Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 25. mars 2003 Ættfræði Armann Þorgrímsson, Akureyri, er umsjónarmaður ættfræðiþátta Bændablaðins. Svana erfædd í Gröf í Svarfaðardal 13.12.1948. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1970 og hjúkmnamámi frá Hjúkmnarskóla íslands 1975. Hún var ritari hjá Kaupfélagi Eyfirðinga 1970-71, bóndi á Melum 1975-79, hjúkmnarforstjóri á Ási í Hveragerði 1979-80. Hefur verið bóndi á Melum frá 1980 og er 6. ættliðurinn sem býr þar. Svana giftist 20.7.1974 Sverri Gunnlaugssyni f.13.12.1953 frá Sauðá í Kirkjuhvammshreppi og eiga þau 3 böm: Sveinn Kjartan f.23.4.1973, Stefán Bimir f.26.2.1976 og Sigríður Dúna f.9.11.1983. Svana og Sverrir slitu hjúskap. Seinni maður Svönu er Arngrímur Vtdalín Baldursson f.26.3.1950 í Kirkjuferju í Ölfusi, bóndi á Melum. Hann er sonur Vilhjálms Baldurs Guðmundssonarf.18.12.1911 á Hafurshesti i Önundarfirði, bónda á Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd og á Kirkjufeiju í Ölfusi. Móðir Amgrims er Margrét Fanney Bjarnadóttir f. 27.7.1917 í Hafnarfirði. Húsfreyja á sömu bæjum. Systkini Svönu em Hallgrimurf.15.1.1950, verkamaður á Akureyri, Anna Kristín f.9.2.1952 húsfr. og starfsmaöur veitingasölu i Reykjavík, Soffía f.22.8.1954, starfsmaöur ferðaskrifstofunnar Heimssýnar og býr í Prag í Tékklandi, Friðrik Heiðar f.12.5.1957 rafeindavirki í Reykjavík, Þóra Vordís f. 11.7.1960, húsff. á Akureyri. Ætt 1. arein 1 Svana Friðbjörg Halldórsdóttir, f. 13. des. 1948 í Gröf í Svarfaðardal. Húsfr. og hjúkmnarfræðingur á Melum í Svarfaðardal 2 Halldór Hallgrímsson, f. 21. des. 1895 á Melum, d. 23. des. 1986 á Akureyri. Bóndi á Melum í Svarfaðardal - Bima Guðrún Friðriksdóttir (sjá 2. grein) 3 Hallgrímur Halldórsson, f. 7. júní 1867 á Melum, d. 29. júlí 1939 á Melum. Bóndi, hreppstjóri og kennari á Melum í Svarfaðardal 1901-37 - Soffía Jóhanna Baldvinsdóttir (sjá 3. grein) 4 Halldór Hallgrímsson, f. 27. mars 1840 á Melum, d. 2. mars 1920 á Melum. Bóndi og hreppstjóri á Melum 1881-1901 - Sigríður Stefánsdóttir, f. 17. júlí 1842 á Þorsteinsstöðum í Svarfaöardal, d. 26. apríl 1896 á Melum. Húsff. á Melum 2. qrein 2 Bima Guðrún Friðriksdóttir, f. 10. nóv. 1924 á Brekku í Svarfaðardal. Húsfr. á Melum 3 Friðrik Jónsson, f. 26.10.1892 í Sandsbúð, d. 30.6.1985 á Dalvík. Bóndi á Hverhóli í Skíðadal 1925- 47 og í Gröf 1947-54 - Svanfríður Gunnlaugsdóttír (sjá 4. grein) 4 Jón Sigfússon, f. 4. ágúst 1858 í Syðra- Garðshomi, d. 15. apríl 1895 í Sandsbúð á Dalvik. Sjómaður á Dalvík - Anna Kristín Friðriksdóttír, f. 1. okt. 1860 á Klaufabrekkum í Svarfaðardal, d. 16. sept. 1951 í Gröf í Svarfaðardal. Húsff. á Dalvík 3. arein 3 Soffía Jóhanna Baldvinsdóttir, f. 17. júlí 1870 á Böggvisstöðum í Svarfaðardal, d. 1. mars 1954 á Melum. Húsfr. á Melum 4 Baldvin Gunnlaugur Þorvaldsson, f. 23. sept. 1837 á Krossum á Árskógsströnd, d. 5. okt. 1919 á Böggvisstöðum. Bóndi og hreppstjóri á Böggvisstöðum - Þóra Sigurðardóttir, f. 6. ágúst 1842 á Hellu á Árskógsströnd, d. 20. apríl 1933 á