Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 25
Þridjudagur 25. mars 2003 Bændoblaðið 25 orðið í íslenskum landbúnaði og síðustu ár hefðu verið mesta fjárfestingatímabil í sögunni. Mjólkurbændur stæðu vel, enda hefðu tekjur af hverri kú aukist um 30%. Hann kvað mikla möguleika varðandi ýmsar nýjungar í landbúnaði og þótt staða sauðijárbúskapar væri slæm, væri sauðféð aukabúgrein hjá flestum. Ráðherra hvatti fúndarmenn til að standa dyggilega vörð um félagskerfí sitt, sem væri orðið sjötíu ára gamalt en á því kerfi hefðu allir grætt, ekki síst neytendur. Stjórnarkosning Við stjómarkosningu voru allir aðalmenn endurkjömir en breytingar urðu varðandi varamenn. Stjóm SAM skipa nú: Magnús H. Sigurðsson, Guðlaugur Björgvinsson, Þórólfúr Sveinsson, Birgir Guðmundsson, Haukur Halldórsson, Þórólfúr Gíslason og Jón Júlíusson. Varamenn: Magnús Ólafsson, Sigurður R. Friðjónsson, Guðmundur Þorsteinsson, Bjami Jónsson, Helgi Jóhannesson, Snorri Evertsson og Páll Svavarsson. Alþjóðasamningar Pálmi Vilhjálmsson hélt erindi um alþjóðlega samninga og skýrði gmndvallaratriði WTO, Alþjóða viðskiptastofnunarinnar, sem við íslendingar gerðumst aðilar að 1995. Hann útskýrði ýmsar skuldbindingar, sem við höfúm gengist undir, svo sem tollkvóta, tollbindingu og stuðningsform sem kennd em við litina gulur, grænn og blár. Þetta var afar fróðlegur fyrirlestur, sem á erindi til allra mjólkurffamleiðenda, og síðar verður sagt nánar frá honum í Mjólkurfféttum. Skólamjólkurstefna Hólmgeir Karlsson skýrði fyrir hönd Markaðsnefndar ffá svo- nefndri skólamjólkurstefnu sem nefhdin vinnur að og hefúr það að markmiði að öll böm á gmnnskóla- aldri hafi greiðan aðgang að mjólk á matmálstímum. Meðalneysla þeirra nú er aðeins 0,8 dl. en takmarkið með þessu átaki er að tvöfalda neysluna á næstu fimm ámm þannig að 80% bama í 1. til 5. bekk gmnnskólans og 40% nemenda í 6. til 10. bekk drekki 2,5 dl af mjólk daglega. Ráðgert er að þessi herferð verði gerð í samráði við heilbrigðisyfirvöld og fleiri aðila og uppfýlltar verði þarfir bæði nemenda og foreldra með öflugu ffæðslu og kynningarstarfi, heimsóknum í skóla, útgáfu ffæðsluefnis og síðast enn ekki síst verði árlega haldinn skólamjólk- urdagur að erlendri fyrirmynd. samsðlunnar batnaði umtalsvert milli ára Aðalfundur Mjólkursamsölunnar var haldinn fostudaginn 21. mars sl. I ársreikningi Mjólkursamsölunnar í Reykjavík vegna ársins 2002 kemur fram að heildartekjur fyrirtækisins og dótturfélaga þess á síðasta ári voru 6,1 milljarðar króna sem er 7,8% aukning frá árinu áður. Rekstrargjöld samstæðunnar án skatta hækkuðu um 4,8% og námu 5,8 milljörðum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta hækkaði milli ára og var á síðasta ári 252 milljónir króna miðað við 80 milljónir árið 2001. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri sendi frá sér fyrir helgi. Hagnaður ársins samkvæmt rekstrarreikningi nam 171 milljón króna sem er 2,8% af veltu. í árslok námu eignir Mjólkursamsölunnar alls 5,1 milljarði króna en heildarskuldir voru 670 milljónir. Eigið fé samstæðunnar í árslok var 4,4 milljarðar og jókst um 205 milljónir króna eða 4,8%. Eiginfjárhiutfall samstæðunnar í árslok 2002 var 86,9%. Veltufé frá rekstri var 550 milljónir króna og hækkaði um 86 milljónir. A árinu 2002 störfuðu að meðaltali 235 starfsmenn hjá Mjólkursamsölunni og dótturfélögum hennar og námu heildarlaunagreiðslur 638 milljónum króna. Inneign í séreignarsjóði í árslok nam 102 milljónum króna og skiptist á milli 769 aðila en i upphafi árs milli 1.346 aðila. Stjórn félagsins leggur til að greitt yfirverð nemi 3,8% af verðmæti innlagðrar mjólkur. Það er að meðaltali 1,5 kr. á hvern innveginn lítra til þeirra félagsmanna sem lögðu inn hjá fyrirtækinu á árinu 2002, m ÍSTEX® ÍSLENSKUR TEXTÍLIÐNAÐUR HF. Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn fimmtudaginn 27. mars 2003, kl. 16:00 í Bændahöllinni við Hagatorg. Dagskrá. 1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein samþykkta félagsins. 2. Heimild aðalfundar til handa félagsstjórn til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofu félagsins í Mosfellsbæ, viku fyrir aðalfund, hluthöfum til sýnis. