Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 10
10 Bændublaðíð Þridjudugur 25. mars 2003 VÉIap og læki á Agromek sem geto komið sðr vel tyrir íslenska bændur Dagana 21.-25. janúar var haldin hin árlega danska landbúnaðarsýning Agromek ■ Herning. Agromeker stærsta landbúnaðarsýning í Norður-Evrópu. Árið 2002 sóttu 85.032 gestir sýninguna, þar af 11.849 erlendir gestir. Agromek sýningin á sér nokkuð langa sögu. Hún hefur verið haldin síðan 1975 og er skipulögð af Danske Landbrugsmaskinfabrikanter og Dansk Landbrug. Sýningin er afar mikilvæg fyrir framleiðendur danskra landbúnaðartækja og þjónustufyrirtækja. Hér hafa framleiðendur tækifæri til að komast í beint samband við sinn markaðshóp og að auki leita tækifæra til að koma vöru sinni á framfæri. Kostnaður við að halda sýningu sem þessa er umtalsverður. Nokkur umræða hefur verið um að sýningin skuli aðeins haldin annað hvert ár. En í Ijósi þeirrar gífurlega aðsóknar sem sýningin fær telst það vart réttlætanlegt. Alls sækja 65.000-75.000 danskir bændur sýninguna og hefur sú aðsókn verið nokkuð stöðug síðan 1985. En það verður að teljast framúrskarandi árangur í Ijósi þess að dönskum bændum hefur fækkað umtalsvert á þessu tímabili. Bændablaðið fékk Unnstein Snorra Snorrason, sem stundar nám í nautgriparækt og bútækni við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn að kynna sér það helsta sem var á sýningunni og gæti komið sér vel fyrir íslenska bændur. Á þessari sýningu kennir ýmissa grasa. Þar mátti sjá ýmsar gerðir véla, innréttinga og rekstrar- vara fyrir landbúnaðinn. Að auki var að finna fjölmargt annað sem tengist landbúnaði á einn eða annan hátt. Alls voru um 1300 sýnendur sem tóku þátt í sýn- ingunni í ár og komust færri að en vildu. Á hverri sýningu eru gefnar stjömur fyrir vörur sem teljast vera nýjung á sýningunni. Þannig geta vörur fengið 1-3 stjömur eftir því hversu merkileg nýjungin er sam- kvæmt niðurstöðu nefndar sem starfar á vegum sýningarinnar. Á sýningunni í ár vom 234 vömr sem töldust vera nýjungar. Stærstur hluti þessara nýjunga tengdist svínarækt og umhverfistækni. Tœkni Það var ekki mikið um nýjungar í tækjum og tólum á Agromek 2003 Líklega má telja að sá vöxtur sem verið hcfur í þcssum geira á síðustu árum fari nú minnkandi og fyrirtæki einbeiti sér að því að markaðsetja og selja þær vörur sem þegar eru í framleiðslu og leggja e.t.v. minni áherslu á vöruþróun. Þess ber síðan að geta að á þessari sýningu er lítið um dráttarvélar og þreskivélar. En í nóvember ár hvert er haldin sér sýning fyrir þess konar tækni. Sú sýning kallast LIB og er haldin í Fredrica. Hún er reyndar mun minni að sniðum og nær Agro- mek ekki að gæðum, en hefur þann kost að mönnum gefst kostur á að reynsluaka vélum. Ný útfærsla á hradtengjum Svokölluð A-ramma hraðtengi hafa þekkst í fjölmörg ár. Hrað- tengið samanstendur af tveimur einingum. Annars vegar eining sem er fest á tæki sem skal tengjast dráttarvél og hins vegar eining sem er tengd við þrítengi dráttarvélar- innar. Tenging dráttarvélar og tækis fer þannig fram að sá hluti sem tengdur er dráttarvélinni er lyft upp í fals á þeim hluta sem er festur tækinu og síðan eru rammamir festir saman með lás sem er stýrt innan úr dráttarvél. Aldrei þarf að fara út til að tengja agrome A moksturstœkin af á svipstundu? Ein af merkilegri nýjungunum á sýningunni voru ámoksturstæki sem eru þannig útbúin að hægt er að tengja þau við dráttarvélina án þess að ökumaður þurfi að fara út úr dráttarvélinni. Þessi gerð ámoksturstækja kallast Servo- Block og er framleitt af Hauer. Ámoksturstækin eru í sjálfu sér heföbundin. Burðarrammi er boltaður á dráttarvélina og ámoksturstækin sitja í festingu á honum. Nýjungin felst í því að festingunni er hægt að læsa innan úr dráttarvélinna og einnig það að vökvaslöngur eru tengdar og losaðar innan úr dráttarvél. Áburðardreifari sem tekur 4.0501 Bogballe kynnti stærsta lyftu- tengda áburðardreifarann sem er á markaði nú. Dreifarinn kallast M3W Plus og rúmar 4.050 I áburði. Þessi dreifari gerir því talsverðar kröfúr til lyftugetu dráttarvéla, en einnig er hægt að fá þá dragtengda og geta þá dráttar- vélar af meðalstærð ráðið við dreifarann. Framleiðsla þessa dreifara gefur glögglega til kynna þá þróun sem er í Danmörku varð- andi verktakastarfsemi, en sífellt fleiri bændur sjá sér hag í að nota verktaka og einbeita sér að öðrum störfum. Niðurfelling búfjáráburóar - nýjung... eða hvað! RKM Agro Technic kynnti búnað til niðurfellingar búfjár- áburðar með svokallaðri DGI tækni (Direct Ground Injection). Þetta þætti ekki nýjung á Islandi þar sem þessi tækni hefúr þekkst hér í nokkur ár. En í Danmörku er þessi tækni ekki mjög útbreidd. Reyndar þekkist niðurfelling bú- fjáráburðar mjög vel en þá með annars konar tækni þar sem rist er fyrir meiðum sem ganga ofan í jörðina og fella búfjáráburðinn niður. En sú tækni hefúr þann ókost að valda ffekar skemmdum í sverði og rótarkerfi plantna. tækið. Hingað til hefúr þurft að sjóða eininguna sem sett er á tækið fasta. Fyrirtækið Kimadans sannaði það að nýjungar þurfa ekki að vera flóknar. Fyrirtækið hefúr þróað A-ramma sem er festur við tækið með hefðbundnum hætti og því hægt að færa rammann á milli tækja og eins hægt að nota tækið án þess að hafa rammann. Snjöll útfœrsla á heilfóðurvagni JF-Fabrikken kynnti heilfóður- vagn sem er með stillanlegri hæð á skjólborðum. Hægt er að hækka skjólborðin um 30 cm og þannig auka rúmmálið. Þegar heilfóður er blandað þarf að gæta þess að setja ekki of mikið magn í vagninn, því þá er hætta á því að ausa fóðri út fyrir hann. Vagninn er því aldrei fullur. Með því að hafa skjóiborð- in hækkanleg er búið að sameina kosti heilfóðurvagns sem tekur mikið rúmmál og er lágbyggður. Þetta hefur þá kosti í för með sér að hægt að vera með meira magn fóðurs í vagninum í einu og ekki þörf á því að blanda eins oft. Hæð skjólborðanna er stýrt með vökva- tjökkum innan úr dráttarvél. Einnig er búnaður á heilfóður- vagninum sem aðvarar menn ef þeir gleyma að lækka skjólborðin áður en farið er inn í lágar bygg- ingar. Sjálfakandi dráttarvél Reyndar er hér ekki um algjör- lega sjálfakandi dráttarvél að ræða heldur búnað sem hægt er að for- rita þannig að dráttarvélin fari ákveðna leið á akrinum á ákveðn- um hraða. Ökumaður þarf samt sem áður að vera með í för og grípa inn í þegar þörf þykir á. Þessi búnaður kallast Framlap Steering System og er framleiddur af Farmscan. Ökuhraði dráttar- vélarinnar getur verið allt að 30 km/klst. og er nákvæmnin allt að 1 cm. Þessi búnaður byggir á DGPS staðsetningartækni sem tryggir mjög mikla nákvæmni við staðsetningu. Til þess að DGPS búnaðurinn sé sem nákvæmastur er nauðsynlegt að hafa leiðrétting- armerki sem er staðsett á þekktum stað í grennd við það svæði sem unnið er á. En eins og flestir vita byggir GPS tæknin á merkja- sendingum fra gevfihnöttum og fer nákvæmnin nokkuð eftir því hversu mörgum GPS hnöttum tækið nær samband við hverju sinni. Þessi búnaður er með öryggistýringu þannig að ef öku- maður hreyfir stýrið eða kemur við bremsu- eða fóthemil dettur kerfið út og ökumaðurinn hefúr fúlla stjóm á dráttarvélinni. Með búnaði sem þessum hafa bændur kost á því að skipuleggja vinnu við áburðardreifingu eða jarðvinnslu og ákvarða aksturs- leiðir fyrifram eða í rauninni nýta sér kosti þessarar tækni við flest þau störf sem þurfa þykir. Þess má geta að það er talsverð þróun í þessari tækni og margar spenn- andi tæknilausnir á leið á markað. En líklega þurfum við að bíða í 5- 10 ár eftir því að við getum setið í hægindastólnum meðan "róbótinn slær" ... eða hvað! Nuutgriparækt Á Agromek 2003 var ekki mikið um nýjungar tendart nautgripa- rækt, en þó var eins og alltaf talsvert af áhugaverðum hlutum að sjá. Auðveldari kálfafóðrun Fyrirtækið TraceCompany kynnti búnað sem auðveldar fóðmn á kálfúm í þeim tilfellum þegar þarf að hella mjólk ofan í kálfana. t.d. þegar nýfæddum kálfúm er gefin broddmjólk eða við fóðmn á kálfúm með skitu. Röri er komið fyrir ofan í koki kálfanna. Á enda rörsins er hand- fang og á handfanginu er ventill sem opnar og lokar fyrir mjólk- urflæði. Handfangið tryggir einnig að gjafarörið fer ekki of langt ofan í kok kálfsins. Sérstakir pokar em notaðir undir mjólkina, þannig að hægt er að geyma mjólk í hæfi- legum skömtum (t.d. broddmjólki) og hita upp fyrir notkun. Þetta gerir það einnig að verkum að þrif á búnaðinum em mjög auðveld. Pokanum er hent og slangan er einfaldlega tengd við krana og skoluð. Ákveðinn kostur við þennan búnað er að mjólkin er borin á bakinu og því em báðar hendur frjálsar. Þessi búnaður til kálfafóðmnar kostar 450 dkr. og pokamir sem em einnota kosta 1 dkr. Vitfoss-Fibermix er nýtt efni ætlað til þess að lækna og fyrir- byggja skitu hjá kálfúm. Blandan samanstendur af plöntutrefjum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.