Böggvisstöðum. Húsff. á Böggvisstöðum 4. arein 3 Svanfríður Gunnlaugsdóttir, f. 27. nóv. 1900 á Þrastarhóli í Amameshr., d. 8. ágúst 1991 á Akureyri. Húsfr. á Hverhóli og Gröf 4 Gunnlaugur Jónsson, f. 12. jan. 1856, d. 26. okt. 1939. Húsmaður í Hofteigi í Amameshreppi - Ágústína Sigurðardóttir, f. 9. ágúst 1861, d. 1. jan. 1936. Vinnukona og húsfr. í Hofteigi. Frændaarður Föðursystkini Svönu em: Þóra Sigríður f.16.11.1899 d. 11.4.1908. Sigurpáll f.22.11.1905 d.30.10.1992, bókbindari á Dalvík. Þórhallurf.29.6.1908 d.29.12.1990, búsetturá Melum. Jónasf.28.19.1910d.11.3.1990, bifvélavirki og forstjóri á Dalvík Móðursvstkini em: Anna Siguriína f.14.5.1922, húsff. á Hjalteyri og Akur- eyri. Júlíus Dalmann f.9.10.1926, lengst af bóndi og smiður í Gröf, nú á Dalvík. Kristinn Dalmann f. 13.12.1928, verkamaður á Akureyri. Soffía Heiðveig f.17.10.1931, húsfr. á Brattavöllum og Dalvík Vorsveinn Dalmann f.28.6.1934, verkamaður á Akureyri. Kristján Tryggvi Dalmann f.3.6.1938, húsasmiður á Akureyri. Nokkrir lanafeðaar Svana er í beinan karllegg komin frá Sigurði Jónssyni f. um 1693 sem bóndi var á Jódísarstöðum í Eyjafirði. Hann var í beinan karilegg kominn frá Sigmundi “gamla” Hallssyni f. um 1570 bónda á Garðsá í Eyjafirði. Hann er þjóðsagnapersóna í sambandi við síðasta hestaat á íslandi. Hann var sonur Halls Magnússonar skálds á Höfða á Höfðaströnd. Jón Sigfússon 2-4 var í beinan karíegg kominn ffá Jóni “eldra” Rögnvaldssyni f.um 1691, bónda á Amarstöðum í Eyjafirði. Hann var í beinan kariegg kominn ffá Þorgeiri Ingimundarsyni f.um 1510. Hann var einn af sveinum Jóns biskups Arasonar og seinna bóndi á Gmnd í Svarfaðardal. Baldvin Gunnlaugur Þorvaldsson 3-4 var i beinan karlegg kominn frá Ólafi Jónssyni f. um 1615 sem bóndi var í Svarfaðardal. Gunnlaugur Jónsson 4-4 var í beinan karilegg kominn frá Grími Sigurðssyni f.um 1620 lögréttumanni í Miklagarði sem var í beinan karllegg ffá Finnboga “gamla” Jónssyni f. um 1365 bónda í Ási í Kelduhverfi. Sá er í sumum ættartölum rakinn beint til Haraldar hárfagra konungs en sú ættartala er svolítið vafasöm. Helstu heimildir: Svarfdælingar eftir Stefán Aðalsteinsson Krossaætt eftirBjöm Pétursson Galdrar á íslandi eftir Matthías Viðar Sæmundsson Svana Friðbjörg Halldórsdóttir Melar Melar em fom bújörð. Klaufi, sem Svarfdæla segir ffá og Klaufabrekkur em kenndar við, var bóndi á Melum þegar hann drap tvo menn fyrir þá sök eina að honum fannst þeir reka illa flárhóp þar sem Klaufi átti í eina kind. Fyrsta galdrabrenna á íslandi var á Melum árið 1625 og ertalið að fómariambið sé grafið í hól vestan við túnið. Magnús Bjömsson sýslumaður lét þar brenna Jón Rögnvaldsson sem ákærður var fýrir að hafa vakið upp draug og sent hann manni á Urðum . Draugurinn drap þar búfé og gerði annan usla. Jón mótmælti ákæmnni en þar sem einhver blöð með rúnamyndum fundust hjá honum dugðu engin undanbrögð enda tók ákærandinn guð sér til vitnis. Árið 1703 bjó á Melum Jón Jónsson f. um 1669. Hann var í beinan karilegg ffá Þorkeli Otkelssyni landnámsmanni á öxará, og