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Mosfellsbæ 18. mars 2003. Stjórn ÍSTEX hf. samtals rúmar 36 milljónir króna. Innvegið mjólkurmagn á Samsölusvæðinu varð 70,2 milljónir lítra á árinu og er það aukning um rúmar 6,4 milljónir lítra frá árinu áður. Hlutfall svæðisins í innveginni mjólk á öllu landinu hélt áfram að aukast og er nú orðið rúmlega 63% af heildarmagni. Framleiðslusvæði Mjólkursamsölunnar nær nú frá Hellisheiði nyrðri vestur til Bíldudals í Arnarfirði og um Húnavatnssýslur. Framleiðendur á þessu svæði eru í sjö samlagsdeildum og unnið er úr mjólkinni hjá fimm afurðastöðvum. Kúabú á svæðinu voru 639 í árslok 2002 sem er fjölgun um níu bú milli ára. Bú með yfir 100 þúsund lítra greiðslumark voru orðin 309 í árslok og hafði þá fjölgað um 28 frá árinu á undan. Meðaltal greiðslumarks á kúabú jókst þannig um 6,8 prósent á Samsölusvæðinu. Sá samruni og stöðuga hagræðing sem orðið hefur í mjólkuriðnaðinum hélt áfram á liðnu ári. 1 hagræðingarskyni var rekstri tveggja afurðastöðva, á Hvammstanga og Húsavík, hætt, auk þess sem eignarhaldi Norðurmjólkur var breytt með aðkomu Mjólkursamsölunnar, Mjólkurbús Flóamanna, Osta- og Smjörsölunnar og Kaupfélags Skagfirðinga. \ mSKlPI W IMR vhilcíii) Varan send frítt HEIM TIL 1. MAÍ EF PANTAÐ ER í NETVERSLUN V&Þ www.velar.is VÉLARt ÞJÓNUSTAh: Þeutir ntlR FjÓNUSlU JáuiUui i • 110 RmjAvtt ■ SÍMI: 5-800-100 ■ Fax: 5-800-110 ■ óuni Ia «603 AiLicrii ■ SImi: 461-4050 ■ Fax: 461-4044 vJkA Orðsending til bænda, búnaðarsambanda og dýralækna vegna flutnings á líffé milli varnarhólfa haustið 2003 Bændur, sem vilja kaupa líflömb vegna fjárskipta á komandi hausti þurfa að senda skriflega pöntun með milligöngu viðkomandi búnaðarsambands íyrir 1. ágúst 2003. Þeir einir koma til greina, sem lokið hafa fullnaðarsótthreinsun og frágangi húsa, umhverfis og annars, sem sótthreinsa átti. Skal tekið fram í umsókninni hver vottaði sótthreinsun og hvenær. Sami frestur gildir fýrir þá sem búa á riðusvæðum, og óska þess að fá keypt hrútlömb til kynbóta eða vegna vandkvæða á að nota sæðingar. Þeir skulu fá umsögn héraðsdýralæknis um þær ástæður og senda pöntun sína til viðkomandi búnaðarsambands sem gefúr allar nánari upplýsingar og leiðbeiningar um líflambasvæði. Allt fé á viðkomandi bæjum skal vera merkt með löggiltum merkjum og skal tekið fram í umsókninni að svo sé. Að gefnu tilefni er áréttað, að skv. lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, er flutningur á sauðfé og geitum milli vamarhólfa (yfir vamarlínur) stranglega bannaður án leyfis yfirdýralæknis. Ennfremur er með öllu óheimilt án leyfis viðkomandi héraðsdýralæknis að versla með kindur (unglömb sem eldra fé) eða flytja fé til lífs á milli bæja með öðru móti. Héraðsdýralæknar gefa nánari upplýsingar um heilbrigðisástand í umdæmum sínum. Umsóknum verður svarað fýrir ágústlok. Leyfi ræðst af heilsufari fjár á sölusvæðinu, þegar kemur að flutningi hverju sinni. Embætti yfirdýralæknis Sölvhólsgötu 7,150 Reykjavík Sími: 545 9750 (Geymið auglýsinguna) Jörð í Húnavatnssýslu til sölu Til sölu er jörðin Eyjólfsstaðir í Austur Húnavatnssýslu, staðsett fyrir miðjum Vatnsdal, austanvert, um 12 km frá þjóðvegi. Liggur vel við sól, gott útsýni. Einstaklega fallegt og virðulegt gamalt íbúðarhús, tvær hæðir og ris, hátt til lofts, mikið endurnýjað. Fjós með áburðarkjallara, 215m2. Sambyggð hlaða, 128m2. Tvö fjárhús, 122m2 og 55m2. Það stærra með áburðarkjallara að hálfu, notað fyrir geldneyti og hross. Vélageymsla 65m2. Ræktuð tún um 26ha, hallandi, góð og sléttar engjar ca 19ha. Veiðihlunnindi, leigutekjur fyrir Vatnsdalsá, gæsa- og rjúpnaveiði. Jörðin selst án framleiðsluréttar. Nánari upplýsingar veitir Fasteignasalan Bústaður. Símar 453-6012 og 893-3003. If Félag fasteignasala BUSTAÖUR A LANDBO VOODINNI BASAM0TTUR! Hjá Gúmmívinnslunni færð þú allt á einum stað! pysKu oasar iá nota jafnt básamotturnar frá Gúmmívinnslunni undir hesta, kýr, svín og fleiri dýr Kraiburq motturnar eru mjúkar og stuðla ao betra gripi hjá klaufdýrum Minni hætta á júgurskaða Auðveldar í þrifum Minna um sýkla og gerla Verslaðu á netlnu þ egarþér hentar á www.gv.is Sendum um allt land - Samaverðfrá ReyHjavík “vÍsa [7]Felgur 0 Rafgeymar 0 Keðjur 0 Básamottur 0 Dráttarvéladekk 0 Heyvinnuvéladekk 0Vörubíladekk 0 Jeppadekk 0 Öryggishellur 0 Fólksbíladekk Gúmmívinnslan hf. Réttarhvammi 1 - Akureyri Hringiö og fáið frekari upplýsingar Sfmi 461 2600 - Fax 461 2196

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.