Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 1
6. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 25. mars 2003 ISSN 1025-5621 Hreindýrakjöt trá Grænlandi unnið oo pakkað á Húsavík PalMsum- ræOur um landhúnaft armál i Barg- araesi I kvðld Fclög sauðfjár- og kúabænda í Borgarfirði efna til fundar/pall- borðsumræðna með frambjóð- endum stjórnmálaflokkanna um landbúnaðarmál á Hótel Borg- arnesi, þriðjudagskvöldið 25 mars kl: 20.30. Til fundarins eru boðaðir fulltrúar Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks, Sam- fylkingar, Vinstrihreyfingarinn- ar græns framboðs og Frjáls- lynda-flokksins. Fulltrúar flokkana munu byrja á því að flytja stutt ávarp og að því loknu taka við pallborðsumræður þar sem fúlltrúar búgreinafé- laganna munu leggja spumingar fyrir frambjóðenduma. Fundar- mönnum gefst svo kostur á því að bera fram fyrirspumir úr sal. Allir sem áhuga hafa á íslensk- um landbúnaði em hvattir til að mæta á fundinn. Mjúlkuruppgjör 2001 staðfest Nýlega var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli bónda gegn íslenska ríkinu vegna mjólkuruppgjörs 2001. Dómurinn staðfestir ákvörðun landbúnaðarráðherra, varðandi gildandi samning um mjólkurframleiðsluna, að mjólkurframleiðendum sé ekki heimilt að semja við aðra framleiðendur um að framleiða mjólk í sínu nafni. Þá segir í dómnum að enda þótt sú nýting sem stefnandi viðhafði hafi tíðkast í einhverjum mæli frá því lög nr. 112/1992 tóku gildi, sé ekki hægt að líta svo á að nýtingin hafi orðið venjubundin með þeim hætti að hún víki til hliðar ákvæðum laganna sem lúta að heimilli nýtingu greiðslumarks. Þó fallist sé á það með stefnanda að ákvörðunin hafi verið afturvirk að því leyti að stefnandi hafði ekki möguleika á því eftir lok verðlagsársins að bregðast við ákvörðun ráðherra, t.d. með því að fjölga kúm, þá sé til þess að líta að í reglugerðum hér að lútandi er gert ráð fyrir því að greiðslumark sem ekki er nýtt, nýtist sem jafnast þeim bændum sem framleiða meira en greiðslumarki þeirra nemur og hlýtur þessi réttur að sínu leyti að hafa bundið hendur ráðherra. Því er ekki fallist á að ógilda beri ákvörðun hans. Landbúnaðarráðherra f.h. íslenska ríkisins var því sýknaður af kröfum stefnanda. Stefnendur hafa nú áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Stefán Hrafn Magnússon, hrein- dýrabóndi á Grænlandi, og bræðurnir Logi og Gunnar Óli Hákonarsynir á Húsavík ætla að stofn hlutafélag um innflutning á hreindýrakjöti frá Grænlandi sem síðan yrði fullunnið og pakkað á Húsavík. Logi Hákonarson sagði í sam- tali við tíðindamann Bændablaðs- ins að Stefán hefði komið sér upp sláturhúsi á Grænlandi en hefði þurft að senda kjötið til Noregs til vinnslu og dreiflngar. Nú stendur til að flytja kjöt af þrjú þúsund hreindýrum, um 50 til 60 lestir, til Húsavíkur og fúllvinna og pakka því þar. Síðan yrði það flutt út nema eitthvað smávegis sem myndi fara á íslenskan markað. Þá yrði sótt um tollkvóta og síðan yrði að greiða toll af kjötinu þegar það fer á íslenska markað. En til þess að hægt sé að flytja kjötið ffá Grænlandi til Húsavíkur í vinnslu verður að fá tolla af því fellda niður. Það hefur nú verið heimilað með lögum sem sam- þykkt voru á Alþingi nóttina áður en fúndum þingsins var frestað. Nú er málið í höndum land- búnaðarráðherra sem mun setja reglugerð þar sem kveðið verður nánar á um skilyrði niðurfellingar, lækkunar eða endurgreiðsiu tolla. Um nóttina þegar lögin voru samþykkt fór landbúnaðarráðherra í ræðustól á Alþingi og spurði flutningsmenn ffumvarpsins hvort þeir ættu ekki einungis við með þessu ffumvarpi það sem sneri að hreindýrakjötinu frá Grænlandi. Drífa Hjartardóttir, formaður land- búnaðamefndar, sem flutti ffum- varpið á Alþingi, staðfesti að svo væri. „Eg vona að málið sé í ömggri höfn og ég mun setja reglugerð um innflutning á hrein- dýrakjöti ffá Grænlandi sem fari í vinnslu hér á landi en verði síðan sent aftur til baka strax að vinnslu lokinni," sagði Guðni Ágústsson. Logi Hákonarson sagði að þessi kjötvinnsla gæti hugsanlega skapað atvinnu fyrir 6 til 8 manns ffá hausti og ffam á vor. Logi segir að þeir séu búnir að fá vilyrði fyrir húsnæði gömlu mjólkurvinnslunn- ar á Húsavík til starfseminnar. Næsta skref er að hingað til lands kemur sænskur maður sem sá um að sláturhús Stefáns Hrafns á Grænlandi fengi útflutningsleyfi. Fyrirtæki Svíans hannar kjöt- vinnslur og kemur þeim í gegnum eftirlitsstofnanir þannig að þær fá starfsleyfí. Hann mun teikna stöð- ina og síðan taka iðnaðarmenn við. Logi segist vonast til að kjöt- vinnslan verði tilbúin næsta haust. ...frœgar fyrir forvitni! ! Bændablaöið/Jón Eiríksson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.