Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 25. mars 2003 Bæmkabkiðið 19 sperrur, undirlög og grindaefni. Raunar er rekaviður úr fjörunni héma í öllum byggingum á jörðinni." Sauðfjúrbúskapur á undanhaldi áSkaga Nú hefur sauðfé fækkað mikið í ykkar sveit síðustu ár, en fœkkar fólki? Steinn „Já, fólk hefúr verið að hætta með fé, seldi greiðslumarkið þegar ríkið fór að kaupa en fólkinu hefur ekki fækkað mikið. Það hefúr snúið sér að öðru eins og til dæmis útgerð og einnig er fískverkun i sveitinni. I fyrravor voru gerðir út fimm bátar héma af Skaganum á grásleppu. En þróunin er svipuð hér og í öðmm sveitum, það er ekki auðvelt fyrir ungt fólk að hefja sauðfjárbúskap og því síður trilluútgerð því veiðiheimildimar em svo gífúrlega dýrar. En mér finnst þessi tilhögun að vera með bát og sauðfé fara nokkuð vel saman," segir Steinn. „Það er ekki mikil vinna við rollumar ffá áramótum og ffam undir sauðburð og þá gefst góður tími til að undirbúa grásleppuvertíðina, fella net og svoleiðis. Við skiptum þeirri vinnu á milli okkar sem stöndum að útgerðinni. Þegar sauðburðurinn fer í gang, svona um 20 maí, drögum við bara upp netin eða fækkum þeim, enda er þá veiðin of'tast farin að minnka. Svo er heyskapurinn orðin fljóttekinn með rúlluvélinni og þá gefst tími til að stunda sjóinn yfir sumarið . Báturinn gefúr okkur talsverðar tekjur en við höfúm bæði ákaflega gaman af kindunum og emm ekkert að hætta með þær. Auk þess skapa þær ákveðna kjölfestu varðandi búsetuna." „ Það hefur náttúrlega verið okkur alveg ómetanlegt varðandi bömin að afi og amma þeirra em hér og til þeirra hafa þau alltaf mátt fara. Ég hefði ekki geta sinnt póstinum og verið að vasast í rollunum haust og vor hefði þeirra ekki notið við," sagði Merete. Það er orðið áliðið dags þegar fréttamaður kveður ungu hjónin á Hrauni eftir ágætt spjall. Þeirra sjónarmið til búskaparins byggist eins og fram hefúr komið á jákvæðni og ánægju með það sem þau hafa og starfa við í dag og bjartsýni á framtíðina í sveitinni. Þá kom ekki síður í ljós vilji þeirra til að nýta alla þá möguleika sem jörðin þeirra hefúr upp á að bjóða. Texti og myndir ÖÞ Það er ekki langt á milli íbúðarhúsanna á Hrauni og næst tek ég hús á Rögnvaldi og Guðlaugu eins og Steinn sonur þeirra hafði ráðlagt mér. Auk húsmóðurstarfa sinnir Guðlaug veðurathugunum fyrir veðurstofú íslands og einnig vitavörslu fyrir Siglingamálastofnun. En þótt Valdi sé kominn á þann aldur sem menn setjast gjaman í helgan stein er því ekki svo farið með hann. Áhugi hans á búskapnum er enn fyrir hendi. Oft fer hann meðffam fjömnni, ýmist gangandi eða á vél, og gáir að rekanum og sinnir æðarvarpinu á vorin eins og hann hefúr gert undanfama áratugi. Eg bið Valda að segja mér frá æðarvarpinu á Hrauni sem nú er eitt það mesta í Skagafirði. „Það hefur ekki alltaf verið mikið æðarvarp hér á Hrauni, því þegar faðir minn byijaði búskap hér árið 1914 var ekkert varp. Fljótlega komu þó þrjú hreiður héma út með sjónum og það var farið að sinna þessu, setja niður flögg og veija þetta fyrir tófúnni. Það fóm að koma kollur og þær fóm að dreifa sér um landið þama út í Múlanum. Þegar ég fór að fylgjast með þessu, sem líklega hefúr verið árið 1925, gaf varpið orðið af sér um 18 pund af hreinsuðum dúni. Svo hélt þetta áffam að vaxa ár frá ári allt til ársins 1965, en þá var þetta komið í 40 kíló . En þá varð nú heldur breyting á því 1965 og ffarn yfir 1970 kom hér hafís og var mikill kuldi, sérstaklega á vorin, og á þessum ámm minnkað varpið ár ffá ári alveg til ársins 1980 að eftirtekjan var komin niður í 14 kíló af dúni. Ég hugsaði alveg eins vel um varpið á þessum ámm og áður, fúglinn var einfaldlega ekki til staðar. Svona geta nú sveiflumar í náttúmnni orðið miklar og óhagstæð veðrátta haft mikið að segja á viðkomu æðarstofnsins og líklega fleiri fuglategunda. En eftir þetta fór fúglinn að aukast aftur og hefúr gert flest ár síðan þannig að nú gefúr varpið af sér um 50 kíló af dún." Valdi segir að hann hafi alltaf reynt að hlúa vel að varpinu. Hann setur upp mikið af skjólum úr timbri sem þá em opin á einn kantinn. Aðspurður um hvort hann noti ekki dekk sem skjól segist hann ekki vera hrifinn að þeim því bæði fari vatn af þeim í hreiðrin og eins eigi ungamir stundum erfitt með að komast upp úr þeim. Eins og aðrir æðarbændur hefur hann átt í stríði við tófúna sem sækir í varpið. I fyrravor brá hann á það ráð að rista niður