafnframt skylt að líta til þess hvað telja megi sanngjarnt og eðlilegt endurgjald lyrir hagsmunagæslu í viðkomandi máli. Þannig er í lögunum kveðið á um að óbyggðanefndin leggi með tilteknum hætti mat á málskostnað og hún samþykki þess vegna ekki sjálfkrafa hvern þann málskostnaðarreikning sem farið kann að vera fram á. Akvörðun um málskostnað kemur fram í úrskurði óbyggðanefndar. Sé úrskurðaður lægri málskostnaður en málsaðili hefur verið krafinn um vegna vinnu lögmanns eða annarra við málið verður að sjálfsögðu til einhver mismunur. Og á því geta verið tilteknar skýringar sem ástæðulaust er að rekja hér, en það er þó fyrst og fremst vegna þess að ekki er um nauðsynlegan kostnað að ræða samkvæmt mati nefndarinnar, eða þá að hann er umfram það sem nefndin telur sanngjarnt og eðlilegt endurgjald fyrir hagsmunagæslu í málinu. Ber þá að hafa í huga að í nefndinni eru reyndir dómarar og lögfræðingar sem þekkja til þess frá dómstólum hvernig mat er lagt á slíkan kostað," sagði fjármálaráðherra. Jón spurði líka hve mikið hafi verið greitt til einstaklinga og sveitarfélaga vegna málarekstrar sem þau hafa orðið að standa í á grundvelli þjóðlendulaganna. Ráðherra sagði að samkvæmt þeim upplýsingum sem ráðuneytið hefur aflað frá óbyggðanefnd var úrskurðaður málskostnaður ásamt greiddum útlögðum kostnaði í Árnessýslu samtals rétt tæplega 10,5 millj. kr. Til samanburðar má geta þess að greiddur kostnaður vegna hagsmunagæslu ríkisins á árunum 1999--2002 vegna kröfulýsingar í Árnessýslu, Austur- og Vestur- Skaftafellssýslum og Rangárvallasýslu, auk málflutnings í Árnessýslu og hluta Vestur-Skaftafellssýslu, var samtals rúmar 11,7 millj. kr Þarftu að selja jörð? Fasteignasalan Bústaður sérhæfir sig í sölu eigna á landsbyggðinni. Skrifstofur á Sauðárkróki, Akureyri, Siglufirði, Hvammstanga og Grundarfirði. Ekkert skoðunargjald. Símar 453-6012 og 893-3003. Netfang: bustadur@krokur.is tf Félag fasteignasala BUSTAÖUR a2. tölublað er nýkomið út! Að þessu sinni er blaðið helgar nýloknu búnaðarþingi. jr . j I I LANDSTOLPI 1 Fjós eru okkar fag • Fagleg ráðgjöf í fjósbyggingum • - Nýbyggingar - Vidbyggingar - Breytingar • Hönnun og ráðgjöf við skipuiag fjósa. Höfuni velferð kúnna, vinnuspamað og vinnulétti að leiðarljósi. -Hafið samband - við mætum á staðinn! • Weelink - fóðrunarkerfi Léttir og sparar vinnu. 1,5—2,0 kist. á viku að fóðra 60 kýr. • Ametrac - hollenskar innréttingar í fjós Innréttingar fyrir lcýr og kvígur. Gæði og gott verð. • Pasture Mat básadýnur Kanadískar gæðadýnur með vökvaþéttum dúk. • Steinbitar í gólf gripahúsa Mismunandi lengdir - mikið úrval. • Dairypowcr - flórsköfukerfi Vökvasköfukerfi. Bæði ofan á slétt gólf og steinbita. • PropyDos - súrdoðabrjóturinn Lausn á vandamáli, en ekki leið til að búa við það. • Urban - kjarnfóðurbásar og kálfafóstrur Gerið verðsamanburð. Landstólpi ehf. Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eiríksson s: 4370023 / 8694275 s: 4865656 / 8989190 s. Komdu, skobaöu og prófaöu ríkulega búinn Isuzu Trooper SVONA BILL KOSTAR 3.689. Búnaöur m.a. 32" dekk, vindskeib, vibarinnrétting, dráttarbeisli, langbogar... ----.— ISUZU TROOPER - betur búinn - sama ver& © Bílheimar Sævarhöf&a 2a Sími 525 9000 www.bilheimar.is 4>

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.