Guðrún Pálsdóttír f.um 1666 í beinan karílegg ffá Nikulási Þormóðssyni príóri í Möðmvallaklaustri. Ætt Svönu hefur búið samfellt á Melum frá 1808 að undanskildum tveimur ámm. Péhir H. Blöndal alHsmaður: Við eigum að selja ferða- mönuum rigninguna Pétur H. Blöndai alþingismaður bar fram á Alþingi í vetur fyrirspurn til forsætisráðherra um ferðaþjónustu og stóriðju. Hann bar þessar atvinnugreinar saman og spurði margra spurninga um þær. Bændblaðið spurði Pétur hvers vegna hann hefði tengt saman þessar atvinnugreinar? „Eg gerði það vegna þess að menn stilla gjarna upp sem gagnstæðum pólum stóriðju og ferðaþjónustu og segja að stóriðja myndi skemma fyrir fcrðaþjónustunni og þá sérstaklega með tilliti til ósnortinna víðerna. Staða þessara atvinnugreina, með hliðsjón af rekstraröryggi, árstíðarsveiflum, mengun, launum og fleira, er þannig að ég tel rétt að benda á að stóriðjan er ekki síðri kostur en ferðaþjónustan." Rangtaðfásem flesta ferðamenn til landsins -Kemur það ekki á óvart að ferðaþjónustan er ekki talin einstök atvinnugrein í skilningi þjóðhags- reikninga heldur samansett úr mörg- um atvinnugreinum, eins og fram kemur í svarinu? „Þetta kom mér á óvart vegna þess að ég hélt að það lægju fyrir betri upplýsingar um ferða- þjónustuna en raun ber vitni. Það em til mjög góðar upplýsingar um sjávarútveginn, landbúnaðinn að ein- hveiju leyti og stóriðjuna svo sem um meðallaun og fleira en þær upp- Iýsingar liggja ekki fyrir varðandi ferðaþjónustuna. Sem dæmi má ne&a að arðsemi bændagisting- ar heíur ekki verið reiknuð út Ég hygg líka að maigt í ferða- þjónustunni sé ekki mjög arðbært. Launin eru lág enda er hvergi í heiminum boigað mikið fyrir að búa um rúm og elda mat. Þetta eru lágtekjustörf um allan heim. Ferða- þjónusta þarf að vera mjög markviss. Helst þarf hún að stefna að því að minnka að um- fangi þannig að hún laði til sín ríka vel- boigandi ferðamenn. Okkar ferðaþjónusta hefiir miðast við massann. Við höfúm skóflað inn fólki undir kjörorðunum - því meira því betra - en það tel ég vera ranga stefhu. Ég tel þessa miklu samþjöppun ferðamanna á tvo mánuði ársins vera út í hött" -Þá ertu að tala tun júli og ágúst? „Já, og ég teldi betra að reyna að takmarka ferðaþjónustuna á þeim tíma með miklu hærra verði þessa tvo mánuði en lægra verði annan tfma ársins. Mér finnst ferða- þjónustan vinna lítið markaðslega séð. Það er lítið eða ekkert um sér- tilboð á vetuma eða annað í þeim dúr. Ég tel afar biýnt að minnka þessar miklu sveiflur sem eru í ferðaþjónustunni." Mikil mengun af völdum ferðamanna -1 svarinu til þín kemur Jram að mengun af völdum ferðamanna hef- ur verið lítið sem ekkert rannsökuð. „Það hafa engar rannsóknir farið fram á þessu. Maður sér hins vegar víða mengun af völdum ferða- mennskunnar. Ég get nefiit sem dæmi Fimmvöiðuháls. Ég hef nokkrum sinnum farið þar um og það er skelfilegt hvemig allt er að troðast þar niður. Þegar eitt þúsund manns er kannski hleypt á dag á einhveija gönguslóð þá treðst allt út sérstaklega í votviðri. Ég fæ ekki séð