heljarmikla loðnunót og festa á girðinguna á um 350 metra löngum kafla. Fyrir var venjulegt vímet en tófan hafði sést stökkva í gegnum það. Við loðnunótinni á rebbi hins vegar ekkert svar, a.m.k. varð fólkið á Hrauni hans ekki vart í varplandinu sl. vor. í þessu sambandi er rétt að fram komi að aðalvarpið á Hrauni er á Skagatánni norðan og austan við bæina. Rögnvaldur hefur líka reynt að búa til hólma fyrir fúglinn að verpa í. En þar hefur hins vegar sjórinn gert illilegt strik í reikninginn. Tvívegis hafa stórbrim skolað talsverðu efni úr hólmanum og hluta af þeim hreiðmm sem komin vom flætt. Jafhoft hefúr verið bætt efni í hólmann og hann hækkaður og sl. vor vom í honum um 250 hreiður. Rögnvaldur segist vona að hann verði til friðs hér eftir. „Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á að verja varpið. Er t.d. með mikið afhræðum og ýmsu svoleiðis vegna veiðibjöllunnar, verst gengur mér við minkinn en kannski tekst mér að veijast tófunni með netinu. Ég hef aldrei verið sólginn í að taka mikið af eggjum. Það verður nefnilega ekki að kollum sem maður étur. En það er miklu fómandi til að halda varpinu í góðu lagi. Þó það sé talsverð vinna að sinna þessu og verka dúninn þá er gefúr það ágætlega af sér, verðið á dúninum er gott um þessar mundir," sagði Rögnvaldur Steinsson að lokum. Styrkir til atvinnumála kvenna Vinnumálastofnun/félagsmálaráðuneytið hefur á þessu ári heimild til að úthluta í styrki 20 milljónum króna til atvinnumála kvenna. Tilgangur styrkveitinga: • Vinnumarkaðsaðgerðir til að draga úr atvinnuleysi meðal kvenna • Viðhalda byggð um landið • Auðvelda aðgang kvenna að fjármagni • Auka fjölbreytni I atvinnulífi Við mat á verkefnum er lögð áhersla á atvinnusköpun. Hluta fjárins verður varið í verkefni á svæðum þar sem atvinnulíf er einhæft og hlutfall atvinnuleysis hátt. Ekki verða gerðar eins strangar kröfur um arðsemi þeirra verkefna en engu að síður miðað við að styrkurinn sé ekki félagslegt úrræði heldur um raunverulega atvinnusköpun að ræða. Allt að 15-20 bestu verkefnin valin úr eftir ákveðnum forsendum og þeim veittur hærri styrkur. Ekki verður veitt fé til menntunarúrræða. Allar konur hvaðanæva af landinu geta sótt um styrk. Fyrirtæki verða að vega í eigu kvenna og stjórnað af konum. Samstarfsverkefni kvenna og kvennahópa koma einnig til greina. Veittir eru stofnstyrkir og þróunarstyrkir. Stofnstyrkir eru styrkir til véla og tækjakaupa og vegna húsnæðis til hópa. Þróunarstyrkir eru hönnun, þróun og markaðssetning. Að öðru jöfnu nemur framlag af hálfu ríkisins ekki meir en 50% af styrkhæfum kostnaði Ekki eru veittir styrkir til verkefna þar sem styrkveiting gæti skekkt samkeppnisstöðu gagnvart aðila í hliðstæðum atvinnurekstri. Eingöngu eru styrkir veittir til verkefna í eigu kvenna eða kvennahópa. Einaönau verður tekið við umsóknum á rafrænu formi. Nánari upplvsinaar er að finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar www.vinnumalastofnun.is. Umsóknir Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á heimasíðu Vinnumálastofnunar www.vinnumalastofnun.is Upplýsingar veitir Margrét Kr. Gunnarsdóttir, Vinnumálastofnun simi 515 4800. Æskilegt er að umsóknir séu unnar I samráði við atvinnu- og iðnráðgjafa á landsbyggðinni eða aðra fagaðila. Impra nýsköpunarmiðstöð á Iðntæknistofnun veitir handleiðslu og upplýsingar um stofnun og rekstur fyrirtækja og upplýsingar um gerð viðskiptaáætlana. Umsóknarfrestur til 4. april 2003 Öllum umsóknum verður svarað skriflega. r Arshátíð kúabænda Föstudagskvöldið 11. apríl nk. verður haldin árshátíð kúabænda á Hótel Sögu. Ekki missa af stærstu hátíð kúabænda á þessu ári!!! Dregnir verða út veglegir vinningar úr seldum miðum, en miðapantanir fara fram I síma: 563 0300 Ennfremur má panta miða með þvi að senda tölvupóst á lk@nautis Gisting á Hótel Sögu eða á hótel íslandi er á frábæru verði I tilefni árshátíðarinnar - aðeins frá kr. 3.330,- á mann. Þeir sem hyggjast panta gistingu þurfa að gera það hjá bókunardeild Hótel Sögu I síma 525 9930. Miðaverð á árshátíðina er aðeins kr. 3.900,- Glæsileg þriggja rétta máltið og frábær skemmtiatriði. Veislustjóri er Gísli Einarsson, Borgfirðingur og ritstjóri. Hljómsveitin SMS heldur uppi stormandi fjöri. Hljómsveitarstjóri er hinn síkviki Skúli á Tannstaðabakka. Húsið opnar kl. 19:30 með fordrykk og eftir matinn verður dansað langt fram á nótt...

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.