Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 24
I 24 Þriðjudagur 25. mars 2003 Beendobloðið AflALFUNDUR SAM Með hagræOingu hafa sparast miklir flármunir Aðalfundur Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði var haldinn 13. mars síðastliðinn og sóttu hann fulltrúar mjólkursamlaga og gestir. A timamótum Formaður samtakanna, Magnús H. Sigurðsson, flutti ítarlega skýrslu stjómar en hún hélt níu bókaða fundi þar sem IJallað var um mörg mál og stór. Hann sagði að árið hefði verið afar við- burðaríkt og starfsemi SAM óvenju umfangsmikil, kreijandi og tímaffek. Formaðurinn sagði að liðinn áratugur hefði einkennst af umtalsverðum breytingum í ís- lenskum mjólkuriðnaði, hvort sem litið væri til aðstæðna bænda eða afurðastöðva. Mjólkurframleið- endum hefði fækkað um 629 frá 1990 til ársloka 2002 eða um 40,4% og afurðastöðvum um 8 eða 47%; árið 1990 voru þær 17 en em nú aðeins 9. Ljóst væri að við þessar aðstæður hefðu sparast miklir fjármunir. "Þannig má segja að affakstri yfirstaðinnar hagræð- ingar hafl sannarlega verið skilað bæði til neytenda og mjólkurffam- leiðenda með skilvirkum og skipu- lögðum aðgerðum," sagði hann. "Þar má ekki undanskilja þátt hins opinbera sem hefúr sýnt aðgerðum skilning og stutt dyggilega við greinina og afstaða yfirvalda ávallt verið fyrirsjáanleg eins og frekast er unnt. Slíkt er afar mikilvægt. Með hliðsjón af þessum breyting- um ásamt þeirri réttarstöðu sem mjólkuriðnaðurinn stendur frammi fyrir gagnvart verðlagsmálum mjólkurvara, svo og því sem framundan er við gerð nýs búvörusamnings og hugsanlegrar niðurstöðu í yfirstandandi samningalotu um Alþjóða við- skiptastofnunina (WTO), má segja að mjólkuriðnaðurinn standi á tímamótum um þessar mundir." Umfangsmesta starfsárid í skýrslu Pálma Vilhjálmsson- ar framkvæmdastjóra kom ffam að árið 2002 hafl einkennst af miklum breytingum á starfsemi afurðastöðva; rekstri tveggja var hætt en eignabreytingar urðu á tveimur. "SAM hafði milligöngu um alla sameiginlega fundi aðila," sagði Pálmi, "auk þess sem starfs- menn önnuðust að mestu alla gagnaöflun og héldu utan um upp- lýsingar. Þá voru ýmsar skýrslur unnar undir forsjá samtakanna á öllum stigum málsins. Þetta er eitt umfangsmesta viðfangsefni sem komið hefur til kasta SAM á þeim tíma sem samtökin hafa starfað." Pálmi ræddi um uppgjör mjólkur fyrir síðasta verðlagsár, erlend samskipti og fleira og lauk máli sínu með þessum orðum: "A slík- um tímamótum er það grunnfor- senda þess að geta varið hagsmuni afurðastöðva og mjólkúrbænda að eiga samstillt og öflug hagsmuna- samtök sem hafa góða yfirsýn og þekkingu á starfsemi greinarinnar." Norómenn heimsóttir Vilhelm Andersen gerði grein fyrir starfsemi verðlagsnefndar bú- vöru en hún hélt ellefú fundi á árinu. Helstu þættir í störfum hennar voru að fylgjast með kostnaðarbreytingum á verðlags- grundvelli kúabús og leita leiða til að minnka þörf á verðtilfærslu þannig að hún geti rúmast innan ramma laganna. Vilhelm kynnti með línuritum þróun vinnslu og dreifmgarkostnaðar og vísitölu neysluverðs á tímabilinu desember 1990 til febrúar 2003 en hún sýnir verulegan mismun á hækkunarþörf og fenginni hækkun. Tveir iúll- trúar frá SAM, þeir Pálmi Vil- hjálmsson og Hólmgeir Karlsson, heimsóttu Norðmenn og kynntu sér hvemig norskur mjólkuriðnað- ur stýrði sínum verðtilfærslum, og þótti þeim margt hjá ffændum okkar athyglisvert. Uppörvandi rœða Guðni Agústsson landbúnaðar- ráðherra var gestur fúndarins og flutti ávarp sem var í senn upp- örvandi og skemmtilegt. Hann kvað allt tal manna um fátækt og bágindi bænda orðum aukið og hættulegt. Miklar ffamfarir hefðu Framh. á næstu síðu. V Meðfylgjandi myndir voru teknar á þeim fundum sem sagt er frá hér á síðunni. Lengst til vinstri eru nokkrir fundarmanna á SAM fundinum. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra sat fund SAM. Þá kemur Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar i ræðustól og lengst til hægri er Birgir Guðmundsson, stjórnarformaður Osta- og smjörsölunnar að ávarpa fundinn. ■ ■ ■■ AflALFUNUUR QSTA UG SMJORSULUNNAR 8F Vaxandi hlutdeild lágvöruverslana Aðalfundur Osta- og smjörsölunnar, sá 44. í róðinni, fór fram 14. mars siðastliðinn og sóttu hann fulltrúar allra mjólkursamlaga landsins en þau eru nú níu talsins. Sœtasti sigurinn Birgir Guðmundsson stjómar- formaður minntist í upphafi fund- arins tveggja látinn frumherja, sem mjög hafa komið við sögu Osta- og smjörsölunnar: Erlendar