að neinn hafi hugað að þessu. Fyrir svo sem 30 árum var ég staddur við Mývatn og þá sá maður í hæsta lagi eina rútu á dag stoppa við Dimmu- boigir. Nú eru það allt upp í tuttugu rútur sem maður sér stöðva þar á sama tíma. Ef sama þróun heldur áfram í ferðaþjónustunni munu mörg hundmð rútur stöðva samtímis við Dimmuborgir eftir 30 ár og erlendir ferðamenn sem sækja landið heim komnir langt yfir milljón. Þá liggur það alveg ljóst fyrir að þessar Iitlu landslagsperlur okkar verða troðnar niður. Hvað ætla menn að gera vaið- andi Landmannalaugar? Nú þegar er það svæði við það að vera ofsetið á sumrin. Hvemig halda menn að ástandið verði eflir 10 til 30 ár? Það veit enginn hver þolmörkin em og menn virðast ekki yfirfæra ástandið inn í framtíðina og reyna að sjá fyrir sér hver þróunin verðiir. Ég tel að nú þegar séu Landmannalaugar að kikna undan því mikla álagi sem er á svæðinu. Þama er búið að leggja göngustíga um allt, sem em lýti á landslaginu, þannig að allt tal um ósnortið víðemi er út í hött Ef menn ætla að eiga ósnortið víðemi þá er það ekki gert með því að hleypa á svæðið óheftum ferðamannastraumi. Það er staðreynd að mengun af völdum ferðamennsku er um- talsverð og vil ég auk átroðslunar nefna bfla- mengun, sjónmengun og úrgang fiá fólki." Betri vegir - fleiri ferðamenn „Stóriðjan getur örvað ferðamennsku. Margir hafa sett stór- iðju og ferðamennsku upp sem andstæður en það er rangt Ég minnist þess þegar ég var eitt sinn í Austurríki að sumarlagi þá lá ferða- mannastraumurinn upp í fjöllin til að skoða stór og mikil uppistöðulón. í þau var dælt vatni á sumrin sem síðan var notað til að búa til rafmagn yfir veturinn. Þetta em falleg mann- viiki sem draga að sér ferðamenn. Það sama er að gerast hér á landi eftir að Landsvirkjun opnaði raforkuverin fyrir almenningi til skoðunar. Ég vona að þessi fyrirspum mín muni slá á þann rómantíska blæ sem margir sjá yfir ferðamennskunni. Menn sjá hana sem góða og göfúga á meðan stóriðjan hefúr á sér nei- kvæðan stimpil að ósekju að mínum dómi. Ég vií að menn byggi þetta saman og eins og ég sagði áðan á að takmarica ferðaþjónustuna, lengja nýtingartímann, laða að ríka ferða- menn og hækka verðið á þjónustunni en sleppa þeim sem koma með nesti með sér á eigin bílum, sofa í honum og skilja hér ekkert eftir sig af peningum." Ljósmyndir sýna sól og bliðu -Hvemig er þetta hœgt? „Við höfúm alltaf hannað okkar ferðaþjónustu út ffá hugmyndum okkar um sólskin og blíðu. Flestar ljósmyndir í ferðabæklingum em með sól í heiði. Stórum hluti mann- kyns líður hins vegar illa vegna of mikillar sólar og hita, sumir þjást jafhvel af sólariiitanum sem er víða allt að því óbærilegur. Þessu fólki eigum við að selja myrkrið, rigninguna og svalann. Þótt okkur finnist sólskinið gott, vegna þess hve lítið við höfúm af því á Islandi, finnst öðrum það vont. Til þessa fólks eigum við að ná," segir Pétur H. Blöndal Pétur segir ferðamályfirvöld hafa lagt of mikla áherslu á sól í stað rigningar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.