Einarssonar, sem átti mestan þátt í stofnun fyrirtækisins ásamt Stefáni * Bjömssyni og var stjómarfor- maður þess í áratugi, og Hjalta Pálssonar sem var í stjóminni frá upphafi. Að lokinni kosningu starfsmanna flutti Birgir skýrslu stjómar fyrir liðið ár en hún hélt sjö bókaða fundi þar sem fjallað var um ótal mál og ákvarðanir teknar. Hann greindi frá nýjum greiðsluskilum til mjólkursam- laganna, málefúum íslensks markaðar og Norðurmjólkur ehf. og mörgu fleira. I lok skýrslu sinnar ræddi hann um verkefni ; framtíðarinnar og minnti á um- ’ mæli Helga Skúla Kjartanssonar sagnfræðings sem telur stofnun Osta- og smjörsölunnar árið 1958 "sætasta sigur samvinnuhreyf- ingarinnar". Þokkaleg sala Magnús Ólafsson forstjóri . í flutti ítarlega skýrslu bæði í máli og skýringamyndum um starfsemi Osta- og smjörsölunnar á árinu 2002. Hann sagði að árið hefði á margan hátt verið óvenjulegt og sýnt glöggt hve sveiflur í þjóð- félaginu hefðu mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins. Sala afurðanna gekk vel fyrri hluta ársins en í ágúst tók samdráttur í verslun og þjónustu að gera vart við sig. í desember- mánuði var salan hins vegar góð og þegar á heildina er Iitið má segja að hún hafi verið þokkaleg. Árið 2003 fer vel af stað og stefnt er að því að ostasala aukist um 2,6%. Fleiri sýni rannsökuó Rannsóknarstofú Osta- og smjörsölunnar bárust alls 12,815 sýni frá mjólkursamlögunum árið 2002 sem er 4,7% fleiri sýni en árið 2001. Af ostasýnum reyndust 98,3% söluhæf miðað við 99,5% árið áður. Af smjör og smjörva- sýnum á árinu reyndust 99,1% fýrsta flokks og er það betri árang- ur en náðist árið áður (98,3%). Hjá tveimur samlögum reyndust öll aðsend sýni fyrsta flokks. Sjálfvirkt ostaskuróartæki Framleiðsla á bitapökkuðum osti jókst um 2,2% miðað við árið áður. 5,9% aukning var í ffarn- leiðslu á minni bitum en minnkun annað árið í röð á hinum stærri. Endumýjun tækjakosts í osta- pökkun er nú lokið um sinn en á árinu var fjárfest í sjálfvirku osta- skurðartæki sem framleitt er af ís- lenskum hugvitsmanni. Tveir starfsmenn sjá nú um alla bitapökkun en fyrir tveimur árum vom þeir sex. Aukning í sneiddum osti Framleiðsla á sneiddum osti jókst verulega eins og mörg undanfarin ár eða um 12,5%. Aukningin nam 14% í sneiddum osti í neytendapakkningum en um 12% á sneiddum osti ætluðum stómotendum. Stómotendur kunna vel að meta þessa þjónustu Osta og smjörsölunnar en um 70% af sneiddum osti fer á stómotenda- markað. Rafrœn gœóahandbók Rafræn gæðahandbók var tekin að fúllu í notkun á árinu 2002 en hún auðveldar alla vinnu við gæðastjómunarkerfí íyrirtækisins, ISO og GÁMES, og gerir notkun pappírs í tengslum við þau nánast óþarfa. Það hefúr kostað mikla vinnu að bæta gæðahandbókina til samræmis við breytingar sem ný- lega hafa verið gerðar á ISO staðlinum en þær snúa að aukinni áherslu á markaðssetningu, vöm- þróun og tengsl við viðskiptavini. Vörustjórnunarkerfi Aðstaða til vömdreifingar og vömmóttöku var bætt á árinu en þá var um 300 fermetra kælirými tekið í notkun. Breytingin var einnig liður í því að bæta vömgæði með því að hafa kælikeðjuna órofna frá því að tekið er á móti vöm og þar til hún er komin í hendur viðskiptavinar. Unnið var að því að bæta vörustjómunarkerfi fyrirtækisins en á árinu var tekin upp rafskönnun í vömtiltekt. Árangur lét ekki á sér standa og hefúr dregið verulega úr ffávikum í tiltekt. Unnið verður áffam að því að bæta kerfið til að koma til móts við kröfúr smásala um lágmarks birgðahald og eigin kröfu um að veita viðskiptavinum ömgga og góða þjónustu. Breytt smásala Hlutdeild lágvömverslana er nú orðin sú mesta sem þekkst hef- ur og er spuming hvort ekki þurfí að aðlaga starfsemina í framtíðinni að þeirri staðreynd. Salan skiptist þannig niður að smásala er með 67,86%, veitinga og gistihús 11,01 %, matvælaffamleiðendur 6,65% og stómotendur og mötu- neyti 5,04%. Meðal fremstu ostaþjóða Islendingar em í hópi ffemstu ostaþjóða heims og er sá árangur vissulega aðdáunarverður. Sam- kvæmt nýjustu tölum ffá árinu 2000 emm við í fimmta sæti með 20,6 kg. á hvem íbúa. Frakkland er í fyrsta sæti með 25,7 kg., Grikk- land í öðm sæti með 24,6 kg., Ítalía í þriðja sæti með 22,3 kg. og Þýskaland í fjórða sæti með 21,2 kg. Svíar eru í sjötta sæti og Danir hinu áttunda. Skyrið telst með hjá okkur og viðlíka afúrðir hjá öðmm þjóðum. Ostaneyslan hér á landi er nú árið 2002 22.8 kg á hvem íbúa.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.